Íslendingur í Houston: „Eigum vistir fyrir viku til tíu daga“ Hrund Þórsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 20:00 Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. Allt að þrjátíu þúsund gætu þurft að hafast við í neyðarskýlum og það versta virðist ekki yfirstaðið. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna og eru heilu hverfin á floti. Viðbragðsaðilar hafa bjargað þúsundum manna en minnst fimm hafa látið lífið. Áfram er varað við hættulegum flóðum og Kristinn Bergmann Eggertsson, sem býr nálægt miðborginni í Houston, segir borgina í lamasessi. „Harvey er fastur yfir Houston núna og virðist ætla að vera það næstu daga. Hann hreyfist eiginlega ekkert, en síðan virðist sem hann muni fara aftur út á Mexíkóflóa, styrkjast þar og koma aftur yfir Houston,” segir Kristinn. Elaine Duke, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag hafa miklar áhyggjur af fólki í Houston og minnti á að Harvey væri ennþá hættulegur. Karl Schultz, varaflotaforingi í bandarísku strandgæslunni, tók í sama streng og sagði fólk alls ekki mega vanmeta vandann sem blasti við næstu daga. „Það eru stíflur norðan megin við borgina sem stefnir í að flæði yfir, svo nú er reynt að stjórna flæðinu svo ekki verði algjört hrun,” segir Kristinn. “Hér er ennþá mikið vatn og fólk er beðið að halda sig heima. Borgin er í raun lokuð út vikuna.” Áður en óveðrinu slotar er talið að svæðið fái meira en ársúrkomu á innan við viku. Þúsundir heimila eru án rafmagns, skólar eru lokaðir og rýma þurfti tvö sjúkrahús í borginni. Þá torvelda flóðin björgunarstarf. Aðspurður segir Kristinn sig og eiginkonu sína, Stephanie Karas Bergmann, hafa undirbúið sig fyrir óveðrið með því að afla vista. „Við pössuðum að eiga nóg af mat og drykkjarvatni fyrir viku til tíu daga, ef við skyldum missa rafmagn og rennandi vatn,” segir hann. “Svo erum við búin að tæma neðri hæðina okkar af húsgögnum, ef hún skyldi fyllast af vatni.” Spár gera ráð fyrir að flóðin nái hámarki í Texas um miðja vikuna og mun Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækja ríkið á morgun til að skoða skemmdirnar eftir þessar fyrstu stóru náttúruhamfarir í landinu, síðan hann tók við embætti í janúar. Fellibylurinn Harvey Veður Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. Allt að þrjátíu þúsund gætu þurft að hafast við í neyðarskýlum og það versta virðist ekki yfirstaðið. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna og eru heilu hverfin á floti. Viðbragðsaðilar hafa bjargað þúsundum manna en minnst fimm hafa látið lífið. Áfram er varað við hættulegum flóðum og Kristinn Bergmann Eggertsson, sem býr nálægt miðborginni í Houston, segir borgina í lamasessi. „Harvey er fastur yfir Houston núna og virðist ætla að vera það næstu daga. Hann hreyfist eiginlega ekkert, en síðan virðist sem hann muni fara aftur út á Mexíkóflóa, styrkjast þar og koma aftur yfir Houston,” segir Kristinn. Elaine Duke, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag hafa miklar áhyggjur af fólki í Houston og minnti á að Harvey væri ennþá hættulegur. Karl Schultz, varaflotaforingi í bandarísku strandgæslunni, tók í sama streng og sagði fólk alls ekki mega vanmeta vandann sem blasti við næstu daga. „Það eru stíflur norðan megin við borgina sem stefnir í að flæði yfir, svo nú er reynt að stjórna flæðinu svo ekki verði algjört hrun,” segir Kristinn. “Hér er ennþá mikið vatn og fólk er beðið að halda sig heima. Borgin er í raun lokuð út vikuna.” Áður en óveðrinu slotar er talið að svæðið fái meira en ársúrkomu á innan við viku. Þúsundir heimila eru án rafmagns, skólar eru lokaðir og rýma þurfti tvö sjúkrahús í borginni. Þá torvelda flóðin björgunarstarf. Aðspurður segir Kristinn sig og eiginkonu sína, Stephanie Karas Bergmann, hafa undirbúið sig fyrir óveðrið með því að afla vista. „Við pössuðum að eiga nóg af mat og drykkjarvatni fyrir viku til tíu daga, ef við skyldum missa rafmagn og rennandi vatn,” segir hann. “Svo erum við búin að tæma neðri hæðina okkar af húsgögnum, ef hún skyldi fyllast af vatni.” Spár gera ráð fyrir að flóðin nái hámarki í Texas um miðja vikuna og mun Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækja ríkið á morgun til að skoða skemmdirnar eftir þessar fyrstu stóru náttúruhamfarir í landinu, síðan hann tók við embætti í janúar.
Fellibylurinn Harvey Veður Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33
Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56
Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55