Boaty McBoatface nær nýjum lægðum í jómfrúarferðinni Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 15:45 Boaty McBoatface getur kafað undir ís og farið niður á allt að 6.000 metra dýpi. Vísir/AFP Fjarstýrði kafbáturinn sem hlaut nafnið Boaty McBoatface fór í vel heppnaða jómfrúarferð á dögunum. Kafaði hann niður á allt að fjögurra kílómetra dýpi í Suður-Íshafinu og safnaði mikilvægum gögnum um blöndun vatns í hyldýpi sjávarins. Upphaflega var Boaty McBoatface vinningstillagan í nafnasamkeppni sem haldin var fyrir nýtt rannsóknaskip breska umhverfisrannsóknaráðsins í fyrra. Ráðið hafnaði hins vegar því nafni og kaus að nefna skipið í höfuðuð á David Attenborough, náttúrufræðingnum heimsfræga. Sú ákvörðun vakti reiði margra og til að miðla málum var fjarstýrðum kafbáti gefið nafnið Boaty McBoatface. Hann var notaður í fyrsta skipti í sjö daga rannsóknarleiðangri breska skipsins RSS James Clark Ross í Suður-Íshafinu nýlega.Rannsakar breytingar á dýpstu hafstraumunum Gögnin sem Boaty safnaði um hitastig, seltu, hraða vatnsstraumsins og ókyrrð geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig blöndun sjávar í hyldýpinu hefur áhrif á loftslag jarðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi kortlagt hreyfingar kaldra hafstrauma í djúpinu norður í áttina að Atlantshafi. „Markmið okkar er að læra nógu mikið um þessa margslungnu ferla til að gera þeim skil í líkönum sem vísindamenn nota til þess að spá fyrir um hvernig loftslagið okkar mun þróast á 21. öldinni og til lengri framtíðar,“ segir Alberto Naveira Garabato frá Háskólanum í Southampton við The Guardian. Svæðið sem Boaty kannaði nefnist Orkneyjarrásin, þröng rás í sjávarbotninum sem liggur norðaustur af Suðurskautslandsskaganum. BBC segir að vísbendingar séu um að kalt vatn sem streymir um rásina sé að hlýna, mögulega af völdum sterkari vinda á Suður-Íshafinu. Naveira Garabato segir að breytingar á vindinum geti haft áhrif á hraða hafstraumanna sem færa sjó frá Suðurskautslandinu. Þegar hraði straumanna breytist geti myndast ókyrrð sem getur aftur stuðlað að frekari blöndun kalds og hlýs sjávar. Hlýni þessir djúphafstraumar eykur það enn á hækkun yfirborðs sjávar vegna hnattrænnar hlýnunar. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Fjarstýrði kafbáturinn sem hlaut nafnið Boaty McBoatface fór í vel heppnaða jómfrúarferð á dögunum. Kafaði hann niður á allt að fjögurra kílómetra dýpi í Suður-Íshafinu og safnaði mikilvægum gögnum um blöndun vatns í hyldýpi sjávarins. Upphaflega var Boaty McBoatface vinningstillagan í nafnasamkeppni sem haldin var fyrir nýtt rannsóknaskip breska umhverfisrannsóknaráðsins í fyrra. Ráðið hafnaði hins vegar því nafni og kaus að nefna skipið í höfuðuð á David Attenborough, náttúrufræðingnum heimsfræga. Sú ákvörðun vakti reiði margra og til að miðla málum var fjarstýrðum kafbáti gefið nafnið Boaty McBoatface. Hann var notaður í fyrsta skipti í sjö daga rannsóknarleiðangri breska skipsins RSS James Clark Ross í Suður-Íshafinu nýlega.Rannsakar breytingar á dýpstu hafstraumunum Gögnin sem Boaty safnaði um hitastig, seltu, hraða vatnsstraumsins og ókyrrð geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig blöndun sjávar í hyldýpinu hefur áhrif á loftslag jarðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi kortlagt hreyfingar kaldra hafstrauma í djúpinu norður í áttina að Atlantshafi. „Markmið okkar er að læra nógu mikið um þessa margslungnu ferla til að gera þeim skil í líkönum sem vísindamenn nota til þess að spá fyrir um hvernig loftslagið okkar mun þróast á 21. öldinni og til lengri framtíðar,“ segir Alberto Naveira Garabato frá Háskólanum í Southampton við The Guardian. Svæðið sem Boaty kannaði nefnist Orkneyjarrásin, þröng rás í sjávarbotninum sem liggur norðaustur af Suðurskautslandsskaganum. BBC segir að vísbendingar séu um að kalt vatn sem streymir um rásina sé að hlýna, mögulega af völdum sterkari vinda á Suður-Íshafinu. Naveira Garabato segir að breytingar á vindinum geti haft áhrif á hraða hafstraumanna sem færa sjó frá Suðurskautslandinu. Þegar hraði straumanna breytist geti myndast ókyrrð sem getur aftur stuðlað að frekari blöndun kalds og hlýs sjávar. Hlýni þessir djúphafstraumar eykur það enn á hækkun yfirborðs sjávar vegna hnattrænnar hlýnunar.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira