Moldrík af börnum og klúbbum Landspítalinn kynnir 31. júlí 2017 11:15 Sigríður er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. Mannauðsramminn: Sigríður Sveinsdóttir er háls-, nef- og eyrnalæknir, sem starfar á B3-göngudeild skurðlækninga hjá Landspítala í Fossvogi, en einnig á skurðstofu og legudeild A4 á sama stað. Sigríður hefur unnið hjá Landspítala samfellt í tæplega áratug. "Fólk hefur kannski aðra mynd af sjúkrahúsum, en starfsandinn hérna er virkilega léttur og skemmtilegur og flesta daga er mjög gaman í vinnunni þótt innan um séu auðvitað fjölmörg erfið augnablik," segir Sigríður. Hún er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. "En ef ég hefði snefil af hæfileikum, þá myndi ég gerast rithöfundur í hjáverkum. Mínar bestu gæðastundir eru einmitt með góða bók í sófanum heima." Sigríður ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík með viðdvöl í Svíþjóð og Hafnarfirði. Bjó síðan árum saman í Vesturbæ, en núna í Norðurmýri við Klambratún, sem er miðlæg staðsetning og hentar fjölskyldunni einstaklega vel. Sigríður er í sambúð og moldrík af börnum, með fimm krakka hóp á aldrinum 12 til 20 ára. Hún er mikil félagsvera og tilheyrir óvenju mörgum klúbbum."Í stafrófsröð eru þeir kenndir við badminton, bækur, knapa, rauðvín, sauma, sálarsystur, tennis og Vesturbæjarkonur. Allt saman virkir klúbbar, frekar stolt af því. Svo hef ég hrikalega gaman af fjölbreyttri hreyfingu með góðu fólki," segir Sigríður en viðurkennir þó að hún sé frekar léleg í íþróttum. "Ég stunda engu að síður ræktina, hlaup, badminton, tennis, jóga, skíði og fjallgöngur eftir áhuga og hentisemi hverju sinni. Ef að ég ætti að nefna einn áfangastað úr gönguferðalagi, sem væri eftirminnilegri en aðrir, þá hef ég aldrei upplifað áhrifameiri stund í íslenskri náttúru en að standa á toppi Hvannadalshnjúks í glampandi sólskini með útsýni til allra átta." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér.Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann. Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Sjá meira
Mannauðsramminn: Sigríður Sveinsdóttir er háls-, nef- og eyrnalæknir, sem starfar á B3-göngudeild skurðlækninga hjá Landspítala í Fossvogi, en einnig á skurðstofu og legudeild A4 á sama stað. Sigríður hefur unnið hjá Landspítala samfellt í tæplega áratug. "Fólk hefur kannski aðra mynd af sjúkrahúsum, en starfsandinn hérna er virkilega léttur og skemmtilegur og flesta daga er mjög gaman í vinnunni þótt innan um séu auðvitað fjölmörg erfið augnablik," segir Sigríður. Hún er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. "En ef ég hefði snefil af hæfileikum, þá myndi ég gerast rithöfundur í hjáverkum. Mínar bestu gæðastundir eru einmitt með góða bók í sófanum heima." Sigríður ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík með viðdvöl í Svíþjóð og Hafnarfirði. Bjó síðan árum saman í Vesturbæ, en núna í Norðurmýri við Klambratún, sem er miðlæg staðsetning og hentar fjölskyldunni einstaklega vel. Sigríður er í sambúð og moldrík af börnum, með fimm krakka hóp á aldrinum 12 til 20 ára. Hún er mikil félagsvera og tilheyrir óvenju mörgum klúbbum."Í stafrófsröð eru þeir kenndir við badminton, bækur, knapa, rauðvín, sauma, sálarsystur, tennis og Vesturbæjarkonur. Allt saman virkir klúbbar, frekar stolt af því. Svo hef ég hrikalega gaman af fjölbreyttri hreyfingu með góðu fólki," segir Sigríður en viðurkennir þó að hún sé frekar léleg í íþróttum. "Ég stunda engu að síður ræktina, hlaup, badminton, tennis, jóga, skíði og fjallgöngur eftir áhuga og hentisemi hverju sinni. Ef að ég ætti að nefna einn áfangastað úr gönguferðalagi, sem væri eftirminnilegri en aðrir, þá hef ég aldrei upplifað áhrifameiri stund í íslenskri náttúru en að standa á toppi Hvannadalshnjúks í glampandi sólskini með útsýni til allra átta." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér.Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann.
Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Sjá meira