NASA svarar Gwyneth Paltrow vegna meintra heilsuplástra Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2017 15:45 Gwyneth Paltrow hefur verið iðin við kolann þegar kemur að því að hagnast á ýmis konar hjávísindum, nú með að reyna að tengja sig við NASA. Athugið, myndin er samsett. Vísir Heilsugúrú um allan heim setja daglega fram vafasamar fullyrðingar um ágæti vara af ýmsu tagi. Það er hins vegar ekki á hverjum degi sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA sver af sér nokkur tengsl við slíka vöru eins og í tilfelli „heilsuplástra“ sem leikkonan Gwyneth Paltrow mælti með á heilsubloggi sínu. Paltrow er þekkt fyrir að dreifa alls kyns ráðleggingum sem fáir heilbrigðisstarfsmenn gætu skrifað undir á vefsíðunni Goop. Þannig hefur hún meðal annars mælt með steini sem konur eigi að stinga upp í leggöng til að styrkja vöðva. Nýlega birtist á síðunni færsla um límmiða sem fyrirtækið Body Vibes selur. Þar er því haldið fram að límmiðarnir séu gerðir úr sömu „leiðandi koltrefjunum sem NASA notar til að fóðra geimbúninga sína svo að hún geti fylgst með lífsmerkjum geimfaranna“, að því er kemur fram í grein Washington Post. Lýsingin á því hvað miðarnir eiga að gera er enn framandlegri. „Mannslíkaminn virkar á kjörorkutíðni en dagleg streita og kvíði geta raskað innra jafnvægi okkar, tæmt orkuforða okkar og veikt ónæmiskerfi okkar,“ segir í færslu Goop. Söluaðilinn heldur því jafnframt fram að límmiðarnir hafi róaandi áhrif og dragi úr streitu og kvíða.Ekki fylgir sögunni hvort að notendur límmiðanna þurfi að taka þátt í hópknúsi naktir en svona auglýsir Body Vibes þá.Body VipesEngar koltrefjar í geimbúningunumTalsmaður NASA segir hins vegar við Washington Post að engar koltrefjar séu notaðar í geimbúningana. Í frétt Gizmodo sem sagði fyrst frá málinu kom fram að búningarnir séu í raun úr plastefnum, spandexi og öðrum efnum. Færslunni á Goop og lýsingunni á vefsíðu Body Vibes var breytt í kjölfarið og vísanir til NASA fjarlægðar. „Við ætluðum okkur aldrei að afvegaleiða neinn,“ sagði í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem hélt því fram að það hefði fengið rangar upplýsingar frá dreifiaðila. Límmiðarnir eru seldir í tíu stykkja pökkum fyrir sextíu dollara eða í 24 stykkjum fyrir 120 dollara. Neytendur Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
Heilsugúrú um allan heim setja daglega fram vafasamar fullyrðingar um ágæti vara af ýmsu tagi. Það er hins vegar ekki á hverjum degi sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA sver af sér nokkur tengsl við slíka vöru eins og í tilfelli „heilsuplástra“ sem leikkonan Gwyneth Paltrow mælti með á heilsubloggi sínu. Paltrow er þekkt fyrir að dreifa alls kyns ráðleggingum sem fáir heilbrigðisstarfsmenn gætu skrifað undir á vefsíðunni Goop. Þannig hefur hún meðal annars mælt með steini sem konur eigi að stinga upp í leggöng til að styrkja vöðva. Nýlega birtist á síðunni færsla um límmiða sem fyrirtækið Body Vibes selur. Þar er því haldið fram að límmiðarnir séu gerðir úr sömu „leiðandi koltrefjunum sem NASA notar til að fóðra geimbúninga sína svo að hún geti fylgst með lífsmerkjum geimfaranna“, að því er kemur fram í grein Washington Post. Lýsingin á því hvað miðarnir eiga að gera er enn framandlegri. „Mannslíkaminn virkar á kjörorkutíðni en dagleg streita og kvíði geta raskað innra jafnvægi okkar, tæmt orkuforða okkar og veikt ónæmiskerfi okkar,“ segir í færslu Goop. Söluaðilinn heldur því jafnframt fram að límmiðarnir hafi róaandi áhrif og dragi úr streitu og kvíða.Ekki fylgir sögunni hvort að notendur límmiðanna þurfi að taka þátt í hópknúsi naktir en svona auglýsir Body Vibes þá.Body VipesEngar koltrefjar í geimbúningunumTalsmaður NASA segir hins vegar við Washington Post að engar koltrefjar séu notaðar í geimbúningana. Í frétt Gizmodo sem sagði fyrst frá málinu kom fram að búningarnir séu í raun úr plastefnum, spandexi og öðrum efnum. Færslunni á Goop og lýsingunni á vefsíðu Body Vibes var breytt í kjölfarið og vísanir til NASA fjarlægðar. „Við ætluðum okkur aldrei að afvegaleiða neinn,“ sagði í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem hélt því fram að það hefði fengið rangar upplýsingar frá dreifiaðila. Límmiðarnir eru seldir í tíu stykkja pökkum fyrir sextíu dollara eða í 24 stykkjum fyrir 120 dollara.
Neytendur Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“