Svanasöngur Cassini við Satúrnus getur afhjúpað leyndardóma Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 10:15 Uppruni hringja Satúrnusar eru enn óþekktir. Fyrir ofan þá sést tunglið Tethys á mynd Cassini frá 13. maí. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Þrettán ára leiðangri Cassini-geimfarsins við Satúrnus lýkur eftir rúmar tvær vikur. Síðasti áfangi leiðangursins færir Cassini nær hringjaða gasrisanum en nokkru sinni áður. Geimfarinu var stýrt niður í efri lög lofthjúps Satúrnusar, á milli reikistjörnunnar og hringja hennar, 14. ágúst. Það var fyrsta af fimm dýfum Cassini þangað í síðasta áfanganum. Þegar Cassini fer sem næst Satúrnusi verður geimfarið aðeins 1.600-1.700 kílómetrum fyrir ofan ský hans, að því er segir í frétt Space.com. Leiðangrinum lýkur með hvelli föstudaginn 15. september. Þá verður Cassini steypt niður í faðm Satúrnusar þar sem geimfarið brennur upp. Tilgangurinn með svo dramatískum endalokum er að koma í veg fyrir hættuna á að örverur sem gætu hafa gerst laumufarþegar utan á Cassini frá jörðinni endi á hnöttum eins og Títan eða Enkeladusi þar sem vísindamenn hafa ekki útilokað möguleikann á lífi með öllu.Norðurpóll Satúrnusar 26. apríl, daginn sem lokaáfangi Cassini-leiðangursins hófst og geimfarið flaug fyrst á milli hringjanna og reikistjörnunnar.NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteEngin föst kennileiti til að mæla sólahringinnÍ millitíðinni heldur Cassini þó áfram að senda mikilfenglegar myndir af Satúrnusi aftur til jarðar. Á dögunum var þannig birt myndskeið frá flugi geimfarins á milli hringjanna og reikistjörnunnar, það fyrsta sinnar tegundar. Nærflugin eru hins vegar ekki aðeins gerð fyrir augað heldur vænta vísindamenn þess að þau geti varpað frekara ljósi á leyndardóma Satúrnusar. Þar á meðal eru spurningar eins og hversu langur dagurinn á reikistjörnunni er nákvæmlega og hversu massamiklir hringir hennar eru.Myndskeiðið hér fyrir neðan er samsett úr 21 mynd sem Cassini tók þegar geimfarið flaug inn fyrir hringi Satúrnusar á fjögurra mínútna tímabili 20. ágúst 2017. Í umfjöllun Scientific American kemur fram að erfitt hefur reynst að negla niður nákvæmlega hversu lengi dagurinn á Satúrnusi varir. Almennt er talið að sólahringurinn þar sé um 10,8 jarðneskar klukkustundir. Einfalt mál er að tímasetja það á bergreikistjörnum þar sem hægt er að mæla hversu langur tími líður á milli sólarupprásar og sólseturs við tiltekin kennileiti. Það er hins vegar ekki möguleiki á gasrisa eins og Satúrnusi þar sem ekkert fast yfirborð er greinanlegt og lofthjúpurinn er á sífelldu iði. Cassini mun leita að óreglum í segulsviði Satúrnusar sem eru aðeins greinanlegar í mikilli nálægð þegar geimfarið flýgur sem næst lofthjúpnum. Það gæti gefið vísindamönnum bestu hugmyndina til þessa um hversu hratt reikistjarnan snýst um sjálfa sig.Cassini hefur tekið eftirminnilegar myndir á rúmum áratug við Satúrnus. Þar á meðal er þessi mynd af skugga tunglsins Títans á skýjum Satúrnusar árið 2009. Satúrnusbúi á skyggða svæðinu hefði séð sólmyrkva.NASA/JPL/Space Science Institute.Massinn segir til um aldur og uppruna hringjannaUppruni hringjanna sem eru helsta kennileiti Satúrnusar er vísindamönnum einnig ráðgáta. Ólíkar kenningar eru um hvort að hringirnir séu ævafornir eða tiltölulega ungir. Annað hvort séu hringirnir þannig um það bil jafngamlir sólkerfinu og þeir séu þá leifar hnattar sem Satúrnus veiddi með þyngdarkrafti sínum þegar fjöldi slíkra fyrirbæra þaut um það. Hins vegar geti þeir verið aðeins hundrað milljón ára gamlir og þá hugsanlega leifar tungls reikistjörnunnar sem rifnaði í sundur. Hringirnir eru úr glampandi og nær ómenguðum vatnsís en það hefur þótt til marks um að þeir hljóti að vera ungir. Væru þeir jafngamlir sólkerfinu ættu þeir að hafa safnað í sig ryki og dökknað. Cassini á að gera mælingar á massa hringjanna sem geta varpað ljósi á aldur þeirra og uppruna í hinstu ferðum sínum fram hjá reikistjörnunni. Séu hringirnir massamiklir gæti það bent til þess að þeir séu gamlir og allt ryk hefði blandast inn í þá. Séu þeir hins vegar tiltölulega massalitlir gæti það verið vísbending um að mun skemur sé síðan hringirnir mynduðust. Vísindi Tengdar fréttir Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Þrettán ára leiðangri Cassini-geimfarsins við Satúrnus lýkur eftir rúmar tvær vikur. Síðasti áfangi leiðangursins færir Cassini nær hringjaða gasrisanum en nokkru sinni áður. Geimfarinu var stýrt niður í efri lög lofthjúps Satúrnusar, á milli reikistjörnunnar og hringja hennar, 14. ágúst. Það var fyrsta af fimm dýfum Cassini þangað í síðasta áfanganum. Þegar Cassini fer sem næst Satúrnusi verður geimfarið aðeins 1.600-1.700 kílómetrum fyrir ofan ský hans, að því er segir í frétt Space.com. Leiðangrinum lýkur með hvelli föstudaginn 15. september. Þá verður Cassini steypt niður í faðm Satúrnusar þar sem geimfarið brennur upp. Tilgangurinn með svo dramatískum endalokum er að koma í veg fyrir hættuna á að örverur sem gætu hafa gerst laumufarþegar utan á Cassini frá jörðinni endi á hnöttum eins og Títan eða Enkeladusi þar sem vísindamenn hafa ekki útilokað möguleikann á lífi með öllu.Norðurpóll Satúrnusar 26. apríl, daginn sem lokaáfangi Cassini-leiðangursins hófst og geimfarið flaug fyrst á milli hringjanna og reikistjörnunnar.NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteEngin föst kennileiti til að mæla sólahringinnÍ millitíðinni heldur Cassini þó áfram að senda mikilfenglegar myndir af Satúrnusi aftur til jarðar. Á dögunum var þannig birt myndskeið frá flugi geimfarins á milli hringjanna og reikistjörnunnar, það fyrsta sinnar tegundar. Nærflugin eru hins vegar ekki aðeins gerð fyrir augað heldur vænta vísindamenn þess að þau geti varpað frekara ljósi á leyndardóma Satúrnusar. Þar á meðal eru spurningar eins og hversu langur dagurinn á reikistjörnunni er nákvæmlega og hversu massamiklir hringir hennar eru.Myndskeiðið hér fyrir neðan er samsett úr 21 mynd sem Cassini tók þegar geimfarið flaug inn fyrir hringi Satúrnusar á fjögurra mínútna tímabili 20. ágúst 2017. Í umfjöllun Scientific American kemur fram að erfitt hefur reynst að negla niður nákvæmlega hversu lengi dagurinn á Satúrnusi varir. Almennt er talið að sólahringurinn þar sé um 10,8 jarðneskar klukkustundir. Einfalt mál er að tímasetja það á bergreikistjörnum þar sem hægt er að mæla hversu langur tími líður á milli sólarupprásar og sólseturs við tiltekin kennileiti. Það er hins vegar ekki möguleiki á gasrisa eins og Satúrnusi þar sem ekkert fast yfirborð er greinanlegt og lofthjúpurinn er á sífelldu iði. Cassini mun leita að óreglum í segulsviði Satúrnusar sem eru aðeins greinanlegar í mikilli nálægð þegar geimfarið flýgur sem næst lofthjúpnum. Það gæti gefið vísindamönnum bestu hugmyndina til þessa um hversu hratt reikistjarnan snýst um sjálfa sig.Cassini hefur tekið eftirminnilegar myndir á rúmum áratug við Satúrnus. Þar á meðal er þessi mynd af skugga tunglsins Títans á skýjum Satúrnusar árið 2009. Satúrnusbúi á skyggða svæðinu hefði séð sólmyrkva.NASA/JPL/Space Science Institute.Massinn segir til um aldur og uppruna hringjannaUppruni hringjanna sem eru helsta kennileiti Satúrnusar er vísindamönnum einnig ráðgáta. Ólíkar kenningar eru um hvort að hringirnir séu ævafornir eða tiltölulega ungir. Annað hvort séu hringirnir þannig um það bil jafngamlir sólkerfinu og þeir séu þá leifar hnattar sem Satúrnus veiddi með þyngdarkrafti sínum þegar fjöldi slíkra fyrirbæra þaut um það. Hins vegar geti þeir verið aðeins hundrað milljón ára gamlir og þá hugsanlega leifar tungls reikistjörnunnar sem rifnaði í sundur. Hringirnir eru úr glampandi og nær ómenguðum vatnsís en það hefur þótt til marks um að þeir hljóti að vera ungir. Væru þeir jafngamlir sólkerfinu ættu þeir að hafa safnað í sig ryki og dökknað. Cassini á að gera mælingar á massa hringjanna sem geta varpað ljósi á aldur þeirra og uppruna í hinstu ferðum sínum fram hjá reikistjörnunni. Séu hringirnir massamiklir gæti það bent til þess að þeir séu gamlir og allt ryk hefði blandast inn í þá. Séu þeir hins vegar tiltölulega massalitlir gæti það verið vísbending um að mun skemur sé síðan hringirnir mynduðust.
Vísindi Tengdar fréttir Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16
Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52