Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 23. júlí 2017 18:47 Á myndinni má sjá London City Airport sem staðsettur 12 km frá miðpunkti Lúndúna, Westminster. Þarna má einnig sjá hvar Reykjavíkurflugvöllur væri staðsettur í London miðað við 1,3 km frá miðpunkti. Björn og Andri Björn Teitsson, formaður samtaka um bíllausan lífsstíl og Andri Gunnar Lyngberg Andrésson, arkitekt, eru ekki sáttir með hugmyndir Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra og Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Isavia, um að auka við millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll. Létu þeir Björn og Andri skoðun sína á málinu í ljós í færslu á Facebook sem inniheldur meðal annars skýringarmyndir um raunverulega staðsetningu flugvallarins í London. „Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn í samtali við Vísi.Ef London City Airport væri í Reykjavík væri hann norðaustan við Úlfarsfell, miðað við 12 km fjarlægð frá listaverkinu Miðja Reykjavíkur eftir Kristinn E. HrafnssonBjörn og AndriHugmynd ráðherrans og Karls felst í því að flogið yrði frá London City Airport til Reykjavíkur með það meðal annars að markmiði að létta undir álagi í Keflavík og stytta ferðatíma flugfarþega. „Mér finnst þetta vera áhugavert og ég held að þetta sé eðlileg þróun í okkar vaxandi flugsamgöngum, og eitthvað sem við sjáum vera að gerast núna þegar British Airways hefur beint flug frá Íslandi inn á flugvöll í miðbæ London,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2.Byggt á veikum grunni Björn segir hugmyndir forstjóra Isavia og ráðherra vera byggða á veikum grunni. Mikill munur sé á þessum tveimur flugvöllum. Meðal annars sé London City Airport einnar brautar völlur þar sem aðkoma er alltaf yfir ánni. „Í kjölfarið æstust upp nokkrir karlmenn, sem vildu nota þessa frétt sem rök fyrir því að aukið millilandaflug væri einnig æskilegt á Reykjavíkurflugvelli. Burtséð frá augljósum reginmun á stórborginni Lundúnum og Reykjavík, þá er rétt að taka fram að London City Airport er alls ekki í "miðborg" Lundúna,“ segir í færslunni. Benda þeir á að London City Airport er í raun 12 kílómetra frá miðpunkti London sé hann miðaður við Westminster. Hann sé því alls ekki inn í miðborg London. Þá benda þeir einnig á að Reykjavíkurflugvöllur er aðeins 1,3 km frá miðpunkti Reykjavíkur sé hann miðaður við listaverkið "Miðja Reykjavíkur" eftir Kristinn E. Hrafnsson, sem er á mótum Aðalstrætis og Vesturgötu. Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Björn Teitsson, formaður samtaka um bíllausan lífsstíl og Andri Gunnar Lyngberg Andrésson, arkitekt, eru ekki sáttir með hugmyndir Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra og Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Isavia, um að auka við millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll. Létu þeir Björn og Andri skoðun sína á málinu í ljós í færslu á Facebook sem inniheldur meðal annars skýringarmyndir um raunverulega staðsetningu flugvallarins í London. „Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn í samtali við Vísi.Ef London City Airport væri í Reykjavík væri hann norðaustan við Úlfarsfell, miðað við 12 km fjarlægð frá listaverkinu Miðja Reykjavíkur eftir Kristinn E. HrafnssonBjörn og AndriHugmynd ráðherrans og Karls felst í því að flogið yrði frá London City Airport til Reykjavíkur með það meðal annars að markmiði að létta undir álagi í Keflavík og stytta ferðatíma flugfarþega. „Mér finnst þetta vera áhugavert og ég held að þetta sé eðlileg þróun í okkar vaxandi flugsamgöngum, og eitthvað sem við sjáum vera að gerast núna þegar British Airways hefur beint flug frá Íslandi inn á flugvöll í miðbæ London,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2.Byggt á veikum grunni Björn segir hugmyndir forstjóra Isavia og ráðherra vera byggða á veikum grunni. Mikill munur sé á þessum tveimur flugvöllum. Meðal annars sé London City Airport einnar brautar völlur þar sem aðkoma er alltaf yfir ánni. „Í kjölfarið æstust upp nokkrir karlmenn, sem vildu nota þessa frétt sem rök fyrir því að aukið millilandaflug væri einnig æskilegt á Reykjavíkurflugvelli. Burtséð frá augljósum reginmun á stórborginni Lundúnum og Reykjavík, þá er rétt að taka fram að London City Airport er alls ekki í "miðborg" Lundúna,“ segir í færslunni. Benda þeir á að London City Airport er í raun 12 kílómetra frá miðpunkti London sé hann miðaður við Westminster. Hann sé því alls ekki inn í miðborg London. Þá benda þeir einnig á að Reykjavíkurflugvöllur er aðeins 1,3 km frá miðpunkti Reykjavíkur sé hann miðaður við listaverkið "Miðja Reykjavíkur" eftir Kristinn E. Hrafnsson, sem er á mótum Aðalstrætis og Vesturgötu.
Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00