Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss hækkað í gult stig Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. júlí 2017 21:06 Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var hækkað í gult stig í morgun, eftir að Jökulhlaup hófst í Múlakvísl seint í gærkvöldi. Hlaupið náði svo hámarki í dag, en áfram verður fylgst með svæðinu. Mönnum er efst í huga hamfaraflóðin sem áttu sér stað í Múlakvísl árið 2011 og viðbragðsaðilar voru viðbúnir ef það skyldi gerast aftur. Líkindi voru með hlaupinu í dag og hlaupinu þá. Rafleiðni í Múlakvísl hefur verið að aukast jafnt og þétt frá því að skjálfti varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í vikunni. Hann mældist 4,5 í stærð. Í gærkvöldi tók rafleiðnin kipp og snemma í morgun var komið það mikið jarðhitavatn í ánna að Veðurstofan og Almannavarnir hækkuðu viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss upp í gult og tilkynntu að jökulhlaup væri hafið. Tveir jarðskjálftar urðu norðarlega í Kötluöskjunni rétt eftir miðnætti og voru þeir að stærðinni 2,5 og þrír. Frá því að rafleiðnin náði toppi í morgun, hefur hún verið að síga hægt niður aftur og vatnshæð hefur einnig minnkað. Liturinn í ánni hefur verið dökkur sem segir að töluverð drulla er að skila sér úr jöklinum. Þó nokkur fjöldi ferðamanna er á svæðinu og það voru margir í Þakgili í nótt. Að sögn þeirra sem fréttastofa ræddi við var varla vært út sökum brennisteinslyktar. Veðurstofan varaði í dag fólk við því að vera nærri ánni vegna mengunar.Sjá einnig: Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinuVegagerðin og lögreglan hafa vaktað ánna frá því í gærkvöldi og stóðu sjónpóst á brúnni austan við Vík. Brúin er nýleg og á að standa jökulhlaup en árið 2011 sópaðist gamla brúin í burtu. Nú er vegurinn hannaður svo vatn flæði yfir hann til að hlífa brúnni. Ekkert sig hefur mælst í jöklinum en flogið var yfir svæðið í morgun. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í dag vegna hlaupsins og um miðjan dag kom tilkynning um að hlaupið hefði náð hámarki. Áfram verður fylgst með svæðinu. Enn er fólk beðið um að fara varlega á þessum slóðum. Þá barst Lögreglunni á Suðurlandi tilkynning ofan af Sólheimajökli í dag frá leiðsögumönnum. Þar var tilkynnt um brennisteinslykt, sérkennileg hljóð og vatn á stöðum þar sem það á ekki að vera. Hins vegar hafi komið í ljós að ekkert óvenjulegt væri að gerast. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að brugðist hafi verið við því með að hafa samband við ferðaþjónustuaðila. Þeir fóru allir með sína hópa af jöklinum. Ástandinu hafi svo verið aflétt þegar í ljós kom að ekkert óeðlilegt væri á seiði. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var hækkað í gult stig í morgun, eftir að Jökulhlaup hófst í Múlakvísl seint í gærkvöldi. Hlaupið náði svo hámarki í dag, en áfram verður fylgst með svæðinu. Mönnum er efst í huga hamfaraflóðin sem áttu sér stað í Múlakvísl árið 2011 og viðbragðsaðilar voru viðbúnir ef það skyldi gerast aftur. Líkindi voru með hlaupinu í dag og hlaupinu þá. Rafleiðni í Múlakvísl hefur verið að aukast jafnt og þétt frá því að skjálfti varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í vikunni. Hann mældist 4,5 í stærð. Í gærkvöldi tók rafleiðnin kipp og snemma í morgun var komið það mikið jarðhitavatn í ánna að Veðurstofan og Almannavarnir hækkuðu viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss upp í gult og tilkynntu að jökulhlaup væri hafið. Tveir jarðskjálftar urðu norðarlega í Kötluöskjunni rétt eftir miðnætti og voru þeir að stærðinni 2,5 og þrír. Frá því að rafleiðnin náði toppi í morgun, hefur hún verið að síga hægt niður aftur og vatnshæð hefur einnig minnkað. Liturinn í ánni hefur verið dökkur sem segir að töluverð drulla er að skila sér úr jöklinum. Þó nokkur fjöldi ferðamanna er á svæðinu og það voru margir í Þakgili í nótt. Að sögn þeirra sem fréttastofa ræddi við var varla vært út sökum brennisteinslyktar. Veðurstofan varaði í dag fólk við því að vera nærri ánni vegna mengunar.Sjá einnig: Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinuVegagerðin og lögreglan hafa vaktað ánna frá því í gærkvöldi og stóðu sjónpóst á brúnni austan við Vík. Brúin er nýleg og á að standa jökulhlaup en árið 2011 sópaðist gamla brúin í burtu. Nú er vegurinn hannaður svo vatn flæði yfir hann til að hlífa brúnni. Ekkert sig hefur mælst í jöklinum en flogið var yfir svæðið í morgun. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í dag vegna hlaupsins og um miðjan dag kom tilkynning um að hlaupið hefði náð hámarki. Áfram verður fylgst með svæðinu. Enn er fólk beðið um að fara varlega á þessum slóðum. Þá barst Lögreglunni á Suðurlandi tilkynning ofan af Sólheimajökli í dag frá leiðsögumönnum. Þar var tilkynnt um brennisteinslykt, sérkennileg hljóð og vatn á stöðum þar sem það á ekki að vera. Hins vegar hafi komið í ljós að ekkert óvenjulegt væri að gerast. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að brugðist hafi verið við því með að hafa samband við ferðaþjónustuaðila. Þeir fóru allir með sína hópa af jöklinum. Ástandinu hafi svo verið aflétt þegar í ljós kom að ekkert óeðlilegt væri á seiði.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira