Herskip sigldu inn í Hvalfjörðinn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2017 20:00 Í tengslum við kafbátaeftirlitsæfingu NATO söfnuðust herskip saman á Faxaflóa í morgun og sigldu í fylkingu inn Hvalfjörðinn til að minnast þeirra sem létust í árásum kafbáta og herskipa nasista á skipalestir bandamanna í síðasti heimstyrjöldinni. 75 ár eru síðan skipalest bandamanna, PQ17, hélt frá Hvalfirði til Kólaskaga í Rússlandi til að koma björgum til Rússlands þegar stríðið á austurvígsstöðvunum stóð sem hæst. Skipalestin lenti í miklum hremmingum á leiðinni til Rússlands en þjóðverjar gerðu árásir á flutningaskipin. Á annað hundrað manns létust en af 35 skipum komust aðeins 11 til hafnar. Níu Atlandshafsbandalagsríki tóku þátt í deginum en herskipin eru á landinu vegna kafbátaeftirlitsæfingar Atlandshafsbandalagsins sem fer fram um þessar mundir. Magnus Þór Hafsteinsson rithöfundur var meðal boðsgesta um borð í Tý sem fór fyrir skipalestinni. Hann útskýrir að ástæða þess að skipalestin fór af stað frá Hvalfirði séu góðar aðstæður í Hvalfirði. Hann sé skjólgóður og auðvelt sé að nota hann sem bækistöð. Í Hvalfirðinum var einnar mínútu þögn til minningar um þá sem létu lífið. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var einnig meðal gesta en hann segir að Íslendingar hafi fært miklar fórnir í síðari heimstyrjöldinni. „Við misstum sama hlutfall af fólki og til dæmis bandaríkjamenn. Aðallega ungir menn og mér finnst að þeir eigi skilið að við minnumst þeirra.“ Guðlaugur bendir á að athöfnin í dag hafi verið afar táknræn. „Hér eru fulltrúar allra stríðandi aðila í heimstyrjöldinni. Það gerist ekki oft og það er afar ánægjulegt að það gerist hér á Íslandi,“ segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Í tengslum við kafbátaeftirlitsæfingu NATO söfnuðust herskip saman á Faxaflóa í morgun og sigldu í fylkingu inn Hvalfjörðinn til að minnast þeirra sem létust í árásum kafbáta og herskipa nasista á skipalestir bandamanna í síðasti heimstyrjöldinni. 75 ár eru síðan skipalest bandamanna, PQ17, hélt frá Hvalfirði til Kólaskaga í Rússlandi til að koma björgum til Rússlands þegar stríðið á austurvígsstöðvunum stóð sem hæst. Skipalestin lenti í miklum hremmingum á leiðinni til Rússlands en þjóðverjar gerðu árásir á flutningaskipin. Á annað hundrað manns létust en af 35 skipum komust aðeins 11 til hafnar. Níu Atlandshafsbandalagsríki tóku þátt í deginum en herskipin eru á landinu vegna kafbátaeftirlitsæfingar Atlandshafsbandalagsins sem fer fram um þessar mundir. Magnus Þór Hafsteinsson rithöfundur var meðal boðsgesta um borð í Tý sem fór fyrir skipalestinni. Hann útskýrir að ástæða þess að skipalestin fór af stað frá Hvalfirði séu góðar aðstæður í Hvalfirði. Hann sé skjólgóður og auðvelt sé að nota hann sem bækistöð. Í Hvalfirðinum var einnar mínútu þögn til minningar um þá sem létu lífið. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var einnig meðal gesta en hann segir að Íslendingar hafi fært miklar fórnir í síðari heimstyrjöldinni. „Við misstum sama hlutfall af fólki og til dæmis bandaríkjamenn. Aðallega ungir menn og mér finnst að þeir eigi skilið að við minnumst þeirra.“ Guðlaugur bendir á að athöfnin í dag hafi verið afar táknræn. „Hér eru fulltrúar allra stríðandi aðila í heimstyrjöldinni. Það gerist ekki oft og það er afar ánægjulegt að það gerist hér á Íslandi,“ segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira