Bandaríkin

Fréttamynd

Ís­lenskir Trumpistar

Í frægu atriði í kvikmyndinni A Man for All Seasons, sem fjallar um enska hugsuðinn og lögfræðinginn Thomas More, þrætir hann við vonbiðil dóttur sinnar um hvort yfirvöld mættu refsa fólki fyrir að vera slæmar manneskjur, eitthvað sem vonbiðillinn styður fjálglega.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég sótti ekki einu sinni um há­skóla á Ís­landi“

Hrannar Björnsson uppgötvaði sem táningur að hægt væri að hafa lifibrauð af grín- og sketsagerð. Hann fór því í nám til New York eftir menntaskóla, lærði þar spunaleik og stofnaði sketsahóp með vinkonum sínum. Boltinn fór að rúlla þegar 45 milljónir manna horfðu á eitt myndbanda hans og er hópurinn nú í viðræðum um gerð á sjónvarpsþætti.

Lífið
Fréttamynd

Gengi Alvotech aldrei lægra

Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech lækkaði um rúmlega 28  prósent í dag. Gengið stendur nú í 680 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Lækkunin í kauphöllinni í Svíþjóð nemur 31,17 prósentum og það sem af er degi vestan hafs hefur gengið lækkað um rúm 30 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Banda­rískir erind­rekar hótuðu evrópskum kollegum sínum

Samningamenn frá Evrópusambandinu eru sagðir slegnir eftir að bandarískir kollegar þeirra hótuðu að refsa þeim og fjölskyldum þeirra persónulega ef þeir greiddu ekki atkvæði gegn loftslagsaðgerðum í skipasiglingum. Þeir segjast aldrei hafa upplifað annað eins í alþjóðlegum samningaviðræðum.

Erlent
Fréttamynd

Segir Banda­ríkin ekki geta ráðist inn

Talsmaður Nígeríuforseta segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn í Nígeríu vegna ásakana um að þar í landi standi yfir umfangsmikil dráp á kristnum mönnum af hálfu íslamskra öfgamanna. Hann segir Trump, sem sagðist í gær undirbúa Stríðsmálaráðuneyti Bandaríkjanna undir innrás í Nígeríu, byggja hótanir sínar á misvísandi fréttaflutningi.

Erlent
Fréttamynd

Segir hernum að undir­búa á­rás á Nígeríu

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fyrirskipað hernaðarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að undirbúa mögulega árás á Nígeríu. Þar vilji hann gjöreyða Íslömskum öfgamönnum sem séu að drepa kristna menn þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Demó­kratar vilja yfir­heyra Andrew

Fjórir Demókratar í rannsóknarnefnd á vegum bandaríska þingsins sem fer með rannsókn Epstein málsins, vilja fá að yfirheyra Andrew Mountbatten Windsor um tengsl hans við Epstein. Nefndinni er stýrt af Repúblikönum sem hafa ekki gefið upp hvort þeir taki undir kröfuna.

Erlent
Fréttamynd

Enn stað­ráðin í að lenda geim­förum á tunglinu með Starship

Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, eru staðráðnir í því að lenda geimförum á tunglinu og nota Starship-geimfar til þess. Starfandi yfirmaður NASA bauð á dögunum fyrirtækjum að gera aftur tilboð í að lenda geimförum á tunglinu og þar með taka yfir samning sem SpaceX hlaut árið 2021.

Erlent
Fréttamynd

Sam­keppnin í New York minnti á X-Factor keppni

„Mér finnst ekki spennandi að gera eitthvað sem öllum finnst fínt,“ segir myndlistarmaðurinn Arngrímur Sigurðsson sem skapar ævintýraheima á striganum og hefur selt verk sín um allan heim. Arngrímur ræddi við blaðamann um ógleymanleg árin í New York, listina, sveitalífið og tilveruna.

