Fundurinn fer fram á heimavelli LA Lakers, Staples Center, og er búist við miklum fjölda áhorfenda til þess að horfa á kappana rífa kjaft.
Þeir munu svo ferðast víða á næstu dögum. Á miðvikudaginn verða þeir í Toronto, New York bíður á fimmtudaginn og svo London á föstudaginn.
Dana White, forseti UFC, birti mynd á Twitter í morgun af honum og Conor en þeir voru þá nýlentir í LA en komu þó í sitt hvorri einkaþotunni.
Bardagi kappanna fer svo fram í Las Vegas þann 26. ágúst.
Got off the plane in LA & @TheNotoriousMMA is getting off his plane. Here we go!#MayweatherMcGregor @ZettaJet #WorldTour @FloydMayweather pic.twitter.com/3kVa0Tt505
— Dana White (@danawhite) July 10, 2017