Góð viðbót í hönnunarflóru landsins Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. júlí 2017 10:30 Rakel ætlar að reyna að halda í upplifunina sem fylgir því að skreppa í Bolia í sinni verslun. Vísir/Pjetur „Þetta er danska fyrirtækið Bolia. Það er fimmtán ára gamalt fyrirtæki sem er ótrúlega flott og vaxandi. Bolia er núna að opna tvær verslanir í mánuði – þær eru í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og á fleiri stöðum. Þau hafa aldrei verið á Íslandi áður, þannig að þetta er í fyrsta skiptið sem opnuð er Bolia-búð hér á landi,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi húsgagnaverslunarinnar Snúrunnar, en þau hafa náð samningum við dönsku húsgagnakeðjuna Bolia, sem eins og Rakel segir er að breiðast út um Evrópu.Hvað þýðir þetta fyrir Snúruna? „Við erum að fara að færa okkar verslun, hún mun ennþá heita Snúran en verður mestmegnis Bolia. Þetta er ótrúlega skemmtilegt fyrir alla – þau eru með 90 þúsund vörutegundir, þannig að það er úr nógu að velja.“ Rakel segir að Bolia-verslanirnar séu stórskemmtilegar og það sé ákveðin upplifun að koma inn í slíka búllu. „Það er svo skemmtilegt að þau eru til dæmis með rosa margar týpur af sófum sem þú getur raðað saman á staðnum – gerir þinn eigin sófa þar sem þú getur valið úr tvö hundruð mismunandi efnum og löppum og öllu. Allt sem ég panta er svo bara sérstaklega gert þegar ég panta það. Þetta eru líka svo skemmtilegar búðir, þær eru svo öðruvísi. Þær eru með sinn eigin ilm, þær eru með sína eigin tónlist – þetta er algjör upplifun. Við ætlum að reyna eins og við getum að halda í þessa stemmingu svo að þetta sé ekki bara eins og hver önnur verslun. Þau eru nefnilega svo sér á báti með þetta.“Hvenær má svo búast við að herlegheitin verði opnuð og við getum farið að henda saman eigin sófasetti? „Við erum að stefna á 10. ágúst. Við erum búin að vera að bíða eftir húsnæðinu síðan um áramótin. Það er búið að teikna rýmið allt upp, Rut Kára arkitekt er að hanna þetta allt fyrir okkur og við erum búin að vera í samstarfi við gott fólk. Vonandi náum við þessu í tíma.“ Tíska og hönnun Viðskipti Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Þetta er danska fyrirtækið Bolia. Það er fimmtán ára gamalt fyrirtæki sem er ótrúlega flott og vaxandi. Bolia er núna að opna tvær verslanir í mánuði – þær eru í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og á fleiri stöðum. Þau hafa aldrei verið á Íslandi áður, þannig að þetta er í fyrsta skiptið sem opnuð er Bolia-búð hér á landi,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi húsgagnaverslunarinnar Snúrunnar, en þau hafa náð samningum við dönsku húsgagnakeðjuna Bolia, sem eins og Rakel segir er að breiðast út um Evrópu.Hvað þýðir þetta fyrir Snúruna? „Við erum að fara að færa okkar verslun, hún mun ennþá heita Snúran en verður mestmegnis Bolia. Þetta er ótrúlega skemmtilegt fyrir alla – þau eru með 90 þúsund vörutegundir, þannig að það er úr nógu að velja.“ Rakel segir að Bolia-verslanirnar séu stórskemmtilegar og það sé ákveðin upplifun að koma inn í slíka búllu. „Það er svo skemmtilegt að þau eru til dæmis með rosa margar týpur af sófum sem þú getur raðað saman á staðnum – gerir þinn eigin sófa þar sem þú getur valið úr tvö hundruð mismunandi efnum og löppum og öllu. Allt sem ég panta er svo bara sérstaklega gert þegar ég panta það. Þetta eru líka svo skemmtilegar búðir, þær eru svo öðruvísi. Þær eru með sinn eigin ilm, þær eru með sína eigin tónlist – þetta er algjör upplifun. Við ætlum að reyna eins og við getum að halda í þessa stemmingu svo að þetta sé ekki bara eins og hver önnur verslun. Þau eru nefnilega svo sér á báti með þetta.“Hvenær má svo búast við að herlegheitin verði opnuð og við getum farið að henda saman eigin sófasetti? „Við erum að stefna á 10. ágúst. Við erum búin að vera að bíða eftir húsnæðinu síðan um áramótin. Það er búið að teikna rýmið allt upp, Rut Kára arkitekt er að hanna þetta allt fyrir okkur og við erum búin að vera í samstarfi við gott fólk. Vonandi náum við þessu í tíma.“
Tíska og hönnun Viðskipti Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira