Lífið

Blokk 925: Stelpurnar steyptu náttborð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg hönnun.
Skemmtileg hönnun.
Framkvæmdir eru komnar á fullt í Blokk 925 og í gær tóku teymin fyrir svefnherbergin.

Um er að ræða nýjan þátt á Stöð 2 og er hann í umsjón Sindra Sindrasonar en þátturinn ber nafnið Blokk 925.

Í þáttunum verður fylgst með tveimur vinateymum taka hvort sína íbúðina á Ásbrú í gegn. Markmiðið er að sýna hvernig hægt sé að eignast sitt eigið heimili án þess að borga mörg hundruð þúsund krónur fyrir fermetrann.

Teymin tvö sem gera íbúðirnar upp hafa það að markmiði að finna ódýrar og sniðugar lausnir. Þetta eru 80 fermetra t-laga íbúðir með gluggum á einni hlið.

Stelpurnar Alexandra Hlíf Jónsdóttir og Guðrún Ýr Bjarnadóttir sýndu hvernig hægt sé að gera náttborð úr steypu og kom það einstaklega smekklega út eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Fermetrar þurfa ekki að vera fokdýrir

Sindri Sindrason vonast til að nýjasti þátturinn sem hann stýrir, Blokk 925, muni veita fólki innblástur og minna á að það er hægt að kaupa fasteign án þess að borga hátt í milljón fyrir fermetrann.

Blokk 925: Strákarnir í bölvuðu veseni

Í öllum verkefnum komum upp vandamál þegar maður er að taka íbúð sína í gegn. Eitt slíkt vandamál er komið upp í strákateyminu í þáttunum Blokk 925 á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.