Conor vill mæta Khabib í Rússlandi eftir Mayweather: „Hvernig er ekki hægt að elska hann?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2017 15:15 Conor með beltin sín. vísir/getty Írski Íslandsvinurinn og MMA-ofurstjarnan Conor McGregor mætir Floyd Mayweather í hnefaleikahringnum 26. ágúst í Las Vegas eins og allir vita en nú er ljóst hvað Conor vill gera eftir ofurbardagann við Mayweather. Dana White, forseti UFC, segir frá því í viðtali við MMA Junkie að Conor vill næst mæta Khabib Nurmagomedov í bardaga um léttvigtarbeltið í UFC og hann vill að bardaginn fari fram á heimavelli Rússans. Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson hafa átt að mætast þrisvar sinnum á síðustu mánuðum en alltaf hefur þurft að hætta við. Síðasti bardagi þeirra átti að vera um bráðabirgða heimsmeistaratitilinn í léttvigt og sigurvegarinn átti svo að mæta Conor McGregor. Það að Tony Ferguson hafi þurft að fara á sjúkrahús fyrir síðasta bardaga hentar UFC bara ágætlega núna því þeir gætu barist um bráðabirgðabeltið á svipuðum tíma og Conor mætir Floyd. Þá er bara eftir að setja upp bardaga um heimsmeistaratitilinn í léttvigt UFC. „Khabib og Tony verða að berjast. Þetta gæti allt smollið frábærlega saman,“ segir Dana White í viðtali við MMA Junkie. „Þú veist hvað Conor sagði við mig? Hann sagðist vilja mæta Khabib í Rússlandi. Er hann æðislegur eða hvað?“ Helst vilja menn alls ekki mæta jafnsterkum mönnum og Khabib ef þeir eiga sinn heimavöll. Khabib er númer eitt á styrkleikalistanum á eftir meistaranum Conor og það hjálpar Rússanum bara að vera á sínum heimavelli með sitt fólk á bakvið sig. „Conor McGregor er algjör helvítis einhyrningur og er æðislegur. Hann er að fara að keppa við Floyd Mayweather í hnefaleikum og á eftir því vill hann mæta Khabib í Rússlandi,“ segir Dana. „Þetta er það sem gerir drenginn að ofurstjörnu. Á meðan hinir og þessir eru grenjandi í mér um að þeir vilji ekki gera hitt og þetta þá vill Conor boxa við Floyd og berjast svo við Khabib í Rússlandi. Hvernig er ekki hægt að elska Conor McGregor?“ segir Dana White. MMA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Írski Íslandsvinurinn og MMA-ofurstjarnan Conor McGregor mætir Floyd Mayweather í hnefaleikahringnum 26. ágúst í Las Vegas eins og allir vita en nú er ljóst hvað Conor vill gera eftir ofurbardagann við Mayweather. Dana White, forseti UFC, segir frá því í viðtali við MMA Junkie að Conor vill næst mæta Khabib Nurmagomedov í bardaga um léttvigtarbeltið í UFC og hann vill að bardaginn fari fram á heimavelli Rússans. Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson hafa átt að mætast þrisvar sinnum á síðustu mánuðum en alltaf hefur þurft að hætta við. Síðasti bardagi þeirra átti að vera um bráðabirgða heimsmeistaratitilinn í léttvigt og sigurvegarinn átti svo að mæta Conor McGregor. Það að Tony Ferguson hafi þurft að fara á sjúkrahús fyrir síðasta bardaga hentar UFC bara ágætlega núna því þeir gætu barist um bráðabirgðabeltið á svipuðum tíma og Conor mætir Floyd. Þá er bara eftir að setja upp bardaga um heimsmeistaratitilinn í léttvigt UFC. „Khabib og Tony verða að berjast. Þetta gæti allt smollið frábærlega saman,“ segir Dana White í viðtali við MMA Junkie. „Þú veist hvað Conor sagði við mig? Hann sagðist vilja mæta Khabib í Rússlandi. Er hann æðislegur eða hvað?“ Helst vilja menn alls ekki mæta jafnsterkum mönnum og Khabib ef þeir eiga sinn heimavöll. Khabib er númer eitt á styrkleikalistanum á eftir meistaranum Conor og það hjálpar Rússanum bara að vera á sínum heimavelli með sitt fólk á bakvið sig. „Conor McGregor er algjör helvítis einhyrningur og er æðislegur. Hann er að fara að keppa við Floyd Mayweather í hnefaleikum og á eftir því vill hann mæta Khabib í Rússlandi,“ segir Dana. „Þetta er það sem gerir drenginn að ofurstjörnu. Á meðan hinir og þessir eru grenjandi í mér um að þeir vilji ekki gera hitt og þetta þá vill Conor boxa við Floyd og berjast svo við Khabib í Rússlandi. Hvernig er ekki hægt að elska Conor McGregor?“ segir Dana White.
MMA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira