Umhverfisráðherra segir ótækt að Íslendingar þurfi að kaupa kolefniskvóta Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2017 14:00 Umhverfisráðherra segir róið að því öllum árum að Íslendingar uppfylli skuldbindingar sínar. Vísir/Eyþór Íslendingar gætu þurft að greiða milljarða fyrir kaup á kolefniskvótum á næstu árum þar sem allt bendir til að þjóðin uppfylli ekki alþjóðleg markmið í loftlagsmálum. Umhverfisráðherra segir róið að því öllum árum að Íslendingar uppfylli skuldbindingar sínar en til þess að svo verði þurfi að draga mjög úr útblæstri frá umferðinni. Í úttekt í Morgunblaðinu í dag kemur fram að aukinn straumur ferðamanna sem og aukin bílaeign landsmanna hefur veruleg áhrif á markmið Íslands í loftlagsmálum og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem landið hefur gengist undir. Samkvæmt þeim stefna Íslendingar að því að losun gróurhúslofttegunda verði 20 prósentum minni árið 2020 en losunin var árið 2005. Þá átti losun frá samgöngum að vera 23 prósent minni eftir þrjú ár en hún var árið 2008, en í úttekt Morgunblaðsins segir að Vegagerðin áætli að umferð á hringveginum á þessu ári verði 31 prósent meiri en hún var árið 2008. Þetta þýðir að íslensk stjórnvöld verða að kaupa kolefniskvóta á hnattrænum markaði og gæti það kallað á milljarða útgjöld á næsta áratug. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir ekki koma á óvart aðÍsland nái ekki að óbreyttu að uppfylla skuldbindingar sínar. „Nei hún kemur ekki á óvart en eins og þú réttilega segir, að óbreyttu lítur ekki út fyrir að við náum markmiðinu. Ég hef hins vegar lagt áherslu á að við tökum okkur tak og við höfum gert það síðan í janúar,“ segir Björt.Aðgerðaráætlun lögð fram fyrir árslok En þá hafi farið af stað samvinna allra ráðuneyta um aðgerðir í loftlagsmálum þvert á ráðuneyti og einstaka hluta samfélagsins. Þessi vinna sé í forgangi í umhverfisráðuneytinu.„Þannig að við ætlum auðvitað að minnka þessa losun. En tíminn er nokkuð knappur til 2020 þegar Kyoto bókunin rennur sit skeið eða henni lýkur,“ segir umhverfisráðherra. Stjórnvöld horfi aftur á mót fram á veginn til 2030 og lengra. Í lok þessa árs ljúki vinnu starfshóps og þá verði lögð fram heildstæð áætlun. Hins vegar sé ólíklegt að markmiðum verði náð eftir þrjú ár, það er að segja árið 2020. „Það þyrfti að gerast frekar mikið kraftaverk til að við stæðumst allar skuldbindingar þá. Fólk var of sofandi varðandi þessi mál hér áður fyrr. En núna erum við svo sannarlega glaðvöknuð og erum að vinna í þessu hratt og vel. Erum að horfa til 2030 og svo áfram lengra inn í framtíðina, að verða algerlega kolefnishlutlaus,“ segir umhverfisráðherra.Ótækt að greiða fyrir losun Björt segir ótækt að Íslendingar þurfi að greiða fyrir losun gróðurhúsalofttegunda þegar auðvelt sé að minnka hana. Það þurfi meðal annars að gerast með rafbílavæðingu og verið sé að auðvelda hana með fjölgun hleðslustöðva. Síðan hafi hún kynnt í gær drög að breytingum á byggingareglugerð þannig að í nýjum byggingum sé gert ráð fyrir hleðslu rafbíla. En nú er engu að síður útlit fyrir að stjórnvöld þurfi að greiða milljarða á næstu árum fyrir kolefniskvóta. „Ég vinn að því alla daga að svo verði ekki. Ég er að einbeita mér að því. En jú, jú það kemur að skuldauppgjöri árið 2020. Ég legg alla áherslu á að það verði sem best fyrir okkur. Við verðum auðvitað að hafa það þannig hér á Íslandi að við séum ekki að borga fyrir losun þegar við getum á svo auðveldan hátt minnkað hana,“ segir Björt Ólafsdóttir. Umhverfismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Íslendingar gætu þurft að greiða milljarða fyrir kaup á kolefniskvótum á næstu árum þar sem allt bendir til að þjóðin uppfylli ekki alþjóðleg markmið í loftlagsmálum. Umhverfisráðherra segir róið að því öllum árum að Íslendingar uppfylli skuldbindingar sínar en til þess að svo verði þurfi að draga mjög úr útblæstri frá umferðinni. Í úttekt í Morgunblaðinu í dag kemur fram að aukinn straumur ferðamanna sem og aukin bílaeign landsmanna hefur veruleg áhrif á markmið Íslands í loftlagsmálum og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem landið hefur gengist undir. Samkvæmt þeim stefna Íslendingar að því að losun gróurhúslofttegunda verði 20 prósentum minni árið 2020 en losunin var árið 2005. Þá átti losun frá samgöngum að vera 23 prósent minni eftir þrjú ár en hún var árið 2008, en í úttekt Morgunblaðsins segir að Vegagerðin áætli að umferð á hringveginum á þessu ári verði 31 prósent meiri en hún var árið 2008. Þetta þýðir að íslensk stjórnvöld verða að kaupa kolefniskvóta á hnattrænum markaði og gæti það kallað á milljarða útgjöld á næsta áratug. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir ekki koma á óvart aðÍsland nái ekki að óbreyttu að uppfylla skuldbindingar sínar. „Nei hún kemur ekki á óvart en eins og þú réttilega segir, að óbreyttu lítur ekki út fyrir að við náum markmiðinu. Ég hef hins vegar lagt áherslu á að við tökum okkur tak og við höfum gert það síðan í janúar,“ segir Björt.Aðgerðaráætlun lögð fram fyrir árslok En þá hafi farið af stað samvinna allra ráðuneyta um aðgerðir í loftlagsmálum þvert á ráðuneyti og einstaka hluta samfélagsins. Þessi vinna sé í forgangi í umhverfisráðuneytinu.„Þannig að við ætlum auðvitað að minnka þessa losun. En tíminn er nokkuð knappur til 2020 þegar Kyoto bókunin rennur sit skeið eða henni lýkur,“ segir umhverfisráðherra. Stjórnvöld horfi aftur á mót fram á veginn til 2030 og lengra. Í lok þessa árs ljúki vinnu starfshóps og þá verði lögð fram heildstæð áætlun. Hins vegar sé ólíklegt að markmiðum verði náð eftir þrjú ár, það er að segja árið 2020. „Það þyrfti að gerast frekar mikið kraftaverk til að við stæðumst allar skuldbindingar þá. Fólk var of sofandi varðandi þessi mál hér áður fyrr. En núna erum við svo sannarlega glaðvöknuð og erum að vinna í þessu hratt og vel. Erum að horfa til 2030 og svo áfram lengra inn í framtíðina, að verða algerlega kolefnishlutlaus,“ segir umhverfisráðherra.Ótækt að greiða fyrir losun Björt segir ótækt að Íslendingar þurfi að greiða fyrir losun gróðurhúsalofttegunda þegar auðvelt sé að minnka hana. Það þurfi meðal annars að gerast með rafbílavæðingu og verið sé að auðvelda hana með fjölgun hleðslustöðva. Síðan hafi hún kynnt í gær drög að breytingum á byggingareglugerð þannig að í nýjum byggingum sé gert ráð fyrir hleðslu rafbíla. En nú er engu að síður útlit fyrir að stjórnvöld þurfi að greiða milljarða á næstu árum fyrir kolefniskvóta. „Ég vinn að því alla daga að svo verði ekki. Ég er að einbeita mér að því. En jú, jú það kemur að skuldauppgjöri árið 2020. Ég legg alla áherslu á að það verði sem best fyrir okkur. Við verðum auðvitað að hafa það þannig hér á Íslandi að við séum ekki að borga fyrir losun þegar við getum á svo auðveldan hátt minnkað hana,“ segir Björt Ólafsdóttir.
Umhverfismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira