Parið byggði hjólhýsið saman til að spara pening og búa saman í því. Þau eyddu fyrsta árinu í ferðalag um Bandaríkin og sjá ekki eftir því.
Dylan Magaster fjallar um hjólhýsið á YouTube-síðu sinni og fer Jenna þar vel í gegnum þetta magnaða hús.
Jenna segist spara það mikinn pening á því að búas smátt að parið getur ferðast um allan heim á hverju ári og dvelja þau um þrjá mánuði á ári erlendis.
Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir innan úr hjólhýsinu og þar fyrir neðan má sjá myndband af húsinu þar sem Jenna fer í gegnum allt frá a-ö.





