Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2017 20:20 Linda er sögð hafa gengið til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki. Hún fannst heil á húfi í Írak. Vísir/AP Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. Þetta kemur fram á vef CNN. Stúlkan heitir Linda Wenzel og er sextán ára. Hún á heima í bænum Pulsnitz nærri Dresden í Þýskalandi. Hún er ein af þeim fimm konum sem öryggissveit írakska hersins fann þegar herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl en forsætisráðherra Íraks lýsti yfir sigri á vígamönnum Íslamska ríkisins 10 júní.Heimabær Lindu, Pulsnitz sem er nærri Dresden í Þýskalandi.Vísir/GettyBúið er að flytja konurnar til Bagdad þar sem þær verða yfirheyrðar. Lorenz Haase, frá embætti Ríkissaksóknara í Dresden segir stúlkuna vera heila á húfi hvað líkamlega heilsu varðar, að því er hann kemst næst. Haase segist þó ekkert vita um andlegt ástand hennar. Óvíst er hvort Wenzel fái að snúa aftur til Þýskalands en hún þarf að svara til saka fyrir írökskum dómstólum. Ef sannað verður að hún sé meðlimur samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki verður málinu vísað til Ríkissaksóknara í Þýskalandi. Foreldrar Lindu komust að því að dóttir þeirra væri horfin fyrir heilu ári síðan. Linda sjálf segist ekki þrá neitt frekar en að komast í burtu frá stríði, vopnum og hávaða.Linda fannst þegar írakski herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl.Vísir/AP Mið-Austurlönd Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. Þetta kemur fram á vef CNN. Stúlkan heitir Linda Wenzel og er sextán ára. Hún á heima í bænum Pulsnitz nærri Dresden í Þýskalandi. Hún er ein af þeim fimm konum sem öryggissveit írakska hersins fann þegar herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl en forsætisráðherra Íraks lýsti yfir sigri á vígamönnum Íslamska ríkisins 10 júní.Heimabær Lindu, Pulsnitz sem er nærri Dresden í Þýskalandi.Vísir/GettyBúið er að flytja konurnar til Bagdad þar sem þær verða yfirheyrðar. Lorenz Haase, frá embætti Ríkissaksóknara í Dresden segir stúlkuna vera heila á húfi hvað líkamlega heilsu varðar, að því er hann kemst næst. Haase segist þó ekkert vita um andlegt ástand hennar. Óvíst er hvort Wenzel fái að snúa aftur til Þýskalands en hún þarf að svara til saka fyrir írökskum dómstólum. Ef sannað verður að hún sé meðlimur samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki verður málinu vísað til Ríkissaksóknara í Þýskalandi. Foreldrar Lindu komust að því að dóttir þeirra væri horfin fyrir heilu ári síðan. Linda sjálf segist ekki þrá neitt frekar en að komast í burtu frá stríði, vopnum og hávaða.Linda fannst þegar írakski herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl.Vísir/AP
Mið-Austurlönd Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira