Hæstiréttur staðfestir þriggja ára nauðgunardóm Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júní 2017 15:09 Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Birni Ingasyni og Jakobi Viðari Grétarssyni fyrir nauðgun. Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Birni Ingasyni og Jakobi Viðari Grétarssyni fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl árið 2014. Mennirnir voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní á síðasta ári. Í ákæru var þeim gert að sök að hafa þvingað konu inn í svefnherbergi þar sem þeir héldu henni niðri meðan á kynferðismökum stóð. Nýttu þeir sér bæði yfirburði sína vegna aðstöðu-og aflsmunar og þá staðreynd að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum ölvunar. Hlaut konan marbletti á upphandleggi, hægri framhandlegg og hægri sköflung. Mennirnir neituðu báðir sök. Meðal gagna í málinu voru nokkur myndbönd. Eitt þeirra er tekið stuttu eftir nauðgunina heima hjá Inga Birni. Í því sést konan standa við svalardyr þar sem hún er að reykja og tala í síma. Á upptökunni heyrist síðan í Jakobi og Inga Birni leggja á ráðin um að samræma sögu sína: „Af hljóðupptöku heyrist er ákærði Jakob hvíslar að ákærða Inga Birni að þeir séu tveir og að brotaþoli hyggist kæra þá. Eigi meðákærði að muna að meðákærði hafi haft samfarir við brotaþola og að ákærði hafi verið í stofunni á móti. Muni ákærði styðja sögu hans,“ segir í dóminum. Á öðru myndbandi sést konan liggja ein í rúmi Inga Björns og Jakob Viðar heyrist segja: „Af hverju ert þú að segja við vin þinn að við séum búnir að rífa þig úr að neðan? Bubbi og þú voruð að ríða skilurðu.“ Í framhaldinu sést konan reisa sig upp og spyrja: „Er það, vorum við að ríða?“Í dómi Hæstaréttar segir að dómurinn úr héraði skuli vera óraskaður og að Ingi Björn og Jakob Viðar greiði hvor fyrir sitt leyti eina milljón króna með vöxtum til brotaþola. Þá munu þeir einnig þurfa að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna fyrir Hæstarétti, áfrýjunarkostnað málsins og þóknun skipaðs réttargæslumanns konunnar, alls rúma eina milljón króna. Tengdar fréttir Tveir menn dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn á fertugsaldri, þá Inga Björn Ingason og Jakob Viðar Grétarsson. í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl 2014. 9. júní 2016 16:27 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Birni Ingasyni og Jakobi Viðari Grétarssyni fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl árið 2014. Mennirnir voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní á síðasta ári. Í ákæru var þeim gert að sök að hafa þvingað konu inn í svefnherbergi þar sem þeir héldu henni niðri meðan á kynferðismökum stóð. Nýttu þeir sér bæði yfirburði sína vegna aðstöðu-og aflsmunar og þá staðreynd að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum ölvunar. Hlaut konan marbletti á upphandleggi, hægri framhandlegg og hægri sköflung. Mennirnir neituðu báðir sök. Meðal gagna í málinu voru nokkur myndbönd. Eitt þeirra er tekið stuttu eftir nauðgunina heima hjá Inga Birni. Í því sést konan standa við svalardyr þar sem hún er að reykja og tala í síma. Á upptökunni heyrist síðan í Jakobi og Inga Birni leggja á ráðin um að samræma sögu sína: „Af hljóðupptöku heyrist er ákærði Jakob hvíslar að ákærða Inga Birni að þeir séu tveir og að brotaþoli hyggist kæra þá. Eigi meðákærði að muna að meðákærði hafi haft samfarir við brotaþola og að ákærði hafi verið í stofunni á móti. Muni ákærði styðja sögu hans,“ segir í dóminum. Á öðru myndbandi sést konan liggja ein í rúmi Inga Björns og Jakob Viðar heyrist segja: „Af hverju ert þú að segja við vin þinn að við séum búnir að rífa þig úr að neðan? Bubbi og þú voruð að ríða skilurðu.“ Í framhaldinu sést konan reisa sig upp og spyrja: „Er það, vorum við að ríða?“Í dómi Hæstaréttar segir að dómurinn úr héraði skuli vera óraskaður og að Ingi Björn og Jakob Viðar greiði hvor fyrir sitt leyti eina milljón króna með vöxtum til brotaþola. Þá munu þeir einnig þurfa að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna fyrir Hæstarétti, áfrýjunarkostnað málsins og þóknun skipaðs réttargæslumanns konunnar, alls rúma eina milljón króna.
Tengdar fréttir Tveir menn dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn á fertugsaldri, þá Inga Björn Ingason og Jakob Viðar Grétarsson. í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl 2014. 9. júní 2016 16:27 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Tveir menn dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn á fertugsaldri, þá Inga Björn Ingason og Jakob Viðar Grétarsson. í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl 2014. 9. júní 2016 16:27