Scalise útskrifaður af sjúkrahúsi Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2017 23:28 Steve Scalise. Vísir/Getty Þingmaðurinn Steve Scalise hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann særðist alvarlega í skotárás sem beindist að þingmönnum í síðasta mánuði. Hann mun nú hefja umfangsmikla endurhæfingu vegna meiðsla sinna. Í tilkynningu frá MedStar sjúkrahúsinu segir að Scalise hafi náð góðum bata á þeim sex vikum sem hafa liðið frá skotárásinni. Hann segist hlakka til að komast aftur til vinnu sinnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Scalise og fjórir aðrir særðust þann 14. júní þegar maður hóf skothríð með riffli þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins voru að æfa sig fyrir góðgerðarviðureign í hafnabolta. Maðurinn var skotinn til bana af lögregluþjónum, en hann hafði lýst yfir mikilli vanþóknun með Donald Trump og Repúblikanaflokkinn. Scalise var skotinn í mjöðmina en kúlan reif margar æðar, braut bein og skemmdi líffæri. Hann hefur þurft að ganga í gegnum margar skurðaðgerðir. Hann var á gjörgæslu þar til um mánaðamótin en var fluttur þangað aftur skömmu seinna þar sem óttast var að hann væri að fá sýkingu.Ótti um öryggi þingmanna jókst verulega eftir skotárásina. Þingmenn vinna nú í því að gera þeim mögulegt að nota þá fjármuni sem þeir fá til að reka skrifstofur sínar til þess að auka öryggi sitt, eins og til dæmis með því að setja upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Þingmaðurinn Steve Scalise hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann særðist alvarlega í skotárás sem beindist að þingmönnum í síðasta mánuði. Hann mun nú hefja umfangsmikla endurhæfingu vegna meiðsla sinna. Í tilkynningu frá MedStar sjúkrahúsinu segir að Scalise hafi náð góðum bata á þeim sex vikum sem hafa liðið frá skotárásinni. Hann segist hlakka til að komast aftur til vinnu sinnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Scalise og fjórir aðrir særðust þann 14. júní þegar maður hóf skothríð með riffli þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins voru að æfa sig fyrir góðgerðarviðureign í hafnabolta. Maðurinn var skotinn til bana af lögregluþjónum, en hann hafði lýst yfir mikilli vanþóknun með Donald Trump og Repúblikanaflokkinn. Scalise var skotinn í mjöðmina en kúlan reif margar æðar, braut bein og skemmdi líffæri. Hann hefur þurft að ganga í gegnum margar skurðaðgerðir. Hann var á gjörgæslu þar til um mánaðamótin en var fluttur þangað aftur skömmu seinna þar sem óttast var að hann væri að fá sýkingu.Ótti um öryggi þingmanna jókst verulega eftir skotárásina. Þingmenn vinna nú í því að gera þeim mögulegt að nota þá fjármuni sem þeir fá til að reka skrifstofur sínar til þess að auka öryggi sitt, eins og til dæmis með því að setja upp öryggiskerfi á heimilum sínum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58
Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18
Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52
Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46
Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18