Norðmenn skilja ekkert í því hvað varð um besta leikmann Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2017 10:30 Ada Hegerberg náði ekki að sýna sitt á EM. Vísir/Getty Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg stóð síðasta haust við hlið Cristiano Ronaldo upp á sviði í Mónakó þar sem þau tóku bæði við verðlaunum sem besta knattspyrnufólk Evrópu. Norðmenn trúa ekki því að það sé sami leikmaður og spilaði þrjá leiki á EM í Hollandi. Hvernig gat besti leikmaður álfunnar verið nánast ósýnilegur í þremur leikjum? Ada Hegerberg hefur spilað frábærlega með Evrópumeisturum Lyon undanfarin þrjú tímabil og meðal annars unnið Meistaradeildina síðustu tvö0 ár. Hún skoraði 20 mörk í 22 deildarleikjum með Lyon á síðasta tímabili og hefur skorað 79 deildarmörk fyrir franska félagið í aðeins 65 leikjum. Liðið hefur unnið tvöfalt í Frakklandi öll þrjú tímabilin. Það hefur því allt gengið upp hjá Ödu Hegerberg í Frakklandi, bæði henni sjálfri sem og hjá liðinu. Aðra sögu er að segja af norska landsliðinu sem var eina liðið á EM sem komst ekki á blað. Norðmenn yfirgefa nefnilega Evrópumótið í Hollandi stigalausir og án þess að skora mark. Ada Hegerberg endaði í 44. sæti yfir þá leikmenn sem áttu flest skot að marki í riðlakeppninni. Það er fáránleg tölfræði hjá besta sóknarmanni álfunnar. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefði heldur betur fengið að heyra það hefði hann farið í gegnum heilt stórmót án þess að skora og án þess að liðið hans fengi eitt einasta stig. „Ég fékk ekki tækifæri til að nýta styrkleika mína og það tengist öðrum í liðinu,“ var afsökun Ödu Hegerberg eftir mót. Hún er súperstjarna en á ekki að geta gengið frá mótinu svona gagnrýnislaust. Það er að minnsta kosti skoðun blaðamanns Dagbladet sem skrifar grein um Ödu Hegerberg þar sem hann segir að Hegerberg þurfi nú mest á hreinskilinni og fagmannlegri gagnrýni að halda. Ada Hegerberg hélt upp á 22 ára afmælið sitt rétt fyrir EM og á því nóg eftir. Það koma því önnur stórmót hjá henni eftir þetta og þar þurfa Norðmenn að hjálpa henni að sýna sitt rétta andlit.Ada Hegerberg með Cristiano Ronaldo.Vísir/GettyAda Hegerberg er súperstjarna norska liðsins.Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg stóð síðasta haust við hlið Cristiano Ronaldo upp á sviði í Mónakó þar sem þau tóku bæði við verðlaunum sem besta knattspyrnufólk Evrópu. Norðmenn trúa ekki því að það sé sami leikmaður og spilaði þrjá leiki á EM í Hollandi. Hvernig gat besti leikmaður álfunnar verið nánast ósýnilegur í þremur leikjum? Ada Hegerberg hefur spilað frábærlega með Evrópumeisturum Lyon undanfarin þrjú tímabil og meðal annars unnið Meistaradeildina síðustu tvö0 ár. Hún skoraði 20 mörk í 22 deildarleikjum með Lyon á síðasta tímabili og hefur skorað 79 deildarmörk fyrir franska félagið í aðeins 65 leikjum. Liðið hefur unnið tvöfalt í Frakklandi öll þrjú tímabilin. Það hefur því allt gengið upp hjá Ödu Hegerberg í Frakklandi, bæði henni sjálfri sem og hjá liðinu. Aðra sögu er að segja af norska landsliðinu sem var eina liðið á EM sem komst ekki á blað. Norðmenn yfirgefa nefnilega Evrópumótið í Hollandi stigalausir og án þess að skora mark. Ada Hegerberg endaði í 44. sæti yfir þá leikmenn sem áttu flest skot að marki í riðlakeppninni. Það er fáránleg tölfræði hjá besta sóknarmanni álfunnar. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefði heldur betur fengið að heyra það hefði hann farið í gegnum heilt stórmót án þess að skora og án þess að liðið hans fengi eitt einasta stig. „Ég fékk ekki tækifæri til að nýta styrkleika mína og það tengist öðrum í liðinu,“ var afsökun Ödu Hegerberg eftir mót. Hún er súperstjarna en á ekki að geta gengið frá mótinu svona gagnrýnislaust. Það er að minnsta kosti skoðun blaðamanns Dagbladet sem skrifar grein um Ödu Hegerberg þar sem hann segir að Hegerberg þurfi nú mest á hreinskilinni og fagmannlegri gagnrýni að halda. Ada Hegerberg hélt upp á 22 ára afmælið sitt rétt fyrir EM og á því nóg eftir. Það koma því önnur stórmót hjá henni eftir þetta og þar þurfa Norðmenn að hjálpa henni að sýna sitt rétta andlit.Ada Hegerberg með Cristiano Ronaldo.Vísir/GettyAda Hegerberg er súperstjarna norska liðsins.Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira