Tóku heimilið í gegn á lygilega skömmum tíma Guðný Hrönn skrifar 28. júní 2017 09:30 Heimilið er gjörbeytt og það sést glögglega þegar "fyrir og eftir" myndir eru skoðaðar. Margir fagurkerar með áhuga á innanhússhönnun kannast við Hrefnu Daníelsdóttur en hún bloggar á Trendnet um allt sem viðkemur heimili og hönnun. Hrefna flutti nýlega ásamt fjölskyldu sinni á nýtt heimili og náðu þau að koma sér vel fyrir á lygilega skömmum tíma. „Það eru rétt rúmlega þrír mánuðir, við fluttum inn 11. mars,“ segir bloggarinn Hrefna spurð út í hvar sé langt síðan fjölskyldan flutti í nýtt húsnæði. Hrefna og sambýlismaður hennar, Páll Gísli Jónsson, tóku allt í gegn en Hrefna segir þau samt enn þá eiga svolítið í land„Þetta er enn í þróun. Við eigum eftir að klára litla baðherbergið á neðri hæðinni, erum rétt að byrja að hengja upp á veggi. Svo eigum við eftir að laga múrskemmdir utan á húsinu og nokkur smáatriði eru enn ókláruð. En við höfum nægan tíma og erum ekkert að stressa okkur of mikið.“ Hrefna og Páll hafa náð að gera afar mikið á skömmum tíma en Hrefna segir gott skipulag vera lykilinn. „Við vorum bara rétt rúmlega þrjár vikur að gera allt sem við ætluðum okkur; sparsla, pússa og mála allt húsið að innan, brjóta niður hurðargöt, parketleggja, filma og mála eldhúsinnréttingu, brjóta niður hluta af eldhúsinnréttingunni, brjóta niður baðinnréttinguna og setja upp nýja, mála alla glugga og margt fleira. Þetta er auðvitað spurning um skipulag. Við eyddum öllum okkar frítíma í húsinu og rúmlega það. Galdurinn er svo að eiga eitt stykki Palla sem var vakinn og sofinn yfir þessu verkefni okkar, hann er auðvitað mjög handlaginn húsasmiður og fyrir vikið gátum við gert flest allt sjálf. Við eigum líka ótrúlega frábært fólk sem var alltaf tilbúið að rétta fram hjálparhönd!“Skandinavískur stíll heillar Hrefnu og Pál, það leynir sér ekki.Aðspurð hvaða rými hún sé ánægðust með á Hrefna ekki í vandræðum með að svara. „Eldhúsið, engin spurning! Ótrúleg breyting á rými þar sem við nýttum það sem fyrir var eins vel og við gátum en fengum samt alveg nýtt lúkk á allt. Filma og málning gera kraftaverk!“ Hrefna er greinilega reynslubolti þegar kemur að flutningum og framkvæmdum. Spurð út í hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir þá sem eru að fara út í sams konar aðgerðir segir Hrefna: „Ég mæli með að gera kostnaðaráætlun og kynna sér vel hver býður best, það er nefnilega ótrúlegt að þú getur fundið sömu vörurnar hjá mismunandi fyrirtækjum á mjög mismunandi verði. Ég mæli líka með því að fólk nýti eins mikið og það geti af því sem fyrir er. Það er algjör óþarfi að rústa öllu út.“Þeir sem vilja fá nánari innsýn inn á heimili Hrefnu geta fylgst með henni á Instagram (@hrefnadan) og á trendnet.is.„Þetta tókst allt bara ótrúlega vel hjá okkur, ekkert sem tafði ferlið og allt small mjög vel hjá okkur. Enn og aftur sannaðist hvað við erum heppin með fólkið okkar og hvað Páll er ótrúlega duglegur, ég held ég nái aldrei að hrósa honum nóg fyrir alla vinnuna og dugnaðinn sem hann lagði í þessar framkvæmdir.“Stofan eftir breytingar. Hús og heimili Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Margir fagurkerar með áhuga á innanhússhönnun kannast við Hrefnu Daníelsdóttur en hún bloggar á Trendnet um allt sem viðkemur heimili og hönnun. Hrefna flutti nýlega ásamt fjölskyldu sinni á nýtt heimili og náðu þau að koma sér vel fyrir á lygilega skömmum tíma. „Það eru rétt rúmlega þrír mánuðir, við fluttum inn 11. mars,“ segir bloggarinn Hrefna spurð út í hvar sé langt síðan fjölskyldan flutti í nýtt húsnæði. Hrefna og sambýlismaður hennar, Páll Gísli Jónsson, tóku allt í gegn en Hrefna segir þau samt enn þá eiga svolítið í land„Þetta er enn í þróun. Við eigum eftir að klára litla baðherbergið á neðri hæðinni, erum rétt að byrja að hengja upp á veggi. Svo eigum við eftir að laga múrskemmdir utan á húsinu og nokkur smáatriði eru enn ókláruð. En við höfum nægan tíma og erum ekkert að stressa okkur of mikið.“ Hrefna og Páll hafa náð að gera afar mikið á skömmum tíma en Hrefna segir gott skipulag vera lykilinn. „Við vorum bara rétt rúmlega þrjár vikur að gera allt sem við ætluðum okkur; sparsla, pússa og mála allt húsið að innan, brjóta niður hurðargöt, parketleggja, filma og mála eldhúsinnréttingu, brjóta niður hluta af eldhúsinnréttingunni, brjóta niður baðinnréttinguna og setja upp nýja, mála alla glugga og margt fleira. Þetta er auðvitað spurning um skipulag. Við eyddum öllum okkar frítíma í húsinu og rúmlega það. Galdurinn er svo að eiga eitt stykki Palla sem var vakinn og sofinn yfir þessu verkefni okkar, hann er auðvitað mjög handlaginn húsasmiður og fyrir vikið gátum við gert flest allt sjálf. Við eigum líka ótrúlega frábært fólk sem var alltaf tilbúið að rétta fram hjálparhönd!“Skandinavískur stíll heillar Hrefnu og Pál, það leynir sér ekki.Aðspurð hvaða rými hún sé ánægðust með á Hrefna ekki í vandræðum með að svara. „Eldhúsið, engin spurning! Ótrúleg breyting á rými þar sem við nýttum það sem fyrir var eins vel og við gátum en fengum samt alveg nýtt lúkk á allt. Filma og málning gera kraftaverk!“ Hrefna er greinilega reynslubolti þegar kemur að flutningum og framkvæmdum. Spurð út í hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir þá sem eru að fara út í sams konar aðgerðir segir Hrefna: „Ég mæli með að gera kostnaðaráætlun og kynna sér vel hver býður best, það er nefnilega ótrúlegt að þú getur fundið sömu vörurnar hjá mismunandi fyrirtækjum á mjög mismunandi verði. Ég mæli líka með því að fólk nýti eins mikið og það geti af því sem fyrir er. Það er algjör óþarfi að rústa öllu út.“Þeir sem vilja fá nánari innsýn inn á heimili Hrefnu geta fylgst með henni á Instagram (@hrefnadan) og á trendnet.is.„Þetta tókst allt bara ótrúlega vel hjá okkur, ekkert sem tafði ferlið og allt small mjög vel hjá okkur. Enn og aftur sannaðist hvað við erum heppin með fólkið okkar og hvað Páll er ótrúlega duglegur, ég held ég nái aldrei að hrósa honum nóg fyrir alla vinnuna og dugnaðinn sem hann lagði í þessar framkvæmdir.“Stofan eftir breytingar.
Hús og heimili Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira