Borgarstjóri ekki látinn vita af vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júní 2017 19:30 Borgarstjóri telur eðlilegt að hann sé látinn vita steðji ógn að íbúum borgarinnar en hann segist ekki hafa verið upplýstur um ákvörðun Ríkislögreglustjóra að sérsveitarmenn beri skotvopn á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn þar sem fjölmenni kemur saman, hefur vakið upp misjöfn viðbrögð. Borgarstjóri vill fá rök fyrir því af hverju þessi ákvörðun var tekin og á hvaða grundvelli og vill funda með Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. „Ég hef verið talsmaður sýnilegrar löggæslu, almennrar löggæslu sem er óvopnuð og ég held að það sé svona hinn íslenski stíll,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.En ertu sáttur við ákvörðunina?„Ég þarf að fara yfir og heyra rökin fyrir henni áður en ég get tjáð mig um það og ég á fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í næstu viku,“ segir Dagur. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar fordæmdi ákvörðun Ríkislögreglustjóra í færslu á samfélagsmiðlum gær og í umræðuþræði tengdum færslunni segir Líf að; "Það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað." Er ekki hættulegt þegar stjórnmálamenn úr pólitíkinni eru að tjá sig með þessum hætti eins og forseti borgarstjórnar gerir, að þau eru í rauninni að taka á sig ábyrgð með þessum orðum sem að Ríkislögreglustjóri á að vera með? „Ég held að þarna sé verið að spyrja spurninga. Til hvers er verið að vísa? Hvaða mat liggi til grundvallar eða bara hvort það sé verið að taka upp nýjan stíl?Treystir þú ákvörðun Ríkislögreglustjóra?„Ég ætla að fara yfir þetta með lögreglunni og...“En treystir þú ákvörðuninni?„Hans er valdið að taka þessa ákvörðun en við sem að berum ábyrgð á samfélaginu. Ef að þetta snýst um nýtt hættumat að þá teldi ég eðlilegt að mér yrði gert viðvart um það fyrir fram ef að íbúum þessarar borgar væri hætta búin,“ segir Dagur. Skotvopn lögreglu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Borgarstjóri telur eðlilegt að hann sé látinn vita steðji ógn að íbúum borgarinnar en hann segist ekki hafa verið upplýstur um ákvörðun Ríkislögreglustjóra að sérsveitarmenn beri skotvopn á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn þar sem fjölmenni kemur saman, hefur vakið upp misjöfn viðbrögð. Borgarstjóri vill fá rök fyrir því af hverju þessi ákvörðun var tekin og á hvaða grundvelli og vill funda með Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. „Ég hef verið talsmaður sýnilegrar löggæslu, almennrar löggæslu sem er óvopnuð og ég held að það sé svona hinn íslenski stíll,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.En ertu sáttur við ákvörðunina?„Ég þarf að fara yfir og heyra rökin fyrir henni áður en ég get tjáð mig um það og ég á fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í næstu viku,“ segir Dagur. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar fordæmdi ákvörðun Ríkislögreglustjóra í færslu á samfélagsmiðlum gær og í umræðuþræði tengdum færslunni segir Líf að; "Það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað." Er ekki hættulegt þegar stjórnmálamenn úr pólitíkinni eru að tjá sig með þessum hætti eins og forseti borgarstjórnar gerir, að þau eru í rauninni að taka á sig ábyrgð með þessum orðum sem að Ríkislögreglustjóri á að vera með? „Ég held að þarna sé verið að spyrja spurninga. Til hvers er verið að vísa? Hvaða mat liggi til grundvallar eða bara hvort það sé verið að taka upp nýjan stíl?Treystir þú ákvörðun Ríkislögreglustjóra?„Ég ætla að fara yfir þetta með lögreglunni og...“En treystir þú ákvörðuninni?„Hans er valdið að taka þessa ákvörðun en við sem að berum ábyrgð á samfélaginu. Ef að þetta snýst um nýtt hættumat að þá teldi ég eðlilegt að mér yrði gert viðvart um það fyrir fram ef að íbúum þessarar borgar væri hætta búin,“ segir Dagur.
Skotvopn lögreglu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira