Tvöfalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2017 10:24 Gestir sundlaugar Akureyrar hafa líklega getað fylkt liði í laugina á góðviðrisdögum það sem af er sumri. Vísir/Auðunn Svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík voru tvöfalt færri í maí og júní en sambærilegir dagar á Akureyri samkvæmt könnun Trausta Jónssonar veðurfræðings. Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri og ekki er von á miklum breytingum í þeim efnum næstu daga. Á vef Veðurstofu Íslands er birt samantekt yfir veðurfar hvers mánaðar en þar segir að meðalhiti í maí 2017 hafi verið 8,6 stig. Sá hiti er 2,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990 og 1,7 stigi yfir meðallagi síðustu ára. Þá fór hiti víða yfir 20 stig, sem þykir óvenjulegt. Úrkoma í maí var einnig yfir meðallagi. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir júnímánuð hafa verið í „tæpu meðallagi“ hvað þetta varðar.„Sumardagar“ færri í Reykjavík en á Akureyri Trausti Jónsson veðurfræðingur birti talningu sína á svokölluðum „sumardögum“ á bloggsíðu sinni um helgina. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en 15 stig. Sumardagar í Reykjavík, samkvæmt þessari skilgreiningu Trausta, voru samtals 8 í maí og júní. Þar af voru 3 þeirra í maímánuði. Til samanburðar voru 16 sumardagar á Akureyri í maí og júní, 9 í maí. Trausti gefur júnímánuði í Reykjavík sumareinkunnina 8 af 16 mögulegum, sem miðast við meðalhita, úrkomu, úrkomudaga- og sólskinsstundafjölda. Því er ljóst að nýliðinn júní hefur verið í meðallagi.Ekkert spennandi í kortunum Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að ekki sé spennandi veður framundan nú í byrjun júlí. Hann leggur þó áherslu á að spáin sé nokkuð gróflega áætluð. „Það er svona kannski ekkert mjög spennandi sumarfrísveður framundan, það eru lægðir við landið og suðlæg átt. Það þýðir að þá verður vætusamara sunnan- og vestanlands, skárri vika norðan- og austanlands. Þar er bæði þurrara og hlýrra,“ segir Teitur. Veður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík voru tvöfalt færri í maí og júní en sambærilegir dagar á Akureyri samkvæmt könnun Trausta Jónssonar veðurfræðings. Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri og ekki er von á miklum breytingum í þeim efnum næstu daga. Á vef Veðurstofu Íslands er birt samantekt yfir veðurfar hvers mánaðar en þar segir að meðalhiti í maí 2017 hafi verið 8,6 stig. Sá hiti er 2,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990 og 1,7 stigi yfir meðallagi síðustu ára. Þá fór hiti víða yfir 20 stig, sem þykir óvenjulegt. Úrkoma í maí var einnig yfir meðallagi. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir júnímánuð hafa verið í „tæpu meðallagi“ hvað þetta varðar.„Sumardagar“ færri í Reykjavík en á Akureyri Trausti Jónsson veðurfræðingur birti talningu sína á svokölluðum „sumardögum“ á bloggsíðu sinni um helgina. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en 15 stig. Sumardagar í Reykjavík, samkvæmt þessari skilgreiningu Trausta, voru samtals 8 í maí og júní. Þar af voru 3 þeirra í maímánuði. Til samanburðar voru 16 sumardagar á Akureyri í maí og júní, 9 í maí. Trausti gefur júnímánuði í Reykjavík sumareinkunnina 8 af 16 mögulegum, sem miðast við meðalhita, úrkomu, úrkomudaga- og sólskinsstundafjölda. Því er ljóst að nýliðinn júní hefur verið í meðallagi.Ekkert spennandi í kortunum Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að ekki sé spennandi veður framundan nú í byrjun júlí. Hann leggur þó áherslu á að spáin sé nokkuð gróflega áætluð. „Það er svona kannski ekkert mjög spennandi sumarfrísveður framundan, það eru lægðir við landið og suðlæg átt. Það þýðir að þá verður vætusamara sunnan- og vestanlands, skárri vika norðan- og austanlands. Þar er bæði þurrara og hlýrra,“ segir Teitur.
Veður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira