Svaraðu nú Benedikt Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson skrifar 13. júlí 2017 07:00 Opið bréf til Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra. Hæstvirtur ráðherra. Við sem þessi orð ritum rekum ferðaheildsölufyrirtæki í Þýskalandi sem sérhæfir sig í ferðum til Íslands og ferðaskrifstofu á Íslandi, sem skipuleggur bæði hóp- og einstaklingsferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Þessa dagana sitjum við við það verkefni að verðleggja þjónustu okkar fyrir árið 2018. Við erum frekar seint á ferðinni með þetta, höfum dregið þetta verkefni á langinn. Enda er það óvenju flókið og þó höfum við séð ýmislegt á þeim aldarfjórðungi sem við höfum starfað við þetta. Ástæðan fyrir því eru óvissuþættir í rekstrarumhverfinu sem við störfum í. Einkum og sér í lagi er þar um að ræða ofursterkt gengi krónunnar, sem þvingar okkur til að hækka verð á milli ára um tugi prósenta. En eins og það væri ekki nóg, þá hanga fyrirætlanir þínar og ríkisstjórnarinnar um að færa ferðaþjónustuna upp í efsta þrep virðisaukaskattsins þann 1. júlí 2018 eins og fallöxi yfir greininni. Hvað sem mönnum kann að finnast um þessa fyrirhuguðu hækkun, þá er það auðvitað óásættanlegt með öllu að ekki sé búið að útkljá þetta mál, nú þegar ferðaþjónustan þarf að ganga frá sínum samningum fyrir næsta ár. Við vitum ekki hvað þú þekkir vel til starfsumhverfis alþjóðlegrar ferðaþjónustu – en kaupin gerast þannig á eyrinni, að það þarf að fastsetja verð langt fram í tímann. Verðhækkunum vegna skattahækkana á einstökum áfangastöðum er samkvæmt evrópskum neytendaverndarlögum EKKI hægt að velta út í verðlag á alferðum eftir á. Enginn þingmaður eða ráðherra í ríkisstjórninni hefur tekið undir þessa hugmynd þína að hækka virðisaukaskattinn á miðju árinu 2018, þú ert einn eftir sem ekki hefur dregið í land í þessu máli. Nú þarft þú að svara okkur, svara okkur skýrt og þannig að við getum treyst orðum þínum.Höfundar eru eigendur Katla Travel og Katla DMI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Opið bréf til Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra. Hæstvirtur ráðherra. Við sem þessi orð ritum rekum ferðaheildsölufyrirtæki í Þýskalandi sem sérhæfir sig í ferðum til Íslands og ferðaskrifstofu á Íslandi, sem skipuleggur bæði hóp- og einstaklingsferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Þessa dagana sitjum við við það verkefni að verðleggja þjónustu okkar fyrir árið 2018. Við erum frekar seint á ferðinni með þetta, höfum dregið þetta verkefni á langinn. Enda er það óvenju flókið og þó höfum við séð ýmislegt á þeim aldarfjórðungi sem við höfum starfað við þetta. Ástæðan fyrir því eru óvissuþættir í rekstrarumhverfinu sem við störfum í. Einkum og sér í lagi er þar um að ræða ofursterkt gengi krónunnar, sem þvingar okkur til að hækka verð á milli ára um tugi prósenta. En eins og það væri ekki nóg, þá hanga fyrirætlanir þínar og ríkisstjórnarinnar um að færa ferðaþjónustuna upp í efsta þrep virðisaukaskattsins þann 1. júlí 2018 eins og fallöxi yfir greininni. Hvað sem mönnum kann að finnast um þessa fyrirhuguðu hækkun, þá er það auðvitað óásættanlegt með öllu að ekki sé búið að útkljá þetta mál, nú þegar ferðaþjónustan þarf að ganga frá sínum samningum fyrir næsta ár. Við vitum ekki hvað þú þekkir vel til starfsumhverfis alþjóðlegrar ferðaþjónustu – en kaupin gerast þannig á eyrinni, að það þarf að fastsetja verð langt fram í tímann. Verðhækkunum vegna skattahækkana á einstökum áfangastöðum er samkvæmt evrópskum neytendaverndarlögum EKKI hægt að velta út í verðlag á alferðum eftir á. Enginn þingmaður eða ráðherra í ríkisstjórninni hefur tekið undir þessa hugmynd þína að hækka virðisaukaskattinn á miðju árinu 2018, þú ert einn eftir sem ekki hefur dregið í land í þessu máli. Nú þarft þú að svara okkur, svara okkur skýrt og þannig að við getum treyst orðum þínum.Höfundar eru eigendur Katla Travel og Katla DMI.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun