Í eldhúsi Evu: Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum Eva Laufey skrifar 17. júní 2017 15:00 Frábær réttur fyrir þá sem vilja njóta morgunsins. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að dásamlegri morgunverðarböku. Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum 1 msk ólífuolía ¼ blaðlaukur, smátt skorinn 150 g kurlað beikon 1 rauð paprika, smátt skorin 1 hvítlauksrif, marin 4 bökunarkartöflur, skornar í teninga salt og nýmalaður pipar 10 kirsuberjatómatar 4 – 5 egg fersk Steinselja Parmesan ostur Aðferð: Hitið ofninn i 180°. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið beikonkurlinu, paprikunni og hvítlauknum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið kartöfluteningum saman við og kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna í eldfast mót þegar kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Skerið niður kirsuberjatómata og dreifið yfir. Brjótið eggin yfir og bakið við 180°C í ca. 10 mínútur eða þar til eggin eru fullelduð. Þegar kartöflubakan kemur út úr ofninum er gott að saxa niður ferska steinselju og strá yfir réttinn ásamt því að rífa duglega niður af parmesan osti. Dögurður Eva Laufey Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að dásamlegri morgunverðarböku. Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum 1 msk ólífuolía ¼ blaðlaukur, smátt skorinn 150 g kurlað beikon 1 rauð paprika, smátt skorin 1 hvítlauksrif, marin 4 bökunarkartöflur, skornar í teninga salt og nýmalaður pipar 10 kirsuberjatómatar 4 – 5 egg fersk Steinselja Parmesan ostur Aðferð: Hitið ofninn i 180°. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið beikonkurlinu, paprikunni og hvítlauknum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið kartöfluteningum saman við og kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna í eldfast mót þegar kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Skerið niður kirsuberjatómata og dreifið yfir. Brjótið eggin yfir og bakið við 180°C í ca. 10 mínútur eða þar til eggin eru fullelduð. Þegar kartöflubakan kemur út úr ofninum er gott að saxa niður ferska steinselju og strá yfir réttinn ásamt því að rífa duglega niður af parmesan osti.
Dögurður Eva Laufey Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið