Rannsókn lögreglu á manndrápsmáli í Mosfellsdal lýkur fljótlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2017 20:58 Frá vettvangi í Mosfellsdal miðvikudagskvöldið 7. júní. Vísir Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. Von er á síðustu gögnunum í málinu á allra næstu dögum og er því gert ráð fyrir að skila málinu til héraðssaksóknara fljótlega sem ákveður hvort gefin verði út ákæra í málinu. Einn maður, Sveinn Gestur Tryggvason, situr í gæsluvarðhaldi grunaður um manndrápið en Arnar Jónsson Aspar lést eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Auk Sveins voru fimm einstaklingar handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að málinu en fjórum þeirra var sleppt úr haldi þann 15. júní. Þeim fimmta, Jóni Trausta Lútherssyni, var svo sleppt úr haldi þann 27. júní eftir að Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur úr gildi. Þremur dögum síðar var hann svo farinn úr landi en allir þeir sem handteknir voru í upphafi hafa enn stöðu sakbornings að sögn Ævars Pálma. Gæsluvarðhaldið yfir Sveini rennur út á föstudaginn í næstu viku. Ævar Pálmi segir að ekki liggi fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en hann telji þó líklegt að slík krafa verði lögð fram. Aðspurður segir Ævar Pálmi að Sveinn Gestur hafi ekki verið yfirheyrður frá því að hann var úrskurðaður síðast í gæsluvarðhald. Þá hafa engar aðrar yfirheyrslur farið fram í tengslum við málið. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Manndráp í Mosfellsdal: Telja atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra grunuðu í dag. 23. júní 2017 11:08 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. Von er á síðustu gögnunum í málinu á allra næstu dögum og er því gert ráð fyrir að skila málinu til héraðssaksóknara fljótlega sem ákveður hvort gefin verði út ákæra í málinu. Einn maður, Sveinn Gestur Tryggvason, situr í gæsluvarðhaldi grunaður um manndrápið en Arnar Jónsson Aspar lést eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Auk Sveins voru fimm einstaklingar handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að málinu en fjórum þeirra var sleppt úr haldi þann 15. júní. Þeim fimmta, Jóni Trausta Lútherssyni, var svo sleppt úr haldi þann 27. júní eftir að Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur úr gildi. Þremur dögum síðar var hann svo farinn úr landi en allir þeir sem handteknir voru í upphafi hafa enn stöðu sakbornings að sögn Ævars Pálma. Gæsluvarðhaldið yfir Sveini rennur út á föstudaginn í næstu viku. Ævar Pálmi segir að ekki liggi fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en hann telji þó líklegt að slík krafa verði lögð fram. Aðspurður segir Ævar Pálmi að Sveinn Gestur hafi ekki verið yfirheyrður frá því að hann var úrskurðaður síðast í gæsluvarðhald. Þá hafa engar aðrar yfirheyrslur farið fram í tengslum við málið.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Manndráp í Mosfellsdal: Telja atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra grunuðu í dag. 23. júní 2017 11:08 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39
Manndráp í Mosfellsdal: Telja atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra grunuðu í dag. 23. júní 2017 11:08