Gigtarlæknir sem elskar badminton og tónlist Landspítalinn kynnir 13. júlí 2017 11:00 Guðrún Björk kveður frábært samstarfsfólk og góðan starfsanda það besta við Landspítala. Hún segir stuttar boðleiðir einfalda öll samskipti. Mannauðsramminn: Þegar Laugardalsbúinn Guðrún Björk Reynisdóttir er ekki að hrista hármakkann á tónlistarhátíðum með hinu unga fólkinu, þá er hún vís með að vera í badminton að velta fyrir sér möguleikum sínum á atvinnumennsku eða að sinna hundsígildinu Línu, sem er hamstur að upplagi... Guðrún Björk er læknir og nánar tiltekið sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á gigtardeild Landspítala. "Ég hef starfað á gigtardeildinni frá 2014 þegar ég kom heim úr sérnámi eftir 9 ára dvöl í Stokkhólmi. Áður en ég flutti út hafði ég unnið hérna sem unglæknir í nokkur ár." Hún segir starfið fjölbreytt og að stór hluti þess felist í vinnu á göngu- og dagdeild. "Þar fer uppvinnsla, meðferð og eftirlit gigtarsjúklinga að mestu fram þar sem þessir sjúklingar þurfa æ sjaldnar að liggja inni, þökk sé miklum framförum í meðferð gigtarsjúkdóma. Svo sinni ég alltaf reglulega legudeildinni okkar, B7." Guðrún Björk kveður frábært samstarfsfólk og góðan starfsanda það besta við Landspítala. "Í samanburði við Karolinska í Stokkhólmi þar sem ég vann áður eru hinar stuttu boðleiðir hérna mikill kostur og einfalda öll samskipti." "Ég ólst upp í Árbænum og Ártúnsholtinu en fluttist í miðborgina þegar ég fór að búa. Eftir heimkomuna frá Stokkhólmi fluttumst við í Laugardalinn sem er algerlega draumahverfið. Þar er góð íþróttaaðstaða fyrir börnin, sundlaug í göngufjarlægð og svo er dalurinn frábært útivistarsvæði. Ekki spillir fyrir að það er stutt í miðborgina. Ég er gift Fellavillingnum Sigurði Má Jóhannessyni og við eigum þrjú börn á aldrinum 8 til 15 ára. Við höfum ekki enn staðið við það loforð að kaupa hund fyrir krakkana þegar við flyttum til Íslands... en vonum að okkur hafi tekist að kaupa smá tíma með hamstrinum Línu." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér. Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann. Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Sjá meira
Mannauðsramminn: Þegar Laugardalsbúinn Guðrún Björk Reynisdóttir er ekki að hrista hármakkann á tónlistarhátíðum með hinu unga fólkinu, þá er hún vís með að vera í badminton að velta fyrir sér möguleikum sínum á atvinnumennsku eða að sinna hundsígildinu Línu, sem er hamstur að upplagi... Guðrún Björk er læknir og nánar tiltekið sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á gigtardeild Landspítala. "Ég hef starfað á gigtardeildinni frá 2014 þegar ég kom heim úr sérnámi eftir 9 ára dvöl í Stokkhólmi. Áður en ég flutti út hafði ég unnið hérna sem unglæknir í nokkur ár." Hún segir starfið fjölbreytt og að stór hluti þess felist í vinnu á göngu- og dagdeild. "Þar fer uppvinnsla, meðferð og eftirlit gigtarsjúklinga að mestu fram þar sem þessir sjúklingar þurfa æ sjaldnar að liggja inni, þökk sé miklum framförum í meðferð gigtarsjúkdóma. Svo sinni ég alltaf reglulega legudeildinni okkar, B7." Guðrún Björk kveður frábært samstarfsfólk og góðan starfsanda það besta við Landspítala. "Í samanburði við Karolinska í Stokkhólmi þar sem ég vann áður eru hinar stuttu boðleiðir hérna mikill kostur og einfalda öll samskipti." "Ég ólst upp í Árbænum og Ártúnsholtinu en fluttist í miðborgina þegar ég fór að búa. Eftir heimkomuna frá Stokkhólmi fluttumst við í Laugardalinn sem er algerlega draumahverfið. Þar er góð íþróttaaðstaða fyrir börnin, sundlaug í göngufjarlægð og svo er dalurinn frábært útivistarsvæði. Ekki spillir fyrir að það er stutt í miðborgina. Ég er gift Fellavillingnum Sigurði Má Jóhannessyni og við eigum þrjú börn á aldrinum 8 til 15 ára. Við höfum ekki enn staðið við það loforð að kaupa hund fyrir krakkana þegar við flyttum til Íslands... en vonum að okkur hafi tekist að kaupa smá tíma með hamstrinum Línu." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér. Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann.
Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Sjá meira