Helgi hlúði að slösuðum í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2017 12:12 Sjúkraflutningamenn á vettvangi í nótt. Vísir/afp Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. Hann segir að allt hafi gengið vel þrátt fyrir að margir hafi slasast alvarlega. St. Mary's er næsta sjúkrahús við íbúðarblokkina sem brann í Kensington-hverfinu í Lundúnum. Hið minnsta sex eru látnir og tugir slasaðir. „Það var hringt í mig klukkan þrjú í nótt [að breskum tíma] og ég sá að það var stóratvik. Ég leit út um gluggann og fór út á svalir og þá sá ég bygginguna í logum,“ segir Helgi. Fjöldi samstarfsmanna hans svaraði einnig kallinu og segir Helgi að þeir hafi hlúð að um sextán manns. Allt hafi gengið vel fyrir sig.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans.Helgi segir að starfsfólk spítalans sé orðið nokkuð vant því að taka við miklum fjölda fólks í einu. Þannig hafi hluti fórnarlamba árásarinnar á Westminster-brúnni í mars síðastliðinum verið flutt á St. Mary's. Álaginu sé þó dreift milli spítala af sjúkraflutningaþjónustu Lundúna þannig að enginn einn spítali fari í yfirflæði. Helgi segir fyrirkomulagið hafa gefið góða raun. „Við tókum marga, King's hospital í Suður-London tók nokkuð marga sem og Chelsea og aðrir spítalar í kring,“ segir Helgi sem áætlar að um 64 hafi þurft aðhlynningu vegna brunans. „Hefðum við tekið alla 64 þá hefði flætt yfir hjá okkur en við höfðum nóg af fólki og gerðum þetta vel. Þetta fór allt eftir áætlun,“ segir Helgi. Margir hafi þó verið alvarlega slasaðir og stór hluti þeirra sem komu á St. Mary's hafi verið börn. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. Hann segir að allt hafi gengið vel þrátt fyrir að margir hafi slasast alvarlega. St. Mary's er næsta sjúkrahús við íbúðarblokkina sem brann í Kensington-hverfinu í Lundúnum. Hið minnsta sex eru látnir og tugir slasaðir. „Það var hringt í mig klukkan þrjú í nótt [að breskum tíma] og ég sá að það var stóratvik. Ég leit út um gluggann og fór út á svalir og þá sá ég bygginguna í logum,“ segir Helgi. Fjöldi samstarfsmanna hans svaraði einnig kallinu og segir Helgi að þeir hafi hlúð að um sextán manns. Allt hafi gengið vel fyrir sig.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans.Helgi segir að starfsfólk spítalans sé orðið nokkuð vant því að taka við miklum fjölda fólks í einu. Þannig hafi hluti fórnarlamba árásarinnar á Westminster-brúnni í mars síðastliðinum verið flutt á St. Mary's. Álaginu sé þó dreift milli spítala af sjúkraflutningaþjónustu Lundúna þannig að enginn einn spítali fari í yfirflæði. Helgi segir fyrirkomulagið hafa gefið góða raun. „Við tókum marga, King's hospital í Suður-London tók nokkuð marga sem og Chelsea og aðrir spítalar í kring,“ segir Helgi sem áætlar að um 64 hafi þurft aðhlynningu vegna brunans. „Hefðum við tekið alla 64 þá hefði flætt yfir hjá okkur en við höfðum nóg af fólki og gerðum þetta vel. Þetta fór allt eftir áætlun,“ segir Helgi. Margir hafi þó verið alvarlega slasaðir og stór hluti þeirra sem komu á St. Mary's hafi verið börn.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30
Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07
Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30