Gera ráð fyrir að lægstu sektir fyrir umferðarlagabrot verði 20 þúsund krónur Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2017 18:07 Hækkunin fer úr 5 til tíu þúsund krónum í 20 þúsund krónur. vísir/andri marínó Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. Gert er ráð fyrir að lægstu sektir verði 20 þúsund krónur. Ef ökuskírteini gleymist verði sektin 10 þúsund krónur. Þá er einnig gert ráð fyrir að sektir fyrir mörg brot verði hæst 500 þúsund krónur. Það krefst breytinga á umferðarlögum sem nú gera ráð fyrir 300 þúsund krónum fyrir samanlagðar sektir. Núgildandi reglugerð, sem mun falla úr gildi samþykki ráðherra tillögur ríkissaksóknara að nýrri reglugerð, var sett árið 2006. Í tillögu að reglugerðinni má sjá að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar mun hækka í 40 þúsund krónur úr 5 þúsund krónum líkt og komið hefur fram í fréttum. Þá munu sektir fyrir óþarfa mengun frá vélknúnu ökutæki hækka í 20 þúsund krónur úr 10 þúsund krónum. Íslendingar munu líklega hugsa sig tvisvar um, ef ekki oftar, ætli þeir sér að bruna yfir á rauðu ljósi þar sem sektin mun, miðað við þessar tillögur, hækka úr 15 þúsundum í 30 þúsund krónur. Utanvegaakstur hækkar úr 5 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. Þá munu sektir einnig hækka í 20 þúsund krónur fyrir að aka ógætilega með þeim afleiðingum að aur slettist á vegfarendur, ef of stutt bil er á milli ökutækja í umferðinni, ef öryggisbelti er sleppt og ef farmur byrgir ökumanni útsýni. Þáverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, óskaði eftir tillögu ríkissaksóknara um sektir fyrir umferðarlagabrot í september 2016. Þar var sérstaklega lögð áhersla á notkun farsíma undir stýri án notkun handfrjáls búnaðar. Samgöngur Tengdar fréttir Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. Gert er ráð fyrir að lægstu sektir verði 20 þúsund krónur. Ef ökuskírteini gleymist verði sektin 10 þúsund krónur. Þá er einnig gert ráð fyrir að sektir fyrir mörg brot verði hæst 500 þúsund krónur. Það krefst breytinga á umferðarlögum sem nú gera ráð fyrir 300 þúsund krónum fyrir samanlagðar sektir. Núgildandi reglugerð, sem mun falla úr gildi samþykki ráðherra tillögur ríkissaksóknara að nýrri reglugerð, var sett árið 2006. Í tillögu að reglugerðinni má sjá að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar mun hækka í 40 þúsund krónur úr 5 þúsund krónum líkt og komið hefur fram í fréttum. Þá munu sektir fyrir óþarfa mengun frá vélknúnu ökutæki hækka í 20 þúsund krónur úr 10 þúsund krónum. Íslendingar munu líklega hugsa sig tvisvar um, ef ekki oftar, ætli þeir sér að bruna yfir á rauðu ljósi þar sem sektin mun, miðað við þessar tillögur, hækka úr 15 þúsundum í 30 þúsund krónur. Utanvegaakstur hækkar úr 5 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. Þá munu sektir einnig hækka í 20 þúsund krónur fyrir að aka ógætilega með þeim afleiðingum að aur slettist á vegfarendur, ef of stutt bil er á milli ökutækja í umferðinni, ef öryggisbelti er sleppt og ef farmur byrgir ökumanni útsýni. Þáverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, óskaði eftir tillögu ríkissaksóknara um sektir fyrir umferðarlagabrot í september 2016. Þar var sérstaklega lögð áhersla á notkun farsíma undir stýri án notkun handfrjáls búnaðar.
Samgöngur Tengdar fréttir Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30