Menning
Fréttamynd

Gera sex hundruð gervi­hnetti fyrir „Gullhvelfinguna“

Fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, er líklegt til að hljóta tveggja milljarða dala samning frá yfirvöldum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun því koma að því að þróa og framleiða gervihnattaþyrpingu sem myndi greina og fylgja eldflaugum og flugvélum en þyrpingin yrði liður í nýju eldflaugavarnakerfi sem kennt er við Donald Trump, forseta, og ber nafnið „gullhvelfingin“.

Erlent
Fréttamynd

Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast

Hrekkjavaka hefur á síðustu árum orðið gríðarvinsæl hátíð hérlendis og margir á leið í búningapartý í kvöld. Vanda þarf þó búningavalið því sumir búningar þykja óviðeigandi, ósæmilegir eða hreinlega særandi.

Menning
Fréttamynd

Sagður hafa skipað hernum að gera á­rásir í Venesúela

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa gefið bandaríska hernum skipun um að gera loftárásir í Venesúela. Árásirnar eru sagðar eiga að beinast að herstöðvum þar í landi sem Nicolas Maduro, forseti, mun hafa leyft fíkniefnasamtökum að starfa í.

Erlent
Fréttamynd

Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að leiðtogar Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni beiti kjarnorkuúrræðinu svokallaða eða því sem Trump kallar einnig „Trump-spilið“. Það er að fella úr gildi regluna um aukinn meirihluta í þingdeildinni, svo hægt verði að opna á rekstur alríkisins á nýjan leik.

Erlent
Fréttamynd

Flótta­mönnum fækkað úr 125.000 í 7.500

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka á móti í mesta lagi 7.500 flóttamönnum á næsta ári. Um er að ræða verulega fækkun en viðmið ríkisstjórnar Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var 125.000 flóttamenn.

Erlent
Fréttamynd

Reyndu að fá flug­mann Maduros til að að­stoða við hand­töku hans

Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur.

Erlent
Fréttamynd

Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag eftir því að Joe Biden, forveri hans, yrði settur í fangelsi. Í færslu á sínum eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Biden væri glæpamaður, „meiriháttar lúsablesi (Lowlife)“, algerlega misheppnaður og ljótur að utan sem að innan.

Erlent
Fréttamynd

Barnastjarna bráðkvödd

Fyrrverandi barnastjarnan Floyd Roger Myers Jr. er látinn, 42 ára að aldri. Myers er þekktastur fyrir að hafa leikið yngri útgáfuna af Will Smith í þáttunum um prinsinn ferska frá Bel-Air.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Losa hreðjatakið í eitt ár

Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár.

Erlent
Fréttamynd

Fursta­dæmin dæla vopnum og kín­verskum drónum til Súdan

Leyniþjónustur Bandaríkjanna og embættismenn í Evrópu, Líbíu og Egyptalandi segja að ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi aukið hergagnasendingar til vígamanna Rapid support forces (RSF) í Súdan á þessu ári. Kínverskir drónar hafa verið sendir til vígamannanna, auk stórskotaliðsvopna, farartækja, vélbyssa og skotfæra, svo eitthvað sé nefnt.

Erlent
Fréttamynd

Nvidia metið á 615 billjónir króna

Fyrirtækið Nvidia varð í dag rúmlega fimm billjón dala virði, fyrst allra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði í heiminum. Virði hlutabréfa Nvidia hafa hækkað gífurlega í virði á undanförnum árum, samhliða miklum vexti í gervigreindargeiranum sen félagið framleiðir tölvubúnað sem er einkar vinsæll í gagnaver sem notuð eru til að keyra mállíkön heimsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Al­vöru“ jóla­sveinn gisti á Hótel Rangá

Starfsfólki á Hótel Rangá var nokkuð brugðið í þegar fullskapaður jólasveinn mætti á hótelið í sínum skrúða til að dvelja þar í nokkrar nætur. Um er að ræða jólasvein frá Bandaríkjunum, sem er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Fagnaðar fundur urðu þegar Kjötkrókur hitti þann ameríska.

Lífið