Gunnar Nelson: Veit ekki mikið um Santiago Ponzinibbio Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. júlí 2017 13:00 Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. Bardaginn er fimm lotu aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi. Í Leiðinni að búrinu talar Gunnar um sinn síðasta bardaga gegn Alan Jouban í mars en þann bardaga sigraði Gunnar með hengingu í 2. lotu. „Það gefur svolítið að eyða aðeins meiri tíma í búrinu, þ.e.a.s. ef þú ert ekki að taka damage. Það er nátturulega ekkert vit í því að vera þarna inni að éta högg í þrjár lotur og læra ógeðslega mikið. En mér finnst ég hafa lært mikið af seinustu tveimur bardögum, svolítið svona að pace-a sig rétt og vera svona aðeins taktískari við að ná finishinu,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hann vilji ekkert vera að flýta sér við að klára bardagann. Hann vill taka sér tíma í að finna leið til að króa andstæðinginn af og leggja gildrur. „Ég er með það svona í hausnum að ég er með eitthvað smá markmið, eitthvað til að vinna að. Eitthvað sem tengist hvernig hann berst, hvernig orkan er, hvernig bardaginn er að þróast og hvernig ég sé fyrir mér að mig langi til að ýta honum í horn.“ Gunnar segist ekki vita mikið um Santiago annað en að Argentínumaðurinn kýs að halda bardaganum standandi. „Nei ég veit ekki mikið um Santiago. Ég hafði ekkert séð af honum, gæti verið að ég hafi séð hann berjast en ekki fattað það. Ég horfi ekkert brjálæðislega mikið á MMA ef ég á að segja eins og er. En jújú hef séð hann berjast núna nátturulega, hann lítur vel út.“ „Ég einhvern veginn sé þetta meira bara út frá því hvað ég ætla mér að gera. Ég fer þarna inn og með mitt plan. Ég veit eiginlega ekkert veikleikana hans, ég hef aldrei farið á móti honum. En eins og ég sagði, þá virðist hann vilja vera standandi og slugga svolítið.“ Santiago Ponzinibbio er í 14. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og fær stórt tækifæri til að koma sér ofar á listann með sigri á Gunnari. Okkar maður gæti náð sínum þriðja sigri í röð takist honum að leggja Argentínumanninn að velli. Leiðin að búrinu myndbandið má sjá á vef MMA Frétta hér. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn en bein útsending hefst kl 19. MMA Tengdar fréttir Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30 Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00 Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. Bardaginn er fimm lotu aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi. Í Leiðinni að búrinu talar Gunnar um sinn síðasta bardaga gegn Alan Jouban í mars en þann bardaga sigraði Gunnar með hengingu í 2. lotu. „Það gefur svolítið að eyða aðeins meiri tíma í búrinu, þ.e.a.s. ef þú ert ekki að taka damage. Það er nátturulega ekkert vit í því að vera þarna inni að éta högg í þrjár lotur og læra ógeðslega mikið. En mér finnst ég hafa lært mikið af seinustu tveimur bardögum, svolítið svona að pace-a sig rétt og vera svona aðeins taktískari við að ná finishinu,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hann vilji ekkert vera að flýta sér við að klára bardagann. Hann vill taka sér tíma í að finna leið til að króa andstæðinginn af og leggja gildrur. „Ég er með það svona í hausnum að ég er með eitthvað smá markmið, eitthvað til að vinna að. Eitthvað sem tengist hvernig hann berst, hvernig orkan er, hvernig bardaginn er að þróast og hvernig ég sé fyrir mér að mig langi til að ýta honum í horn.“ Gunnar segist ekki vita mikið um Santiago annað en að Argentínumaðurinn kýs að halda bardaganum standandi. „Nei ég veit ekki mikið um Santiago. Ég hafði ekkert séð af honum, gæti verið að ég hafi séð hann berjast en ekki fattað það. Ég horfi ekkert brjálæðislega mikið á MMA ef ég á að segja eins og er. En jújú hef séð hann berjast núna nátturulega, hann lítur vel út.“ „Ég einhvern veginn sé þetta meira bara út frá því hvað ég ætla mér að gera. Ég fer þarna inn og með mitt plan. Ég veit eiginlega ekkert veikleikana hans, ég hef aldrei farið á móti honum. En eins og ég sagði, þá virðist hann vilja vera standandi og slugga svolítið.“ Santiago Ponzinibbio er í 14. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og fær stórt tækifæri til að koma sér ofar á listann með sigri á Gunnari. Okkar maður gæti náð sínum þriðja sigri í röð takist honum að leggja Argentínumanninn að velli. Leiðin að búrinu myndbandið má sjá á vef MMA Frétta hér. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn en bein útsending hefst kl 19.
MMA Tengdar fréttir Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30 Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00 Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30
Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00
Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30