Maður féll í Gullfoss Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júlí 2017 17:40 Mikill viðbúnaður er við Gullfoss. vísir/magnús hlynur Víðtæk leit stendur yfir að manni sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í dag. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út, en auk þess er allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Björgunarsveitir eru á hæsta forgangi. Fyrri þyrlan fór í loftið klukkan rúmlega 17 og var hún komin á vettvang rúmum tuttugu mínútum síðar. Um hálftíma síðar var ákveðið að senda aðra þyrlu með sérhæfða björgunarsveitarmenn á vettvang. Stjórn aðgerða er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á nótt, og aftur í fyrramálið.Nýjustu upplýsingar hér að neðan:Uppfært klukkan 23.12Lögregla telur sig nú vita með nokkurri vissu hver maðurinn sem féll í Gullfoss er. Bílar á svæðinu voru skoðaðir og út frá því fann lögregla út nafn mannsins. Þó er enn unnið að staðfestingu, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. „Við teljum okkur farin að vita það, já. Það er ákveðin skoðun í gangi,“ segir Sveinn Kristján í samtali við Vísi, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu. Nánar hér. Uppfært klukkan 22.35 Landsbjörg hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Núna um klukkan 22:30, eru 145 björgunarmenn skráðir í aðgerðina á 28 tækjum, bílum, bátum og Jetskium. Ætlunin er að leita áfram fram á nótt með útkíkki í nótt og í fyrramálið verður leit haldið áfram. Björgunarmenn eru að leita á brún gilsins við mjög erfiðar aðstæður þar sem brúnin er hál, eins eru bátar að leita neðar í Hvítá. Ferðaþjónustuaðilar hafa einnig lánað búnað til leitarinnar.“Uppfært klukkan 21.10 Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er komin aftur til Reykjavíkur, á meðan hin verður áfram við leitina. Viðbragðsaðilar komu saman til stöðufundar klukkan 21. Björgunarsveitarfólki hefur verið fjölgað, og eru nú allt að 150 manns að leita.Uppfært klukkan 20.50 Ekki er vitað hver maðurinn er né af hvaða þjóðerni, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans. Unnið er eftir ákveðnum vísbendingum til þess að komast að frekari upplýsingum um manninn og meðal annars er verið að skoða bíla á svæðinu.Uppfært klukkan 19.00 Drónar hafa bæst við leitina og göngumenn hafa verið fengnir til þess að leita meðfram árbakkanum. Þá er jafnframt notast við sérhæfðan straumvatnsbúnað.Uppfært klukkan 18.27 Yfir hundrað manns frá björgunarsveitum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Kafarar og bátar hafa sömuleiðis verið sendir á vettvang.Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum.vísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynur Leit við Gullfoss Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Víðtæk leit stendur yfir að manni sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í dag. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út, en auk þess er allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Björgunarsveitir eru á hæsta forgangi. Fyrri þyrlan fór í loftið klukkan rúmlega 17 og var hún komin á vettvang rúmum tuttugu mínútum síðar. Um hálftíma síðar var ákveðið að senda aðra þyrlu með sérhæfða björgunarsveitarmenn á vettvang. Stjórn aðgerða er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á nótt, og aftur í fyrramálið.Nýjustu upplýsingar hér að neðan:Uppfært klukkan 23.12Lögregla telur sig nú vita með nokkurri vissu hver maðurinn sem féll í Gullfoss er. Bílar á svæðinu voru skoðaðir og út frá því fann lögregla út nafn mannsins. Þó er enn unnið að staðfestingu, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. „Við teljum okkur farin að vita það, já. Það er ákveðin skoðun í gangi,“ segir Sveinn Kristján í samtali við Vísi, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu. Nánar hér. Uppfært klukkan 22.35 Landsbjörg hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Núna um klukkan 22:30, eru 145 björgunarmenn skráðir í aðgerðina á 28 tækjum, bílum, bátum og Jetskium. Ætlunin er að leita áfram fram á nótt með útkíkki í nótt og í fyrramálið verður leit haldið áfram. Björgunarmenn eru að leita á brún gilsins við mjög erfiðar aðstæður þar sem brúnin er hál, eins eru bátar að leita neðar í Hvítá. Ferðaþjónustuaðilar hafa einnig lánað búnað til leitarinnar.“Uppfært klukkan 21.10 Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er komin aftur til Reykjavíkur, á meðan hin verður áfram við leitina. Viðbragðsaðilar komu saman til stöðufundar klukkan 21. Björgunarsveitarfólki hefur verið fjölgað, og eru nú allt að 150 manns að leita.Uppfært klukkan 20.50 Ekki er vitað hver maðurinn er né af hvaða þjóðerni, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans. Unnið er eftir ákveðnum vísbendingum til þess að komast að frekari upplýsingum um manninn og meðal annars er verið að skoða bíla á svæðinu.Uppfært klukkan 19.00 Drónar hafa bæst við leitina og göngumenn hafa verið fengnir til þess að leita meðfram árbakkanum. Þá er jafnframt notast við sérhæfðan straumvatnsbúnað.Uppfært klukkan 18.27 Yfir hundrað manns frá björgunarsveitum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Kafarar og bátar hafa sömuleiðis verið sendir á vettvang.Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum.vísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynur
Leit við Gullfoss Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira