Nadim leikur með Portland Thorns í Bandaríkjunum og er liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur. Og það sem meira er, þá eru þær herbergisfélagar.
Dagný sendi Nadim kveðju á Twitter í kvöld; sagðist vera stolt af henni og að hún saknaði hennar.
Markið sem Nadim skoraði dugði Dönum skammt því Hollendingar unnu úrslitaleikinn 4-2 og tryggðu sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil.
Nadim er frá Afganistan en fjölskylda hennar flúði til Danmerkur eftir að faðir hennar, sem var hermaður í afganska hernum, var myrtur af Talíbönum.
Nadim skoraði sitt fyrsta mark fyrir danska landsliðsins gegn Íslandi á Alvarge-mótinu 2009. Hún hefur alls skorað 21 mark fyrir Danmörku.
Proud of my roomie @nadia_nadimNow hurry back to me please... I miss you!!!
— Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) August 6, 2017