Í eldhúsi Evu: Grillaður lax með sítrónu, kirsuberjatómötum og hvítlauk Eva Laufey skrifar 28. júní 2017 21:00 Lax er frábær á grillið. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að æðislegum rétti á grillið. Grillaður lax með sítrónu, kirsuberjatómötum og hvítlauk 700 g lax, beinhreinsaður 1 msk ólífuolía salt og pipar 1 hvítlauksrif 10 kirsuberjatómatar sítróna 1 ½ dl fetaostur 1 msk graslaukur, smátt saxaður Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita og raðið honum í álbakka eða á álpappír, dreifið olíu yfir laxinn og kryddið með salti og pipar. Rífið niður eitt hvítlauksrif, skerið niður tómata og graslauk og dreifið yfir laxinn. Skerið sítrónu í sneiðar og leggið eina sneið yfir hvern bita ásamt því að mylja fetaost yfir í lokin. Grillið í 5 – 7 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Grillaður aspas Ferskur aspas Ólífuolía Sítrónusafi Salt og pipar Smjör Aðferð: Snyrtið aspasinn vel og skerið trénaða hlutann af, það er gott ráð að beygja aspasinn og sjá hvar hann brotnar, það er semsagt trénaði hlutinn sem við viljum losna við. Sáldrið ólífuolíu yfir aspasinn ásamt sítrónusafa, kryddið til með salti og pipar. Grillið aspasinn í örfáar mínútur og um leið og hann er tilbúinn þá er hann tekinn af grillinu og blandaður saman við smá smjörklípu. Það er einnig æðislegt að rífa niður ferskan parmesan og bera fram með grilluðum aspas. Létt og góð grillsósa 2 dl majónes 180 g sýrður rjómi 1 hvítlauksrif safi úr hálfri sítrónu 1 tsk hunang 1 msk smátt saxaður graslaukur ¼ tsk sítrónupipar salt og pipar Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í skál eða notið matvinnsluvél til þess að fá enn fínni útgáfu að sósunni. Það er afar gott að kæla sósuna aðeins áður en hún er borin fram. Gjörið svo vel! Eva Laufey Grillréttir Lax Sjávarréttir Sósur Uppskriftir Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að æðislegum rétti á grillið. Grillaður lax með sítrónu, kirsuberjatómötum og hvítlauk 700 g lax, beinhreinsaður 1 msk ólífuolía salt og pipar 1 hvítlauksrif 10 kirsuberjatómatar sítróna 1 ½ dl fetaostur 1 msk graslaukur, smátt saxaður Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita og raðið honum í álbakka eða á álpappír, dreifið olíu yfir laxinn og kryddið með salti og pipar. Rífið niður eitt hvítlauksrif, skerið niður tómata og graslauk og dreifið yfir laxinn. Skerið sítrónu í sneiðar og leggið eina sneið yfir hvern bita ásamt því að mylja fetaost yfir í lokin. Grillið í 5 – 7 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Grillaður aspas Ferskur aspas Ólífuolía Sítrónusafi Salt og pipar Smjör Aðferð: Snyrtið aspasinn vel og skerið trénaða hlutann af, það er gott ráð að beygja aspasinn og sjá hvar hann brotnar, það er semsagt trénaði hlutinn sem við viljum losna við. Sáldrið ólífuolíu yfir aspasinn ásamt sítrónusafa, kryddið til með salti og pipar. Grillið aspasinn í örfáar mínútur og um leið og hann er tilbúinn þá er hann tekinn af grillinu og blandaður saman við smá smjörklípu. Það er einnig æðislegt að rífa niður ferskan parmesan og bera fram með grilluðum aspas. Létt og góð grillsósa 2 dl majónes 180 g sýrður rjómi 1 hvítlauksrif safi úr hálfri sítrónu 1 tsk hunang 1 msk smátt saxaður graslaukur ¼ tsk sítrónupipar salt og pipar Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í skál eða notið matvinnsluvél til þess að fá enn fínni útgáfu að sósunni. Það er afar gott að kæla sósuna aðeins áður en hún er borin fram. Gjörið svo vel!
Eva Laufey Grillréttir Lax Sjávarréttir Sósur Uppskriftir Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira