Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 19:08 Í fréttum okkar í gær var sagt frá manneklu á leikskólum borgarinnar en ráða þarf í 132 stöðugildi fyrir haustið. Ástandið er víða svo slæmt að ekki er hægt að taka á móti börnum sem eiga að hefja leikskólavist í ágúst. Leikskólastjóri á Jörfa hefur til að mynda varað foreldra við því að segja upp plássi hjá dagforeldrum fyrr en ástandið batnar. En það veit enginn hvenær sá tímapunktur kemur og formaður Félags dagforeldra í Reykjavík segir mikla óvissu ríkja. „Foreldrar fá ekki svar um hvenær barnið getur byrjað þannig að þeir vita ekki hvenær þeir geta sagt upp plássinu hjá dagforeldrum, sem veldur vandræðum því þá getum við ekki tekið börn sem eru á bið," segir Halldóra Björk Þórarinsdóttir, dagmamma. En margir foreldrar sögðu upp plássi hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskólum í vor. Þóra Björg Gígjudóttir gerði ráð fyrir að tveggja ára sonur hennar myndi byrja í leikskóla í þessari viku en svo fékk hún bréf frá leikskólastjóranum. „Við vitum ekki hvenær hann kemst inn, hvort hann komist inn yfir höfuð, ég held það vanti sjö starfsmenn og tvo deildarstjóra á leikskólann sem hann átti að fara á, og ástandið er bara mjög lélegt.“ Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir er í sömu stöðu og segir óvissuna fara illa í tveggja ára rútínubarnið hennar. „Síðan hefur þetta áhrif á okkur foreldrana og viðveru í starfi. Við höfum þurft að tala við vinnuveitendur okkar um sveigjanleika í haust þar til lausn finnst á þessu máli.“ Borgaryfirvöld hafa boðað lækkun leikskólagjalda og opnun ungbarnadeilda. En það finnst foreldrunum varla lausn á manneklunni. „Fyrst og fremst finnst mér þurfa að bæta kjör leikskólakennara. Þeir þurfa mannsæmandi laun og að aðstaða á leikskólum sé betri. Það er stanslaus mannekla og óvissuástand hjá kennurunum og mér finnst ekkert skrýtið að enginn vilji koma og vinna á leikskólunum," segir Þóra Björg. Ingibjörg tekur í sama streng. „Það er frábært faglegt starf unnið á leikskólunum og við þurfum að hlúa vel að þessu frábæra starfsfólki sem þar er og sömuleiðis laða að nýtt og menntað starfsfólk inn á leikskólana. Ég held það sé mikilvægt að ræða hvernig viljum við hafa leikskólana og aðbúnað barna í samfélaginu í dag,“ segir hún. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Í fréttum okkar í gær var sagt frá manneklu á leikskólum borgarinnar en ráða þarf í 132 stöðugildi fyrir haustið. Ástandið er víða svo slæmt að ekki er hægt að taka á móti börnum sem eiga að hefja leikskólavist í ágúst. Leikskólastjóri á Jörfa hefur til að mynda varað foreldra við því að segja upp plássi hjá dagforeldrum fyrr en ástandið batnar. En það veit enginn hvenær sá tímapunktur kemur og formaður Félags dagforeldra í Reykjavík segir mikla óvissu ríkja. „Foreldrar fá ekki svar um hvenær barnið getur byrjað þannig að þeir vita ekki hvenær þeir geta sagt upp plássinu hjá dagforeldrum, sem veldur vandræðum því þá getum við ekki tekið börn sem eru á bið," segir Halldóra Björk Þórarinsdóttir, dagmamma. En margir foreldrar sögðu upp plássi hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskólum í vor. Þóra Björg Gígjudóttir gerði ráð fyrir að tveggja ára sonur hennar myndi byrja í leikskóla í þessari viku en svo fékk hún bréf frá leikskólastjóranum. „Við vitum ekki hvenær hann kemst inn, hvort hann komist inn yfir höfuð, ég held það vanti sjö starfsmenn og tvo deildarstjóra á leikskólann sem hann átti að fara á, og ástandið er bara mjög lélegt.“ Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir er í sömu stöðu og segir óvissuna fara illa í tveggja ára rútínubarnið hennar. „Síðan hefur þetta áhrif á okkur foreldrana og viðveru í starfi. Við höfum þurft að tala við vinnuveitendur okkar um sveigjanleika í haust þar til lausn finnst á þessu máli.“ Borgaryfirvöld hafa boðað lækkun leikskólagjalda og opnun ungbarnadeilda. En það finnst foreldrunum varla lausn á manneklunni. „Fyrst og fremst finnst mér þurfa að bæta kjör leikskólakennara. Þeir þurfa mannsæmandi laun og að aðstaða á leikskólum sé betri. Það er stanslaus mannekla og óvissuástand hjá kennurunum og mér finnst ekkert skrýtið að enginn vilji koma og vinna á leikskólunum," segir Þóra Björg. Ingibjörg tekur í sama streng. „Það er frábært faglegt starf unnið á leikskólunum og við þurfum að hlúa vel að þessu frábæra starfsfólki sem þar er og sömuleiðis laða að nýtt og menntað starfsfólk inn á leikskólana. Ég held það sé mikilvægt að ræða hvernig viljum við hafa leikskólana og aðbúnað barna í samfélaginu í dag,“ segir hún.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira