Staðfesta Hörður Ægisson skrifar 30. júní 2017 09:15 Á undanförnum mánuðum hafa íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn gert ítrekaða atlögu að því að fá eigendur aflandskróna, sem að stærstum hluta eru bandarískir fjárfestingarsjóðir, til að selja krónueignir sínar fyrir gjaldeyri á afslætti miðað við skráð gengi. Öll sú atburðarás hefur verið með miklum ólíkindum – og grafið undan trúverðugleika stjórnvalda. Meintir afarkostir sem aflandskrónueigendum átti að vera gert að sæta hafa reynst vera án nokkurrar innstæðu. Í byrjun mars var tilkynnt að sjóðir sem ættu 90 milljarða í aflandskrónum hefðu samþykkt að skipta á þeim fyrir evrur á genginu 137,5. Níu mánuðum áður höfðu sömu sjóðir hafnað því að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans, þar sem þeim hafði boðist að selja krónur sínar á genginu 190 fyrir hverja evru, og þess í stað valið að sitja fastir með fé sitt á vaxtalausum reikningum um ófyrirséðan tíma. Sjóðirnir hafa stórgrætt á þeirri ákvörðun. Sama dag og greint var frá samkomulagi um kaup á aflandskrónueignum upp á 90 milljarða var tilkynnt að Seðlabankinn hygðist bjóða öðrum eigendum slíkra krónueigna, sem áttu aflandskrónur fyrir um 105 milljarða, sömu kjör ef þeir vildu losna með eignir sínar úr landi. Tilboðið stæði þó aðeins í tvær vikur. Annað átti eftir að koma á daginn. Þegar í ljós kom að áhugi sjóðanna á því að ganga að boði bankans reyndist takmarkaður kaus hann að grípa til þess ráðs að framlengja tímafrestinn í tvígang og rann hann að lokum út 15. júní. Vikurnar tvær urðu því að næstum þremur mánuðum. Í lok síðustu viku var upplýst um að þessi seinni atlaga skilaði því að eigendur aflandskróna upp á um 20 milljarða hefðu til viðbótar fallist á tilboð bankans um að selja á genginu 137,5 krónur fyrir hverja evru. Enn eru þó eftir aflandskrónur að fjárhæð nærri 90 milljarðar en eigendur þeirra kusu að sitja sem fastast – og bíða eftir enn betra tilboði af hálfu stjórnvalda. Ef marka má yfirlýsingar háttsettra embættismanna í erlendum fjölmiðlum mun þeim örugglega verða að ósk sinni. Þannig taldi Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, það vera heppilega væntingastjórnun að láta hafa það eftir sér í Reuters í liðnum mánuði að „nauðsynlegt“ yrði að losa um öll höft á aflandskrónueigendur og að búast mætti við slíkum aðgerðum síðar á árinu. Með öðrum orðum var engin ástæða fyrir aflandskrónueigendur að fallast á tilboð Seðlabankans um að selja eignir sínar með um 15 prósenta afslætti í skiptum fyrir gjaldeyri enda virðist nú þegar liggja fyrir að þeim verði hleypt úr landi innan skamms á enn hagstæðara gengi. Ekki skal gera lítið úr þeirri staðreynd að krónan hefur styrkst umtalsvert í kjölfar útboðs Seðlabankans í júní 2016. Eftir á að hyggja voru það mistök af hálfu helstu stjórnenda bankans að fallast ekki á þeim tíma á tilboð stærstu aflandskrónueigenda um að losna út fyrir höft á genginu 165 krónur fyrir hverja evru. Miðað við núverandi stöðu þjóðarbúsins má jafnframt færa fyrir því rök að það hefði verið góð niðurstaða fyrir Ísland ef allir aflandskrónueigendur hefðu fallist á síðasta tilboð Seðlabankans. Það afsakar hins vegar ekki það fúsk sem hefur einkennt vinnubrögð bankans og stjórnvalda í þessu stóra hagsmunamáli. Það kann nefnilega yfirleitt ekki góðri lukku að stýra þegar stjórnvöld framfylgja stefnu sem felst í því að segja eitt í dag, en gera eitthvað allt annað á morgun.