Ritstjóri DV nú forsíðumynd á Facebook-reikningi Sveins Gests Jakob Bjarnar skrifar 13. júlí 2017 09:51 Kristjón Kormákur vill túlka þennan gjörning, að hann sé orðinn að prófælmynd hjá Sveini Gesti, sem gráglettinn Litla Hraunshúmor fremur en að um hótun sé að ræða. Í gærkvöldi var breyttist forsíðumynd á Facebookreikningi Sveins Gests Tryggvasonar. Forsíðumyndin, eða profile-myndin, er nú af Kristjóni Kormáki ritstjóra DV en ekki Sveini sjálfum. Þetta kemur beint í kjölfar fréttaflutnings á dv.is af hreyfingum á Facebook-síðu Sveins Gest. Sveinn Gestur situr nú í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um aðild að manndrápsmálinu í Mosfellsdal.Gráglettinn Litla HraunshúmorTéður fréttaflutningur DV snérist meðal annars um það að hreyfingar hafi orðið á Facebook-síðu Sveins Gest og fylgdi það sögunni að föngum á Litla Hrauni væri óheimill netaðgangur nema þá afar takmarkaður. Ekki er úr vegi að túlka þetta sem beina hótun, að ritstjórinn ætti að tempra fréttaflutninginn en Kristjón Kormákur vill ekki gera mikið úr þessu atviki.Svona lítur Sveinn Gestur út í dag gagnvart þeim sem heimsækja Facebooksíðu hans, en um er að ræða mynd af Kristjóni Kormáki sem ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson tók af ritstjóranum.„Sjálfur vil ég sem minnst úr því gera. Ég lít á þetta sem gráglettinn Litla-Hraunshúmor, í rauninni. En öðrum í kringum mig finnst þetta ekki þægilegt, en mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Ég held að þetta geri engum gagn, illt verra og endi í fjölmiðlum eins og er að gerast núna.“Þú túlkar þetta þá ekki sem hótun? „Nei, ég geri það ekki. Glasið er hálffullt hjá mér. Lít fyrst og fremst á þetta sem gráglettinn húmor. Getur verið að aðrir túlki þetta á annan hátt. En, það er ekki hægt að koma í veg fyrir að fjölmiðlar fjalli um þetta.“„DV með allt niðrum sig enn aðra ferðina“Kristjón segist hafa beðið blaðamann sinn um að hafa samband við lögfræðing Sveins til að taka stöðuna á málinu í Mosfellsdal. „Í kjölfarið gerðum við frétt þar sem við greindum frá þeim upplýsingum sem við höfðum um málið ásamt því að greina frá því að hreyfingar sem hefðu verið á Facebooksíðu Sveins. Að hann hefði skipt um prófæl-mynd og átt þar eitt eða tvö svör undir mynd,“ segir Kristjón í samtali við Vísi. Eftir að frétt DV fór í loftið er gerð athugasemd á síðu Sveins við fréttina en þar sem segir:„Já, þar segir að Sveinn hafi gefið vini sínum, einhverjum Gunna E., að gang að Facebook-síðu sinni til að svara skilaboðum. Mér fannst skylda mín að bæta því við fréttina. Í kjölfarið gerist það svo að það birtist allt í einu mynd af mér þarna,“ segir Kristjón Kormákur, heldur hlessa fremur en að um hann fari. Hann segist ekki vita hver Gunni E sé og ítrekar að hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessu. Og hann hefur ekki gripið til neinna ráðstafana, svo sem þeirra að hafa samband við lögreglu vegna málsins. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Í gærkvöldi var breyttist forsíðumynd á Facebookreikningi Sveins Gests Tryggvasonar. Forsíðumyndin, eða profile-myndin, er nú af Kristjóni Kormáki ritstjóra DV en ekki Sveini sjálfum. Þetta kemur beint í kjölfar fréttaflutnings á dv.is af hreyfingum á Facebook-síðu Sveins Gest. Sveinn Gestur situr nú í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um aðild að manndrápsmálinu í Mosfellsdal.Gráglettinn Litla HraunshúmorTéður fréttaflutningur DV snérist meðal annars um það að hreyfingar hafi orðið á Facebook-síðu Sveins Gest og fylgdi það sögunni að föngum á Litla Hrauni væri óheimill netaðgangur nema þá afar takmarkaður. Ekki er úr vegi að túlka þetta sem beina hótun, að ritstjórinn ætti að tempra fréttaflutninginn en Kristjón Kormákur vill ekki gera mikið úr þessu atviki.Svona lítur Sveinn Gestur út í dag gagnvart þeim sem heimsækja Facebooksíðu hans, en um er að ræða mynd af Kristjóni Kormáki sem ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson tók af ritstjóranum.„Sjálfur vil ég sem minnst úr því gera. Ég lít á þetta sem gráglettinn Litla-Hraunshúmor, í rauninni. En öðrum í kringum mig finnst þetta ekki þægilegt, en mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Ég held að þetta geri engum gagn, illt verra og endi í fjölmiðlum eins og er að gerast núna.“Þú túlkar þetta þá ekki sem hótun? „Nei, ég geri það ekki. Glasið er hálffullt hjá mér. Lít fyrst og fremst á þetta sem gráglettinn húmor. Getur verið að aðrir túlki þetta á annan hátt. En, það er ekki hægt að koma í veg fyrir að fjölmiðlar fjalli um þetta.“„DV með allt niðrum sig enn aðra ferðina“Kristjón segist hafa beðið blaðamann sinn um að hafa samband við lögfræðing Sveins til að taka stöðuna á málinu í Mosfellsdal. „Í kjölfarið gerðum við frétt þar sem við greindum frá þeim upplýsingum sem við höfðum um málið ásamt því að greina frá því að hreyfingar sem hefðu verið á Facebooksíðu Sveins. Að hann hefði skipt um prófæl-mynd og átt þar eitt eða tvö svör undir mynd,“ segir Kristjón í samtali við Vísi. Eftir að frétt DV fór í loftið er gerð athugasemd á síðu Sveins við fréttina en þar sem segir:„Já, þar segir að Sveinn hafi gefið vini sínum, einhverjum Gunna E., að gang að Facebook-síðu sinni til að svara skilaboðum. Mér fannst skylda mín að bæta því við fréttina. Í kjölfarið gerist það svo að það birtist allt í einu mynd af mér þarna,“ segir Kristjón Kormákur, heldur hlessa fremur en að um hann fari. Hann segist ekki vita hver Gunni E sé og ítrekar að hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessu. Og hann hefur ekki gripið til neinna ráðstafana, svo sem þeirra að hafa samband við lögreglu vegna málsins.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30
Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39