May neyðst til að bakka með stefnumál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Jeremy Corbyn og Theresa May gengu saman í þingsal áður en drottning hélt stefnuræðu sína. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forystu Theresu May er uppiskroppa með hugmyndir og hefur tapað meirihluta sínum. Þetta sagði Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, í umræðum eftir stefnuræðu drottningar á breska þinginu í gær. Hefð er fyrir því að drottning fari með stefnuræðu fyrir nýja ríkisstjórn eftir kosningar, í þessu tilfelli minnihlutastjórn May. Stjórnmálagreinandi BBC, Laura Kuenssberg, sagði í gær að May hefði væntanlega séð daginn fyrir sér sem einhvers konar krýningarathöfn fyrir nokkrum vikum en eftir að flokkurinn tapaði meirihluta í kosningum hafi gærdagurinn þess í stað kórónað fall May. Corbyn sagði að í ljósi þess að May hefði tapað þó nokkrum völdum hefði flokkur hennar þurft að bakka með ýmis stefnumál. Til að mynda áform um að afnema lög um ókeypis upphitun fyrir eldri borgara og sjálfkrafa hækkun eftirlauna sem og áform um að hætta að gefa ungum skólabörnum ókeypis hádegismat.Elísabet Bretadrottning og Karl Bretaprins sátu í þessum einkar vel skreyttu sætum.nordicphotos/AFPSjálf sagði May í umræðunum að stærsta áskorun sem ríkið stæði frammi fyrir væri að sameina sundraða þjóð. „Ég er tilbúin að vinna að þjóðarhag með hverjum sem er úr hvaða flokki sem er þegar kemur að Brexit og öðrum málum,“ sagði May. „Þingið getur ekki leyst allt en samvinna er þáttur í því að styrkja samkennd og sjálfstraust þjóðarinnar,“ bætti May við. Forsætisráðherrann tjáði sig einnig um bruna Grenfell-turnsins. Baðst hún afsökunar á mistökum yfirvalda sem hún sagði ekki hafa brugðist við brunanum á réttan hátt. Lofaði hún óháðum lögfræðingi til að starfa fyrir fjölskyldur sem urðu fyrir tjóni í brunanum. Engin stefnuræða drottningar verður á næsta ári og því þurfti ræða hennar í gær að spanna tveggja ára áform. Af þeim 27 frumvörpum sem útlistuð voru fjalla alls átta um Brexit, til að mynda um áhrif Brexit á innflytjendamál, milliríkjaviðskipti, sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál. Mikilvægast þessara frumvarpa snýr að því að binda enda á lögsögu Evrópudómstólsins yfir Bretlandi og að innleiða öll Evrópusambandslög í bresk lög þess í stað. Á meðal annarra mála sem komust á dagskrá voru frumvörp um stofnun nýs embættis sem á að beita sér gegn heimilisofbeldi, um að klára að koma á lestarsamgöngum á milli Birmingham og Crewe og um aukna persónuvernd á netinu og hinn svokallaða rétt til að gleymast. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Bruni í Grenfell-turni England Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forystu Theresu May er uppiskroppa með hugmyndir og hefur tapað meirihluta sínum. Þetta sagði Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, í umræðum eftir stefnuræðu drottningar á breska þinginu í gær. Hefð er fyrir því að drottning fari með stefnuræðu fyrir nýja ríkisstjórn eftir kosningar, í þessu tilfelli minnihlutastjórn May. Stjórnmálagreinandi BBC, Laura Kuenssberg, sagði í gær að May hefði væntanlega séð daginn fyrir sér sem einhvers konar krýningarathöfn fyrir nokkrum vikum en eftir að flokkurinn tapaði meirihluta í kosningum hafi gærdagurinn þess í stað kórónað fall May. Corbyn sagði að í ljósi þess að May hefði tapað þó nokkrum völdum hefði flokkur hennar þurft að bakka með ýmis stefnumál. Til að mynda áform um að afnema lög um ókeypis upphitun fyrir eldri borgara og sjálfkrafa hækkun eftirlauna sem og áform um að hætta að gefa ungum skólabörnum ókeypis hádegismat.Elísabet Bretadrottning og Karl Bretaprins sátu í þessum einkar vel skreyttu sætum.nordicphotos/AFPSjálf sagði May í umræðunum að stærsta áskorun sem ríkið stæði frammi fyrir væri að sameina sundraða þjóð. „Ég er tilbúin að vinna að þjóðarhag með hverjum sem er úr hvaða flokki sem er þegar kemur að Brexit og öðrum málum,“ sagði May. „Þingið getur ekki leyst allt en samvinna er þáttur í því að styrkja samkennd og sjálfstraust þjóðarinnar,“ bætti May við. Forsætisráðherrann tjáði sig einnig um bruna Grenfell-turnsins. Baðst hún afsökunar á mistökum yfirvalda sem hún sagði ekki hafa brugðist við brunanum á réttan hátt. Lofaði hún óháðum lögfræðingi til að starfa fyrir fjölskyldur sem urðu fyrir tjóni í brunanum. Engin stefnuræða drottningar verður á næsta ári og því þurfti ræða hennar í gær að spanna tveggja ára áform. Af þeim 27 frumvörpum sem útlistuð voru fjalla alls átta um Brexit, til að mynda um áhrif Brexit á innflytjendamál, milliríkjaviðskipti, sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál. Mikilvægast þessara frumvarpa snýr að því að binda enda á lögsögu Evrópudómstólsins yfir Bretlandi og að innleiða öll Evrópusambandslög í bresk lög þess í stað. Á meðal annarra mála sem komust á dagskrá voru frumvörp um stofnun nýs embættis sem á að beita sér gegn heimilisofbeldi, um að klára að koma á lestarsamgöngum á milli Birmingham og Crewe og um aukna persónuvernd á netinu og hinn svokallaða rétt til að gleymast.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Bruni í Grenfell-turni England Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira