Pelé er bestur og ég er með six-pack Magnús Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2017 10:30 Arngrímur Stefánsson sýnir ljósmyndara hvernig hann og Pelé gera þetta. Visir/Laufey Arngrímur Stefánsson er einn af fjölmörgum krökkum sem hefja sína grunnskólagöngu í haust en í sumar hefur hann haft í ýmsu að snúast enda fádæma kraftmikill og hress strákur. Arngrímur segist vera fimm ára gamall en að hann verði sex ára þann 18. september og að hann sé farinn að hlakka mikið til.En hvað er Arngrímur búinn að vera að gera í sumar? Ég fór í sumarbústað rétt hjá Egilsstöðum og líka til Akureyrar þar sem við fórum í sund.Arngrímur á tvo eldri bræður, þá Eirík og Bjart, svo það er oft mikið fjör. En eru þeir ekki búnir að skemmta sér vel í sumar? Jú, það er búið að vera mjög gaman. Það var samt skemmtilegast að fara til Egilsstaða og í sund á Akureyri. En svo horfði ég líka svona milljón sinnum á Svampur Sveinsson númer tvö sem er uppáhaldsmyndin mín af því að hún er svo rosalega skemmtileg.Arngrímur æfir stundum fótbolta með Þrótti og hann ætlar að vera duglegur að æfa næsta vetur. Ég er mjög góður í fótbolta og uppáhalds fótboltamaðurinn minn er Pelé af því að hann er svo rosalega góður í fótbolta. Þess vegna reyni ég líka að gera eins og Pelé. Hann er bestur.En ertu mikið fyrir að hreyfa þig og æfa fótbolta úti í garði? Já, ég er oft að æfa mig. Ég er líka kominn með six-pack vegna þess að ég er að æfa fótbolta og ég æfi mig mjög mikið.En ertu ekki að fara að byrja í skólanum í haust? Jú, og ég er búinn að fá mjög flotta skólatösku. Í skólanum ætla ég að læra stærðfræði, læra að lesa og skrifa og vera úti í frímínútunum. Ég hlakka mikið til, alveg sérstaklega að leika mér í frímínútunum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira
Arngrímur Stefánsson er einn af fjölmörgum krökkum sem hefja sína grunnskólagöngu í haust en í sumar hefur hann haft í ýmsu að snúast enda fádæma kraftmikill og hress strákur. Arngrímur segist vera fimm ára gamall en að hann verði sex ára þann 18. september og að hann sé farinn að hlakka mikið til.En hvað er Arngrímur búinn að vera að gera í sumar? Ég fór í sumarbústað rétt hjá Egilsstöðum og líka til Akureyrar þar sem við fórum í sund.Arngrímur á tvo eldri bræður, þá Eirík og Bjart, svo það er oft mikið fjör. En eru þeir ekki búnir að skemmta sér vel í sumar? Jú, það er búið að vera mjög gaman. Það var samt skemmtilegast að fara til Egilsstaða og í sund á Akureyri. En svo horfði ég líka svona milljón sinnum á Svampur Sveinsson númer tvö sem er uppáhaldsmyndin mín af því að hún er svo rosalega skemmtileg.Arngrímur æfir stundum fótbolta með Þrótti og hann ætlar að vera duglegur að æfa næsta vetur. Ég er mjög góður í fótbolta og uppáhalds fótboltamaðurinn minn er Pelé af því að hann er svo rosalega góður í fótbolta. Þess vegna reyni ég líka að gera eins og Pelé. Hann er bestur.En ertu mikið fyrir að hreyfa þig og æfa fótbolta úti í garði? Já, ég er oft að æfa mig. Ég er líka kominn með six-pack vegna þess að ég er að æfa fótbolta og ég æfi mig mjög mikið.En ertu ekki að fara að byrja í skólanum í haust? Jú, og ég er búinn að fá mjög flotta skólatösku. Í skólanum ætla ég að læra stærðfræði, læra að lesa og skrifa og vera úti í frímínútunum. Ég hlakka mikið til, alveg sérstaklega að leika mér í frímínútunum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira