Kvaddi Skota með sigri eftir tólf ár sem landsliðsþjálfari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2017 13:45 Signeul hughreystir hér Vaila Barsley sem var svekkt eftir að Skotar féllu úr leik á EM í Hollandi þrátt fyrir sigur í gær. Vísir/Getty Anna Signeul stýrði skoska landsliðinu í síðasta sinn í gær er liðið vann 1-0 sigur á Spáni á EM kvenna í Hollandi. Þrátt fyrir frækinn sigur, þann fyrsta hjá Skotum á stórmóti, dugði það ekki til að komast áfram í 8-liða úrslitin. Spánverjar komust áfram á markatölu í innbyrðisviðureignum sínum við Skotland og Portúgal, sem tapaði fyrir Englandi á sama tíma í gær. Englendingar fengu fullt hús stiga í riðlinum og rúlluðu yfir Skota, 6-0, í fyrsta leik riðilsins en Skotar töpuðu svo næsta leik fyrir Portúgal, 2-1. Hin sænska Signeul hefur verið lykilmaður í uppgangi skoskrar kvennaknattspyrnu en hún tók við landsliðinu árið 2005. Undir hennar stjórn vann liðið sig upp styrkleikalista FIFA og komst að lokum inn á sitt fyrsta stórmót þegar það tryggði sér farseðilinn til Hollands. „Leikmenn spiluðu frábærlega í gær og hugarfar þeirra er það besta sem ég hef séð,“ sagði Signeul við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég er svo stolt af þeim. Við áttum ekki skilið að fara heim.“ Ísland og Skotland voru saman í riðli í undankeppni EM en okkar konur unnu fyrstu níu leiki sína í undankeppninni, þar af 4-0 gegn Skotum ytra, en töpuðu svo fyrir þeim á Laugardalsvelli í lokaleik riðilsins þegar Ísland var þegar komið á EM. Liðin enduðu jöfn að stigum en Ísland vann riðiilnn á betri markatölu. Þrátt fyrir skellinn í fyrsta leiknum í Hollandi náðu Skotar að sýna sitt rétta andlit. „Ef að fólk hélt eftir fyrstu tvo leikina að Skotland væri ekki með gott lið þá veit það núna fyrir hvað við stöndum.“ „Við leggjum allt í sölurnar en spilum líka góðan fótbolta. Við erum tæknilega góðar og líkamlega sterkar. Ég er algjörlega sannfærð um að þetta lið haldi áfram og komist inn á HM 2019.“ Signeul mun nú taka við landsliði Finnlands frá og með haustinu. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira
Anna Signeul stýrði skoska landsliðinu í síðasta sinn í gær er liðið vann 1-0 sigur á Spáni á EM kvenna í Hollandi. Þrátt fyrir frækinn sigur, þann fyrsta hjá Skotum á stórmóti, dugði það ekki til að komast áfram í 8-liða úrslitin. Spánverjar komust áfram á markatölu í innbyrðisviðureignum sínum við Skotland og Portúgal, sem tapaði fyrir Englandi á sama tíma í gær. Englendingar fengu fullt hús stiga í riðlinum og rúlluðu yfir Skota, 6-0, í fyrsta leik riðilsins en Skotar töpuðu svo næsta leik fyrir Portúgal, 2-1. Hin sænska Signeul hefur verið lykilmaður í uppgangi skoskrar kvennaknattspyrnu en hún tók við landsliðinu árið 2005. Undir hennar stjórn vann liðið sig upp styrkleikalista FIFA og komst að lokum inn á sitt fyrsta stórmót þegar það tryggði sér farseðilinn til Hollands. „Leikmenn spiluðu frábærlega í gær og hugarfar þeirra er það besta sem ég hef séð,“ sagði Signeul við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég er svo stolt af þeim. Við áttum ekki skilið að fara heim.“ Ísland og Skotland voru saman í riðli í undankeppni EM en okkar konur unnu fyrstu níu leiki sína í undankeppninni, þar af 4-0 gegn Skotum ytra, en töpuðu svo fyrir þeim á Laugardalsvelli í lokaleik riðilsins þegar Ísland var þegar komið á EM. Liðin enduðu jöfn að stigum en Ísland vann riðiilnn á betri markatölu. Þrátt fyrir skellinn í fyrsta leiknum í Hollandi náðu Skotar að sýna sitt rétta andlit. „Ef að fólk hélt eftir fyrstu tvo leikina að Skotland væri ekki með gott lið þá veit það núna fyrir hvað við stöndum.“ „Við leggjum allt í sölurnar en spilum líka góðan fótbolta. Við erum tæknilega góðar og líkamlega sterkar. Ég er algjörlega sannfærð um að þetta lið haldi áfram og komist inn á HM 2019.“ Signeul mun nú taka við landsliði Finnlands frá og með haustinu.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira
England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30