Öryrkjar eru ekki óþokkar Ívar Halldórsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Ég þekki ekki marga sem hafa verið skilgreindir sem öryrkjar, sem eru sáttir við nafnbótina. Raunar þekki ég engan þannig. Ekki margir vita nákvæmlega hvað orðið „öryrki“ þýðir. Í slangurorðabókinni er öryrki skilgreindur sem maður sem fljótur er að yrkja ljóð. Ef þetta væri hin rétta og raunverulega skilgreining hugtaksins, áliti maður hugsanlega talsverðan heiður að kallast öryrki. En það er lítill heiður sem felst í því að vera kallaður öryrki í dag. Ég veit af eigin raun að fyrir marga er álíka erfitt að segjast vera öryrki eins og að segjast vera með kynsjúkdóm. Ef ég skil þetta rétt táknar orðið „öryrki“ manneskju sem yrkir/vinnur ekki mikið (sbr. að yrkja akur) sökum hamlandi ástands líkama eða sálar – oft þá vegna slyss, veikinda eða áfalls. Bragur orðsins er að mínu mati neikvæður þar sem áherslan er fyrst og fremst lögð á það sem einstaklingurinn getur ekki gert. Í hvert sinn sem einstaklingur með takmarkaða starfsgetu segir að hann sé öryrki, er hann í raun og veru að segja að hann geti lítið lagt af mörkum. „Ég er öryrki – það eru ekki mikil not af mér.“ Það er lítil hvatning í slíkum titli. Betra væri að taka bara trygginga-lingóið á þetta og skilgreina þá sem skerta starfsorku hafa, sem tjónþola í endurhæfingu. Staðreyndin er því miður sú að kerfið hefur króað tjónþola (öryrkja) af í fjarlægi horni samfélagsins, og telur sig hjartagott þegar það hendir í þá brauðskorpum. Á meðan fá þeir sem heppnari eru, og þurfa ekki að upplifa alvarleg slys, veikindi eða áföll feita „kjúklingasamloku með hunangssósu.“ Einstaklingar sem þurfa að viðurkenna örorku eftir að hafa gengið í gegnum slys, hrörnun eða andlegt áfall, upplifa margir því miður útlegð frá samfélagi því sem þeir hafa þó samviskusamlega tekið þátt í að byggja upp og notið þess að vera virkur hluti af. Kerfið okkar virðist meira að segja tryggja að fórnarlömb áfalla sem draga til örorku fái sem minnstan framfærslueyrir. Eins og að eitt áfall sé ekki nóg! Fyrir þetta fólk er nú annað hvort að naga brauðskorpur í boði ríkisins eða fara út á vinnumarkaðinn með fötlun sína sem frískir einstaklingar væru. Mér ofbauð þegar ég heyrði eldri hjón á bótum segja mér að þau gætu ekki selt sumarbústaðinn sinn vegna þess að þá misstu þau bæturnar sínar. Þau verða sem sagt fyrst að “éta” upp bústaðinn sem þau eru löngu búin að borga fyrir áður en þau fá bætur á ný! Ekki missi ég laun þótt ég selji húsið mitt. Þetta er ósanngjarnt! Staðreyndin er þó sú að þetta fólk hefur í raun ekkert val. Fatlað fólk á mjög erfitt með að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. Þessir einstaklingar standa ekki jafnfætis heilbrigðum umsækjendum. Þetta ágæta fólk þarf sárlega á aðstoð og uppörvun að halda frá kerfi því sem á að annast það á ögurstundu. En í stað stuðnings og hvatningar týnist það í útjaðri atvinnulífsins þar sem það upplifir reglulega tortryggni og efasemdir opinberra starfsmanna í sinn garð. Það er þetta þögla en undirliggjandi vantraust til öryrkja sem bergmálar um allt; vítt og breitt í samfélagi okkar. Kerfið okkar hefur áorkað að mála vafasama mynd af öryrkjum og í kjölfarið eru þeir af of mörgum álitnir tortryggilegir og óheiðarlegir einstaklingar. Aðgerðir yfirvalda virðast fyrst og fremst hafa það að marki að fyrirbyggja að öryrkjar geti svindlað á kerfinu eða misnotað það. Þetta hefur þróast þannig að í huga margra eru tjónþolar ekkert nema óheiðarlegir tækifærissinnar sem ekki nenna að vinna – vilja bara sleikja ríkisspenann á kostnað hinna heilbrigðu og harðduglegu. Það virðist vera meira eftirlit með öryrkjum en siðspilltum viðskiptavíkingum sem komast upp með að ræna úr ríkiskössum og bankahólfum um hábjartan dag og njóta svo þar að auki hárra bónusa fyrir að “vinna vinnuna sína.” Kerfið okkar virðist því miður ekki vinna í þágu þeirra sem minna mega sín. Kerfið er letjandi – alls ekki hvetjandi. Ég þekki góða Íslendinga sem myndu ekkert frekar vilja, en að geta stundað áfram þá vinnu sem þeir þurftu að yfirgefa skyndilega vegna slyss, veikinda eða verulegra áfalla. Þessir einstaklingar verða að bíta í gallsúrt eplið og þiggja skammarlega lágar örorkubætur, þar til að það vonandi kemur einhvern veginn undir sig fótunum á ný. Á meðan þetta fólk veður á móti vindi, gegnum víti og voða til að ná aftur fullri starfsorku með aðstoð þeirra lúsarlauna sem ríkið greiðir með semingi, standa kærulausir og vel launaðir ráðamenn hjá og drepa tittlinga. Kerfið þarf að leggja sig fram um að finna leiðir til að hjálpa heiðarlegu og duglegu fólki sem lent hefur í áföllum, að fikra sig aftur inn á fyrra eða sambærilegt starfssvið, á þeim hraða sem það sjálft ræður við. Ég veit t.d. um sjúkraliða sem hefur þurft að horfast í augu við örorku, á sína góðu og slæmu daga, eftir að glíma hófst við ákveðinn sjúkdóm. Hann vildi gjarna starfa við aðhlynningu sjúkra á sínum góðu dögum; lyfta upp eigin sál og finna sig hluta af samfélagi sem ætti að standa saman um jafnrétti og jafna möguleika allra landsmanna. Að fá tækifæri til að sanna sig og taka þátt í atvinnulífinu eftir bestu getu hvetur fólk til dáða og hjálpar því að sigrast á risunum sem á vegi þess verða á lífsleiðinni. Hvatning er ekki síður nauðsynleg öryrkjum en íþróttafólki. Árangur næst þegar traust, stuðningur, samstaða og hvatning er fyrir hendi. En það stendur tjónþolum víst ekki almennt til boða að þiggja bætur og stunda vinnu á sama tíma. Það stendur ekki til boða að fikra sig jafnt og þétt inn á vinnumarkaðinn og um leið efla sjálfstraust og hugsanlega sniðganga óþarfa og alvarlegt þunglyndi. Vinnuframlag virðist almennt ekki vera skilgreint sem nauðsynlegur þáttur í bataferli tjónþola. „Já, annað hvort hangir þetta fólk bara á rassinum heima hjá sér eða hunskast til að vinna eins og við hin!“, er hins vegar því miður viðhorf allt of margra í dag. Þeir sem hanna kerfið virðast ekki átta sig á að kerfið sem á að hlúa að þeim sem lenda í alvarlegum áföllum, er að beina góðum samfélagsþegnum inn á braut sem liggur inn í dimman dal vonleysis og þunglyndis. Á þessari braut reynist bataferlið lengra, erfiðara og óyfirstíganlegra. Kerfið bægslast við að spara peninga á einum endanum með því að fyrirbyggja örorkusvik “óheiðarlegra öryrkja”, en situr svo í staðinn uppi með gífurlegan kostnað vegna einstaklinga sem glíma við alvarlega geðsjúkdóma, sjálfsvígshugsanir og þunglyndi í kjölfar þeirra þrenginga sem umönnunarkerfið sjálft skapar með afskiptaleysi sínu. Þegar ég fletti í gegnum Tekjublað Frjálsrar Verslunar þar sem tekjur rúmlega 3.725 Íslendinga víðs vegar af landinu voru opinberaðar sá ég ekki neins staðar flokk yfir öryrkja. Ég hefði gjarnan viljað sjá tekjur tjónþola bornar saman við laun forstjóra, fjölmiðlamanna, verslunarmanna og ýmissa annara launþega úr atvinnulífinu. Auðvitað hefði það verið hálf vandræðalegt – en ekki má gleyma því að öryrkjar landsins voru forstjórar, fjölmiðlamenn og verslunarmenn sem myndu sárlega vilja nota hæfileika sína áfram, í stað þess að sitja bótabundnir í báða skó heima. Þetta fólk stendur jafnvel frammi fyrir því að þurfa mitt í ólgusjó örorkunnar, að fjármagna fjölskyldureksturinn með aðeins fjórðung þeirra launa sem það var með fyrir hið ófyrirséða áfall. Ég hef ætíð sagt börnunum mínum að svo lengi sem þau geri sitt besta í þeim aðstæðum sem þau lenda í á lífsleiðinni, verði ég alltaf sáttur við útkomuna – hversu góð eða slæm sem hún svo raunverulega reynist vera. Mér finnst rétt að öryrkjar fái sömu tækifæri og allir aðrir til að standa sig. Það á aldrei að finnast að því sé refsað fyrir örorku sína, eða fyrir að gera sitt besta fyrir samfélagið. Öryrkjar eru tjónþolar sem þurfa á mun meiri hjálp og skilningi að halda en þeir fá í dag. Öryrkjar eru tjónþolar sem þurfa tækifæri til að feta sig örugglega aftur inn á braut atvinnulífsins. Öryrkjar eru tjónþolar sem verðskulda virðingu okkar í verki. Öryrkjar eru ekki óþokkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Ég þekki ekki marga sem hafa verið skilgreindir sem öryrkjar, sem eru sáttir við nafnbótina. Raunar þekki ég engan þannig. Ekki margir vita nákvæmlega hvað orðið „öryrki“ þýðir. Í slangurorðabókinni er öryrki skilgreindur sem maður sem fljótur er að yrkja ljóð. Ef þetta væri hin rétta og raunverulega skilgreining hugtaksins, áliti maður hugsanlega talsverðan heiður að kallast öryrki. En það er lítill heiður sem felst í því að vera kallaður öryrki í dag. Ég veit af eigin raun að fyrir marga er álíka erfitt að segjast vera öryrki eins og að segjast vera með kynsjúkdóm. Ef ég skil þetta rétt táknar orðið „öryrki“ manneskju sem yrkir/vinnur ekki mikið (sbr. að yrkja akur) sökum hamlandi ástands líkama eða sálar – oft þá vegna slyss, veikinda eða áfalls. Bragur orðsins er að mínu mati neikvæður þar sem áherslan er fyrst og fremst lögð á það sem einstaklingurinn getur ekki gert. Í hvert sinn sem einstaklingur með takmarkaða starfsgetu segir að hann sé öryrki, er hann í raun og veru að segja að hann geti lítið lagt af mörkum. „Ég er öryrki – það eru ekki mikil not af mér.“ Það er lítil hvatning í slíkum titli. Betra væri að taka bara trygginga-lingóið á þetta og skilgreina þá sem skerta starfsorku hafa, sem tjónþola í endurhæfingu. Staðreyndin er því miður sú að kerfið hefur króað tjónþola (öryrkja) af í fjarlægi horni samfélagsins, og telur sig hjartagott þegar það hendir í þá brauðskorpum. Á meðan fá þeir sem heppnari eru, og þurfa ekki að upplifa alvarleg slys, veikindi eða áföll feita „kjúklingasamloku með hunangssósu.“ Einstaklingar sem þurfa að viðurkenna örorku eftir að hafa gengið í gegnum slys, hrörnun eða andlegt áfall, upplifa margir því miður útlegð frá samfélagi því sem þeir hafa þó samviskusamlega tekið þátt í að byggja upp og notið þess að vera virkur hluti af. Kerfið okkar virðist meira að segja tryggja að fórnarlömb áfalla sem draga til örorku fái sem minnstan framfærslueyrir. Eins og að eitt áfall sé ekki nóg! Fyrir þetta fólk er nú annað hvort að naga brauðskorpur í boði ríkisins eða fara út á vinnumarkaðinn með fötlun sína sem frískir einstaklingar væru. Mér ofbauð þegar ég heyrði eldri hjón á bótum segja mér að þau gætu ekki selt sumarbústaðinn sinn vegna þess að þá misstu þau bæturnar sínar. Þau verða sem sagt fyrst að “éta” upp bústaðinn sem þau eru löngu búin að borga fyrir áður en þau fá bætur á ný! Ekki missi ég laun þótt ég selji húsið mitt. Þetta er ósanngjarnt! Staðreyndin er þó sú að þetta fólk hefur í raun ekkert val. Fatlað fólk á mjög erfitt með að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. Þessir einstaklingar standa ekki jafnfætis heilbrigðum umsækjendum. Þetta ágæta fólk þarf sárlega á aðstoð og uppörvun að halda frá kerfi því sem á að annast það á ögurstundu. En í stað stuðnings og hvatningar týnist það í útjaðri atvinnulífsins þar sem það upplifir reglulega tortryggni og efasemdir opinberra starfsmanna í sinn garð. Það er þetta þögla en undirliggjandi vantraust til öryrkja sem bergmálar um allt; vítt og breitt í samfélagi okkar. Kerfið okkar hefur áorkað að mála vafasama mynd af öryrkjum og í kjölfarið eru þeir af of mörgum álitnir tortryggilegir og óheiðarlegir einstaklingar. Aðgerðir yfirvalda virðast fyrst og fremst hafa það að marki að fyrirbyggja að öryrkjar geti svindlað á kerfinu eða misnotað það. Þetta hefur þróast þannig að í huga margra eru tjónþolar ekkert nema óheiðarlegir tækifærissinnar sem ekki nenna að vinna – vilja bara sleikja ríkisspenann á kostnað hinna heilbrigðu og harðduglegu. Það virðist vera meira eftirlit með öryrkjum en siðspilltum viðskiptavíkingum sem komast upp með að ræna úr ríkiskössum og bankahólfum um hábjartan dag og njóta svo þar að auki hárra bónusa fyrir að “vinna vinnuna sína.” Kerfið okkar virðist því miður ekki vinna í þágu þeirra sem minna mega sín. Kerfið er letjandi – alls ekki hvetjandi. Ég þekki góða Íslendinga sem myndu ekkert frekar vilja, en að geta stundað áfram þá vinnu sem þeir þurftu að yfirgefa skyndilega vegna slyss, veikinda eða verulegra áfalla. Þessir einstaklingar verða að bíta í gallsúrt eplið og þiggja skammarlega lágar örorkubætur, þar til að það vonandi kemur einhvern veginn undir sig fótunum á ný. Á meðan þetta fólk veður á móti vindi, gegnum víti og voða til að ná aftur fullri starfsorku með aðstoð þeirra lúsarlauna sem ríkið greiðir með semingi, standa kærulausir og vel launaðir ráðamenn hjá og drepa tittlinga. Kerfið þarf að leggja sig fram um að finna leiðir til að hjálpa heiðarlegu og duglegu fólki sem lent hefur í áföllum, að fikra sig aftur inn á fyrra eða sambærilegt starfssvið, á þeim hraða sem það sjálft ræður við. Ég veit t.d. um sjúkraliða sem hefur þurft að horfast í augu við örorku, á sína góðu og slæmu daga, eftir