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Á undanförnum mánuðum hafa íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn gert ítrekaða atlögu að því að fá eigendur aflandskróna, sem að stærstum hluta eru bandarískir fjárfestingarsjóðir, til að selja krónueignir sínar fyrir gjaldeyri á afslætti miðað við skráð gengi. Öll sú atburðarás hefur verið með miklum ólíkindum – og grafið undan trúverðugleika stjórnvalda. Meintir afarkostir sem aflandskrónueigendum átti að vera gert að sæta hafa reynst vera án nokkurrar innstæðu. Í byrjun mars var tilkynnt að sjóðir sem ættu 90 milljarða í aflandskrónum hefðu samþykkt að skipta á þeim fyrir evrur á genginu 137,5. Níu mánuðum áður höfðu sömu sjóðir hafnað því að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans, þar sem þeim hafði boðist að selja krónur sínar á genginu 190 fyrir hverja evru, og þess í stað valið að sitja fastir með fé sitt á vaxtalausum reikningum um ófyrirséðan tíma. Sjóðirnir hafa stórgrætt á þeirri ákvörðun. Sama dag og greint var frá samkomulagi um kaup á aflandskrónueignum upp á 90 milljarða var tilkynnt að Seðlabankinn hygðist bjóða öðrum eigendum slíkra krónueigna, sem áttu aflandskrónur fyrir um 105 milljarða, sömu kjör ef þeir vildu losna með eignir sínar úr landi. Tilboðið stæði þó aðeins í tvær vikur. Annað átti eftir að koma á daginn. Þegar í ljós kom að áhugi sjóðanna á því að ganga að boði bankans reyndist takmarkaður kaus hann að grípa til þess ráðs að framlengja tímafrestinn í tvígang og rann hann að lokum út 15. júní. Vikurnar tvær urðu því að næstum þremur mánuðum. Í lok síðustu viku var upplýst um að þessi seinni atlaga skilaði því að eigendur aflandskróna upp á um 20 milljarða hefðu til viðbótar fallist á tilboð bankans um að selja á genginu 137,5 krónur fyrir hverja evru. Enn eru þó eftir aflandskrónur að fjárhæð nærri 90 milljarðar en eigendur þeirra kusu að sitja sem fastast – og bíða eftir enn betra tilboði af hálfu stjórnvalda. Ef marka má yfirlýsingar háttsettra embættismanna í erlendum fjölmiðlum mun þeim örugglega verða að ósk sinni. Þannig taldi Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, það vera heppilega væntingastjórnun að láta hafa það eftir sér í Reuters í liðnum mánuði að „nauðsynlegt“ yrði að losa um öll höft á aflandskrónueigendur og að búast mætti við slíkum aðgerðum síðar á árinu. Með öðrum orðum var engin ástæða fyrir aflandskrónueigendur að fallast á tilboð Seðlabankans um að selja eignir sínar með um 15 prósenta afslætti í skiptum fyrir gjaldeyri enda virðist nú þegar liggja fyrir að þeim verði hleypt úr landi innan skamms á enn hagstæðara gengi. Ekki skal gera lítið úr þeirri staðreynd að krónan hefur styrkst umtalsvert í kjölfar útboðs Seðlabankans í júní 2016. Eftir á að hyggja voru það mistök af hálfu helstu stjórnenda bankans að fallast ekki á þeim tíma á tilboð stærstu aflandskrónueigenda um að losna út fyrir höft á genginu 165 krónur fyrir hverja evru. Miðað við núverandi stöðu þjóðarbúsins má jafnframt færa fyrir því rök að það hefði verið góð niðurstaða fyrir Ísland ef allir aflandskrónueigendur hefðu fallist á síðasta tilboð Seðlabankans. Það afsakar hins vegar ekki það fúsk sem hefur einkennt vinnubrögð bankans og stjórnvalda í þessu stóra hagsmunamáli. Það kann nefnilega yfirleitt ekki góðri lukku að stýra þegar stjórnvöld framfylgja stefnu sem felst í því að segja eitt í dag, en gera eitthvað allt annað á morgun.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun