Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn að störfum í Color Run í miðbænum í gær. Vísir/Stöð 2 Þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. Fréttastofan greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vopnaðir sérsveitarmenn voru við eftirlit á fjölmennri fjölskylduhátíð sem fór fram í miðbæ Reykjavíkur í dag. Fréttastofan fékk þær skýringar frá Ríkislögreglustjóra í gær að um hafi verið að ræða ráðstöfun til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis. Ráðstöfunin er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna á sæti í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Hann segir þessar breytingar á löggæslu kalla á umræðu í samfélaginu. „Það kemur náttúrulega á óvart að þetta fréttist bara í fjölmiðlum. Maður spyr sig hvort lögreglan sé kannski að fara fram úr sér því þetta snýst náttúrulega ekki beint um það hvort stjórnvöld hafi endilega heimild til að gera þetta því að svona breytingar kalla alltaf á umræðu í samfélaginu. Þetta er bara spurning um hvernig samfélag við viljum sjá og ég held að almennt vilji fólk ekki sjá vopnaða lögreglu við almenn löggæslustörf á Íslandi.“Ríkislögreglustjóri segir að um hafi verið að ræða ráðstöfun vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega.Vísir/Stöð 2Segir ráðstöfunina til marks um hallæri í lögreglunniFyrir rúmri viku óskaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna fjölmennra viðburða í miðborginni og var matinu skilið í liðinni viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki gefa upp um innihald áhættumatsins. Andrés segir breytingarnar til marks um bága stöðu lögreglu á Íslandi. „Ég hef ekki séð þetta áhættumat sem lögreglan ber fyrir sig þannig að ég hef ekki forsendur til að meta það en stóri vandinn við löggæslu hér á landi er skortur á mannafla. Það vantar kannski 200 almenna lögreglumenn og það að sérsveitarmenn séu farnir að sinna verkefnum sem ættu kannski frekar heima undir almennri löggæslu, það varpar kannski ljósi á hallærið sem er í lögreglunni hér á landi. Það er eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ætlar ekki að takast á við ef eitthvað er að marka fimm ára áætlun um ríkisfjármál.“ Andrés segir að ákvarðanir sem þessar þurfi að vera í opinberri umræðu. „Það sýndi sig til dæmis þegar norsku hríðskotabyssurnar birtust hérna á hafnarbakkanum um árið að fólki verður hverft við og finnst þetta ekki þægileg tilhugsun. Það að vera á einhverjum skemmtidegi niðri í miðborginni og sjá allt í einu vopnaða lögreglumenn, það veldur mörgum ótta og óöryggi, þvert á það sem ætlunin er væntanlega,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. Fréttastofan greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vopnaðir sérsveitarmenn voru við eftirlit á fjölmennri fjölskylduhátíð sem fór fram í miðbæ Reykjavíkur í dag. Fréttastofan fékk þær skýringar frá Ríkislögreglustjóra í gær að um hafi verið að ræða ráðstöfun til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis. Ráðstöfunin er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna á sæti í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Hann segir þessar breytingar á löggæslu kalla á umræðu í samfélaginu. „Það kemur náttúrulega á óvart að þetta fréttist bara í fjölmiðlum. Maður spyr sig hvort lögreglan sé kannski að fara fram úr sér því þetta snýst náttúrulega ekki beint um það hvort stjórnvöld hafi endilega heimild til að gera þetta því að svona breytingar kalla alltaf á umræðu í samfélaginu. Þetta er bara spurning um hvernig samfélag við viljum sjá og ég held að almennt vilji fólk ekki sjá vopnaða lögreglu við almenn löggæslustörf á Íslandi.“Ríkislögreglustjóri segir að um hafi verið að ræða ráðstöfun vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega.Vísir/Stöð 2Segir ráðstöfunina til marks um hallæri í lögreglunniFyrir rúmri viku óskaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna fjölmennra viðburða í miðborginni og var matinu skilið í liðinni viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki gefa upp um innihald áhættumatsins. Andrés segir breytingarnar til marks um bága stöðu lögreglu á Íslandi. „Ég hef ekki séð þetta áhættumat sem lögreglan ber fyrir sig þannig að ég hef ekki forsendur til að meta það en stóri vandinn við löggæslu hér á landi er skortur á mannafla. Það vantar kannski 200 almenna lögreglumenn og það að sérsveitarmenn séu farnir að sinna verkefnum sem ættu kannski frekar heima undir almennri löggæslu, það varpar kannski ljósi á hallærið sem er í lögreglunni hér á landi. Það er eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ætlar ekki að takast á við ef eitthvað er að marka fimm ára áætlun um ríkisfjármál.“ Andrés segir að ákvarðanir sem þessar þurfi að vera í opinberri umræðu. „Það sýndi sig til dæmis þegar norsku hríðskotabyssurnar birtust hérna á hafnarbakkanum um árið að fólki verður hverft við og finnst þetta ekki þægileg tilhugsun. Það að vera á einhverjum skemmtidegi niðri í miðborginni og sjá allt í einu vopnaða lögreglumenn, það veldur mörgum ótta og óöryggi, þvert á það sem ætlunin er væntanlega,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30