Harpa: Tek pressunni fagnandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2017 19:30 Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. Harpa var markahæst í undankeppni EM þrátt fyrir að missa af tveimur síðustu leikjum Íslands. Íslenska liðinu hefur gengið illa að skora í fjarveru Hörpu sem fann fyrir pressu að snúa aftur á fótboltavöllinn fyrir EM. „Það er gott að fá þessa pressu og ég tek henni fagnandi. Þá veit ég að það eru not fyrir mig, bæði hjá Stjörnunni og landsliðinu. Ég horfi bara jákvæðum augum á það,“ sagði Harpa í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir það ekkert mál að fara úr móðurhlutverkinu og inn á völlinn. „Ég elska það. Ég fæ rosalega mikið út úr því að vera með strákunum mínum og spjúpdóttur hérna heima og gef mig alla í það. En svo finnst mér rosalega gott að komast út á völlinn og kúpla mig frá því,“ sagði Harpa sem segist vera í góðu líkamlegu formi. „Ég er í eins góðu standi og búast má við á þessum tímapunkti. Ég æfði vel meðan ég var ófrísk og allt gekk vel. Hann hefur verið vær og í raun hefur allt gengið upp sem ég hef gert. Ég er búin að gera mitt og svo er bara að sjá hvort það sé nóg,“ sagði markadrottningin. En er þetta ekkert mál, að koma sér aftur á stað eftir barnsburð? „Þetta er mikið mál,“ sagði Harpa og hló. „Ég ætla ekki að fara í felur með það. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og maður er með réttan stuðning. Og ég er svo sannarlega með hann.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar er einnig rætt við landsliðsþjálfarann Frey Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00 Lauflétt hjá Blikum | Mexíkósk sveifla hjá Val Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 20. júní 2017 21:14 Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. Harpa var markahæst í undankeppni EM þrátt fyrir að missa af tveimur síðustu leikjum Íslands. Íslenska liðinu hefur gengið illa að skora í fjarveru Hörpu sem fann fyrir pressu að snúa aftur á fótboltavöllinn fyrir EM. „Það er gott að fá þessa pressu og ég tek henni fagnandi. Þá veit ég að það eru not fyrir mig, bæði hjá Stjörnunni og landsliðinu. Ég horfi bara jákvæðum augum á það,“ sagði Harpa í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir það ekkert mál að fara úr móðurhlutverkinu og inn á völlinn. „Ég elska það. Ég fæ rosalega mikið út úr því að vera með strákunum mínum og spjúpdóttur hérna heima og gef mig alla í það. En svo finnst mér rosalega gott að komast út á völlinn og kúpla mig frá því,“ sagði Harpa sem segist vera í góðu líkamlegu formi. „Ég er í eins góðu standi og búast má við á þessum tímapunkti. Ég æfði vel meðan ég var ófrísk og allt gekk vel. Hann hefur verið vær og í raun hefur allt gengið upp sem ég hef gert. Ég er búin að gera mitt og svo er bara að sjá hvort það sé nóg,“ sagði markadrottningin. En er þetta ekkert mál, að koma sér aftur á stað eftir barnsburð? „Þetta er mikið mál,“ sagði Harpa og hló. „Ég ætla ekki að fara í felur með það. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og maður er með réttan stuðning. Og ég er svo sannarlega með hann.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar er einnig rætt við landsliðsþjálfarann Frey Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00 Lauflétt hjá Blikum | Mexíkósk sveifla hjá Val Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 20. júní 2017 21:14 Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00
Lauflétt hjá Blikum | Mexíkósk sveifla hjá Val Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 20. júní 2017 21:14
Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46
Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11