að glíma hófst við ákveðinn sjúkdóm. Hann vildi gjarna starfa við aðhlynningu sjúkra á sínum góðu dögum; lyfta upp eigin sál og finna sig hluta af samfélagi sem ætti að standa saman um jafnrétti og jafna möguleika allra landsmanna. Að fá tækifæri til að sanna sig og taka þátt í atvinnulífinu eftir bestu getu hvetur fólk til dáða og hjálpar því að sigrast á risunum sem á vegi þess verða á lífsleiðinni. Hvatning er ekki síður nauðsynleg öryrkjum en íþróttafólki. Árangur næst þegar traust, stuðningur, samstaða og hvatning er fyrir hendi. En það stendur tjónþolum víst ekki almennt til boða að þiggja bætur og stunda vinnu á sama tíma. Það stendur ekki til boða að fikra sig jafnt og þétt inn á vinnumarkaðinn og um leið efla sjálfstraust og hugsanlega sniðganga óþarfa og alvarlegt þunglyndi. Vinnuframlag virðist almennt ekki vera skilgreint sem nauðsynlegur þáttur í bataferli tjónþola. „Já, annað hvort hangir þetta fólk bara á rassinum heima hjá sér eða hunskast til að vinna eins og við hin!“, er hins vegar því miður viðhorf allt of margra í dag. Þeir sem hanna kerfið virðast ekki átta sig á að kerfið sem á að hlúa að þeim sem lenda í alvarlegum áföllum, er að beina góðum samfélagsþegnum inn á braut sem liggur inn í dimman dal vonleysis og þunglyndis. Á þessari braut reynist bataferlið lengra, erfiðara og óyfirstíganlegra. Kerfið bægslast við að spara peninga á einum endanum með því að fyrirbyggja örorkusvik “óheiðarlegra öryrkja”, en situr svo í staðinn uppi með gífurlegan kostnað vegna einstaklinga sem glíma við alvarlega geðsjúkdóma, sjálfsvígshugsanir og þunglyndi í kjölfar þeirra þrenginga sem umönnunarkerfið sjálft skapar með afskiptaleysi sínu. Þegar ég fletti í gegnum Tekjublað Frjálsrar Verslunar þar sem tekjur rúmlega 3.725 Íslendinga víðs vegar af landinu voru opinberaðar sá ég ekki neins staðar flokk yfir öryrkja. Ég hefði gjarnan viljað sjá tekjur tjónþola bornar saman við laun forstjóra, fjölmiðlamanna, verslunarmanna og ýmissa annara launþega úr atvinnulífinu. Auðvitað hefði það verið hálf vandræðalegt – en ekki má gleyma því að öryrkjar landsins voru forstjórar, fjölmiðlamenn og verslunarmenn sem myndu sárlega vilja nota hæfileika sína áfram, í stað þess að sitja bótabundnir í báða skó heima. Þetta fólk stendur jafnvel frammi fyrir því að þurfa mitt í ólgusjó örorkunnar, að fjármagna fjölskyldureksturinn með aðeins fjórðung þeirra launa sem það var með fyrir hið ófyrirséða áfall. Ég hef ætíð sagt börnunum mínum að svo lengi sem þau geri sitt besta í þeim aðstæðum sem þau lenda í á lífsleiðinni, verði ég alltaf sáttur við útkomuna – hversu góð eða slæm sem hún svo raunverulega reynist vera. Mér finnst rétt að öryrkjar fái sömu tækifæri og allir aðrir til að standa sig. Það á aldrei að finnast að því sé refsað fyrir örorku sína, eða fyrir að gera sitt besta fyrir samfélagið. Öryrkjar eru tjónþolar sem þurfa á mun meiri hjálp og skilningi að halda en þeir fá í dag. Öryrkjar eru tjónþolar sem þurfa tækifæri til að feta sig örugglega aftur inn á braut atvinnulífsins. Öryrkjar eru tjónþolar sem verðskulda virðingu okkar í verki. Öryrkjar eru ekki óþokkar!
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun