"Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2017 09:00 Bríet hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna undanfarin fimm ár. KSÍ Bríet Bragadóttir, eina konan sem dæmir í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, segir að Íslendingar verði að fjölga konum í dómarastéttinni. Bríet er reynslumesti kvendómari landsins en hún hefur dæmt í efstu deild kvenna undanfarin fimm ár og sjö ár alls. Mikil umræða skapaðist um dómgæsluna á EM í Hollandi eftir fyrstu tvo leiki Íslands á mótinu. Þótti mörgum hverjum dómgæslan óboðleg og meðal þeirra sem gagnrýndu hana harðlega var Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna. Konur sáu um dómgæslu á Evrópumótinu og benti Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, á að það væri hennar skoðun að bestu dómararnir ættu að dæma á stóra sviðinu, óháð kyni. Sagðist hún frekar vilja „typpaling“ með flautuna ef hann væri betri en kollegi sem væri kona. Bríet notar tækifærið og minnir á stöðu mála hér á landi í hugleiðingu um dómaramál á heimasíðu KSÍ. Bríet segir nauðsynlegt að fjölga konum í stétt dómara hér á landi. „Flest önnur lönd hafa nær eingöngu kvendómara á kvennaleikjum. Flestum finnst eðlilegt að land með landslið í toppklassa, þar sem áhugi á kvennaknattspyrnu er gífurlega mikill, hefði einnig marga sterka kvendómara.. en svo er ekki. Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan. Áhuginn er takmarkaður og stuðningurinn lítill,“ skrifar Bríet. Fólk furði sig á því hvernig hún nenni þessu eða hvort það sé ekki erfitt að láta öskra á sig. „Til að geta verið með bestu mögulegu dómarana þarf að vera hægt að velja úr þeim. Þessi pistill er ekki hugsaður til að afsaka dómgæsluna á Em eða gagnrýna hana. Hins vegar vil ég minna Íslendinga á að líta heim,“ segir Bríet. Hver fyrirsögnin á eftir annarri hafi snúist um vonbrigði vegna dómgæslunnar á EM. „Ég segi: tökum málin í okkar eigin hendur. Búum til toppdómara sem hægt er að vera stoltur af. Hvort sem þær dæma íslensku deildinni eða ná lengra!“Lesa má pistilinn í heild sinni með því að smella hér. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Bríet Bragadóttir, eina konan sem dæmir í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, segir að Íslendingar verði að fjölga konum í dómarastéttinni. Bríet er reynslumesti kvendómari landsins en hún hefur dæmt í efstu deild kvenna undanfarin fimm ár og sjö ár alls. Mikil umræða skapaðist um dómgæsluna á EM í Hollandi eftir fyrstu tvo leiki Íslands á mótinu. Þótti mörgum hverjum dómgæslan óboðleg og meðal þeirra sem gagnrýndu hana harðlega var Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna. Konur sáu um dómgæslu á Evrópumótinu og benti Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, á að það væri hennar skoðun að bestu dómararnir ættu að dæma á stóra sviðinu, óháð kyni. Sagðist hún frekar vilja „typpaling“ með flautuna ef hann væri betri en kollegi sem væri kona. Bríet notar tækifærið og minnir á stöðu mála hér á landi í hugleiðingu um dómaramál á heimasíðu KSÍ. Bríet segir nauðsynlegt að fjölga konum í stétt dómara hér á landi. „Flest önnur lönd hafa nær eingöngu kvendómara á kvennaleikjum. Flestum finnst eðlilegt að land með landslið í toppklassa, þar sem áhugi á kvennaknattspyrnu er gífurlega mikill, hefði einnig marga sterka kvendómara.. en svo er ekki. Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan. Áhuginn er takmarkaður og stuðningurinn lítill,“ skrifar Bríet. Fólk furði sig á því hvernig hún nenni þessu eða hvort það sé ekki erfitt að láta öskra á sig. „Til að geta verið með bestu mögulegu dómarana þarf að vera hægt að velja úr þeim. Þessi pistill er ekki hugsaður til að afsaka dómgæsluna á Em eða gagnrýna hana. Hins vegar vil ég minna Íslendinga á að líta heim,“ segir Bríet. Hver fyrirsögnin á eftir annarri hafi snúist um vonbrigði vegna dómgæslunnar á EM. „Ég segi: tökum málin í okkar eigin hendur. Búum til toppdómara sem hægt er að vera stoltur af. Hvort sem þær dæma íslensku deildinni eða ná lengra!“Lesa má pistilinn í heild sinni með því að smella hér.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð