Dagur: Vil að Japan eignist alvöru landslið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. ágúst 2017 19:00 Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, er nú mættur hingað til lands og mun vera með lið sitt í æfingabúðum á Íslandi næstu tvær vikurnar. Dagur sló í gegn sem þjálfari þýska landsliðsins og gerði liðið óvænt að Evrópumeisturum í fyrra og vann til bronsverðlauna með því á Ólympíuleikunum í Ríó. En svo hætti hann skyndilega og tók við landsliði Japan, sem hann mun stýra til 2024. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur gengið stórvel. Ég hef verið í fjórar vikur í Tókýó við æfingar. Við fengum íslenska stráka meðal annars til að æfa með liðinu í tvær vikur til að gefa þeim meiri reynslu gegn öðrum leikmönnum,“ sagði Dagur. „Svo erum við í tvær vikur hér heima og spilum mikið af æfingaleikjum.“ Dagur var ánægður með að hans menn hafi náð jafntefli við Suður-Kóreu skömmu áður en landsliðið hélt til Íslands. „Það er gott að fá jákvæð úrslit eftir langa æfingatörn. Það gefur strákunum sjálfstraust og þeir sjá að þetta er vonandi að færast í rétta átt.“ „Japan hefur aldrei náð að vinna Suður-Kóreu þegar þeir hafa verið með sitt sterkasta lið. Þetta var því skref í rétta átt.“ Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó árið 2020 og Degi er ætlað að mæta með sterkt japanskt handboltalið til leiks. „Ég horfi þó lengra en það. Ég vil byggja upp lið til framtíðar. Við viljum verða samkeppnishæfir eftir þrjú ár, þegar Ólympíuleikarnir fara fram, en langtímamarkmiðið er að Japan eigi alvöru landslið.“ Dagur segir að það sé ágætur grunnur í japönskum handbolta en að leikmenn skorti helst reynslu af alþjóðlegum handbolta. Hann vill því nýta tímann vel og spilar sjö æfingaleiki hér á landi á þeim tveimur vikum sem að lið hans dvelur hér. Viðtal Guðjóns má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, er nú mættur hingað til lands og mun vera með lið sitt í æfingabúðum á Íslandi næstu tvær vikurnar. Dagur sló í gegn sem þjálfari þýska landsliðsins og gerði liðið óvænt að Evrópumeisturum í fyrra og vann til bronsverðlauna með því á Ólympíuleikunum í Ríó. En svo hætti hann skyndilega og tók við landsliði Japan, sem hann mun stýra til 2024. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur gengið stórvel. Ég hef verið í fjórar vikur í Tókýó við æfingar. Við fengum íslenska stráka meðal annars til að æfa með liðinu í tvær vikur til að gefa þeim meiri reynslu gegn öðrum leikmönnum,“ sagði Dagur. „Svo erum við í tvær vikur hér heima og spilum mikið af æfingaleikjum.“ Dagur var ánægður með að hans menn hafi náð jafntefli við Suður-Kóreu skömmu áður en landsliðið hélt til Íslands. „Það er gott að fá jákvæð úrslit eftir langa æfingatörn. Það gefur strákunum sjálfstraust og þeir sjá að þetta er vonandi að færast í rétta átt.“ „Japan hefur aldrei náð að vinna Suður-Kóreu þegar þeir hafa verið með sitt sterkasta lið. Þetta var því skref í rétta átt.“ Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó árið 2020 og Degi er ætlað að mæta með sterkt japanskt handboltalið til leiks. „Ég horfi þó lengra en það. Ég vil byggja upp lið til framtíðar. Við viljum verða samkeppnishæfir eftir þrjú ár, þegar Ólympíuleikarnir fara fram, en langtímamarkmiðið er að Japan eigi alvöru landslið.“ Dagur segir að það sé ágætur grunnur í japönskum handbolta en að leikmenn skorti helst reynslu af alþjóðlegum handbolta. Hann vill því nýta tímann vel og spilar sjö æfingaleiki hér á landi á þeim tveimur vikum sem að lið hans dvelur hér. Viðtal Guðjóns má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira