María Þórisdóttir er í norska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði.
María, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, er því á leið á sitt annað stórmót en hún var einnig í hópnum á HM í Kanada fyrir tveimur árum.
María hefur glímt við erfið meiðsli sem héldu henni frá keppni í eitt og hálft ár. Hún sneri aftur á völlinn fyrr á þessu ári og er nú á leiðinni til Hollands.
María hefur leikið 13 A-landsleiki fyrir Noreg en sá fyrsti kom gegn Íslandi í Algarve-bikarnum í mars 2015.
María hefur spilað níu af 10 leikjum Klepp í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Klepp situr í 4. sæti deildarinnar.
Noregur er í riðli með Hollandi, Danmörku og Belgíu á EM. Fyrsti leikur norska liðsins er gegn heimaliðinu 16. júlí.
María í norska EM-hópnum

Tengdar fréttir

María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna
María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, spilar sinn fyrsta deildarleik síðan 2015 þegar norska úrvalsdeildin fer af stað síðar í apríl.

Maríu Þórisdóttur bauðst að spila fyrir Ísland
María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik.

Spilaði með Maríu: Sigraðist á krabbanum og fékk ósk sína uppfyllta
María Þórisdóttir gaf ungri stúlku sem var að berjast við krabbamein loforð, sem hún hefur nú staðið við.

Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld
María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli.

María Þóris komin aftur í norska landsliðið í fótbolta
Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp.