Guðbjörg: Finnst eins og Sviss sé búið að toppa Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 12:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir spjallar við fréttamenn fyrir æfingu landsliðsins í dag. vísir/tom „Að sjálfsögðu er ég byrjuð að undirbúa mig,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, en stelpurnar okkar mæta sterku liði Sviss á Tjarnarhæðinni í Doetinchem á laugardaginn. „Það er langt síðan undirbúningur hófst en maður er svo einfaldur sem leikmaður að allur fókus var bara settur á Frakkland. Ég fékk svo klippur frá Óla markvarðaþjálfara í gær um Sviss og er nú að undirbúa mig fyrir það.“ Svissneska liðið var það fyrsta sem stelpurnar mættu undir stjórn Freys Alexanderssonar en sá leikur fór illa. Sviss vann 2-0 sem var síst of stór sigur og þegar liðin mættust aftur í undankeppni HM 2015 kom annar svissneskur sigur. „Við eigum möguleika í öllum fótboltaleikjum. Við mættum geggjuðu liði Frakklands í fyrradag en sýndum að við gáum fengið stig,“ segir Guðbjörg. „Sviss er búið að vera á geggjaðri uppleið síðustu ár en mér finnst líta út eins og þær séu búnar að toppa. Síðustu leikir hafa ekkert verið frábærir hjá þeim. Við höfum séð ákveðna veikleika í þeirra liði sem við verðum að reyna að nýta okkur.“ Sviss er með frábært skyndisóknarlið þannig íslensku stelpurnar verða að passa sig með boltann þegar þær færa sig framar á völlinn. „Við lærðum af síðustu leikjum á móti þeim. Við vorum að fá á okkur mörk þegar við vorum ekki með skipulagðan varnarleik. Nánast öll mörin sem þær skora eru úr skyndisóknum. Þetta er eitt besta skyndisóknarlið í heimi,“ segir markvörðurinn. „Það er samt ekki sama flæði í spilinu hjá þeim þegar við verjumst allar fyrir aftan boltann. Við þurfum síðan að passa vel upp á boltann þegar við færum okkur framar og ljúka sóknum með skoti.“ Margir fjölskyldumeðlimir Guðbjargar eru mættir til Hollands til að fylgjast með sinni konu og stelpunum okkar. Stuðningurinn er mikilvægur. „Bæði nánasta fjölskylda mín og stórfjölskyldan eru mætt sem og vinir og kunningjar. Þannig er það hjá flestum leikmönnum. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir eru með okkur og hvað það er mikil stemning í stúkunni,“ segir Guðbjörg. „Eins og síðustu fimm mínúturnar þegar við vorum búnar meira að segja að fá á okkur mark var allt vitlaust. Það gefur manni ótrúlega mikið adrenalín. Maður heldur kannski að maður sé þreyttur en svo heyrir maður svona lætir og það gefur manni mörg prósent extra,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Hún þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir, segir Gunnhildur Yrsa. 20. júlí 2017 11:30 Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir segir það ekki hafa verið planað að mæta með fimm mánaða son sinn í viðtöl eftir tapið gegn Frökkum. 20. júlí 2017 08:00 Stelpurnar vöknuðu við þrumur sem sumar töldu vera sprengjur Sumar héldu að þetta væri sprenging en svo reyndust þetta bara þrumur, segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. 20. júlí 2017 10:00 Sara Björk stendur nú ein eftir Fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú eini leikmaður liðsins sem hefur spilað alla leiki stelpnanna okkar á stórmóti. Hún var efnilegur nýliði fyrir átta árum en er nú fyrirliði og besti leikmaður Íslands. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Sjá meira
„Að sjálfsögðu er ég byrjuð að undirbúa mig,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, en stelpurnar okkar mæta sterku liði Sviss á Tjarnarhæðinni í Doetinchem á laugardaginn. „Það er langt síðan undirbúningur hófst en maður er svo einfaldur sem leikmaður að allur fókus var bara settur á Frakkland. Ég fékk svo klippur frá Óla markvarðaþjálfara í gær um Sviss og er nú að undirbúa mig fyrir það.“ Svissneska liðið var það fyrsta sem stelpurnar mættu undir stjórn Freys Alexanderssonar en sá leikur fór illa. Sviss vann 2-0 sem var síst of stór sigur og þegar liðin mættust aftur í undankeppni HM 2015 kom annar svissneskur sigur. „Við eigum möguleika í öllum fótboltaleikjum. Við mættum geggjuðu liði Frakklands í fyrradag en sýndum að við gáum fengið stig,“ segir Guðbjörg. „Sviss er búið að vera á geggjaðri uppleið síðustu ár en mér finnst líta út eins og þær séu búnar að toppa. Síðustu leikir hafa ekkert verið frábærir hjá þeim. Við höfum séð ákveðna veikleika í þeirra liði sem við verðum að reyna að nýta okkur.“ Sviss er með frábært skyndisóknarlið þannig íslensku stelpurnar verða að passa sig með boltann þegar þær færa sig framar á völlinn. „Við lærðum af síðustu leikjum á móti þeim. Við vorum að fá á okkur mörk þegar við vorum ekki með skipulagðan varnarleik. Nánast öll mörin sem þær skora eru úr skyndisóknum. Þetta er eitt besta skyndisóknarlið í heimi,“ segir markvörðurinn. „Það er samt ekki sama flæði í spilinu hjá þeim þegar við verjumst allar fyrir aftan boltann. Við þurfum síðan að passa vel upp á boltann þegar við færum okkur framar og ljúka sóknum með skoti.“ Margir fjölskyldumeðlimir Guðbjargar eru mættir til Hollands til að fylgjast með sinni konu og stelpunum okkar. Stuðningurinn er mikilvægur. „Bæði nánasta fjölskylda mín og stórfjölskyldan eru mætt sem og vinir og kunningjar. Þannig er það hjá flestum leikmönnum. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir eru með okkur og hvað það er mikil stemning í stúkunni,“ segir Guðbjörg. „Eins og síðustu fimm mínúturnar þegar við vorum búnar meira að segja að fá á okkur mark var allt vitlaust. Það gefur manni ótrúlega mikið adrenalín. Maður heldur kannski að maður sé þreyttur en svo heyrir maður svona lætir og það gefur manni mörg prósent extra,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Hún þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir, segir Gunnhildur Yrsa. 20. júlí 2017 11:30 Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir segir það ekki hafa verið planað að mæta með fimm mánaða son sinn í viðtöl eftir tapið gegn Frökkum. 20. júlí 2017 08:00 Stelpurnar vöknuðu við þrumur sem sumar töldu vera sprengjur Sumar héldu að þetta væri sprenging en svo reyndust þetta bara þrumur, segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. 20. júlí 2017 10:00 Sara Björk stendur nú ein eftir Fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú eini leikmaður liðsins sem hefur spilað alla leiki stelpnanna okkar á stórmóti. Hún var efnilegur nýliði fyrir átta árum en er nú fyrirliði og besti leikmaður Íslands. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Sjá meira
Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Hún þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir, segir Gunnhildur Yrsa. 20. júlí 2017 11:30
Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir segir það ekki hafa verið planað að mæta með fimm mánaða son sinn í viðtöl eftir tapið gegn Frökkum. 20. júlí 2017 08:00
Stelpurnar vöknuðu við þrumur sem sumar töldu vera sprengjur Sumar héldu að þetta væri sprenging en svo reyndust þetta bara þrumur, segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. 20. júlí 2017 10:00
Sara Björk stendur nú ein eftir Fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú eini leikmaður liðsins sem hefur spilað alla leiki stelpnanna okkar á stórmóti. Hún var efnilegur nýliði fyrir átta árum en er nú fyrirliði og besti leikmaður Íslands. 20. júlí 2017 06:00