Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 13:30 Sauðfjárbændur sjá fram á erfiða tíð vegna stórfelldrar lækkunar á afurðaverði. Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir að erfitt verði fyrir sig að ná endum saman í haust vegna lægra afurðaverðs og gagnrýnir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, landbúnaðarráðherra, fyrir andvaraleysi í málefnum bænda. Afurðaverð Sláturfélag Suðurlands lækkar um fjórðung á milli ára samkvæmt nýrri verðskrá sem var gefin út á föstudag og aðrir sláturleyfishafar hafa tilkynnt um allt að 35% lækkun á verði til bænda. Þóra Sif Kópsdóttir, sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi, segist einungis geta krosslagt fingur og vonað hún geti náð endum sama og greitt af lánum í haust. „Við vorum búin að heyra þetta í vor þannig að maður hefur bara unnið á fullu fullt af aukavinnu í allt sumar til að minnka skellinn en þetta er rosalegur skellur,“ sagði Þóra Sif í hádegisfréttum Bylgjunnar.Costco sýnir fram á skort á nýsköpun hjá afurðastöðvumTekjur sauðfjárbænda hafa dregist saman um 45% á tveimur árum, að hennar sögn. „Þetta var áþreyfanlegur munur í fyrra. Þetta var eitthvað nærri tíu prósent lækkun í fyrra. Ef við eigum að fá 35% í viðbót núna þá sér það bara hver maður að ef launin þeirra dragast saman um 35% að það er rosalega erfitt að lifa þá,“ segir Þóra Sif.Þóra Sif Kópsdóttir er sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi.Sakar hún afurðastöðvar um að velta sínum vanda yfir á bændur. Hvetur Þóra þær til nýsköpunar. „Núna með tilkomu Costo þá sér fólk í fyrsta skipti lambahakk og allt aðrar aðferðir við skurð á lambinu. Maður sér að neytendur eru glaðir með það. Maður spyr bara hvað afurðastöðvarnar voru að gera í öll þessi ár?“Hagsmunir þjóðarinnar að hafa landbúnaðHún telur jafnframt að landbúnaðarráðherra eigi að beita sér fyrir auknum útflutningi lambakjöts en það hefur Þorgerður Katrín ekki viljað gera. „Þetta eru náttúrulega hagsmunir þjóðarinnar að það sé landbúnaður í landinu. Við ættum nú að vera með landbúnaðarráherra á bak við okkur að hjálpa okkur en við höfum ekkert orðið vör við að hún sé að hjálpa okkur,“ segir Þóra Sif. Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir að erfitt verði fyrir sig að ná endum saman í haust vegna lægra afurðaverðs og gagnrýnir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, landbúnaðarráðherra, fyrir andvaraleysi í málefnum bænda. Afurðaverð Sláturfélag Suðurlands lækkar um fjórðung á milli ára samkvæmt nýrri verðskrá sem var gefin út á föstudag og aðrir sláturleyfishafar hafa tilkynnt um allt að 35% lækkun á verði til bænda. Þóra Sif Kópsdóttir, sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi, segist einungis geta krosslagt fingur og vonað hún geti náð endum sama og greitt af lánum í haust. „Við vorum búin að heyra þetta í vor þannig að maður hefur bara unnið á fullu fullt af aukavinnu í allt sumar til að minnka skellinn en þetta er rosalegur skellur,“ sagði Þóra Sif í hádegisfréttum Bylgjunnar.Costco sýnir fram á skort á nýsköpun hjá afurðastöðvumTekjur sauðfjárbænda hafa dregist saman um 45% á tveimur árum, að hennar sögn. „Þetta var áþreyfanlegur munur í fyrra. Þetta var eitthvað nærri tíu prósent lækkun í fyrra. Ef við eigum að fá 35% í viðbót núna þá sér það bara hver maður að ef launin þeirra dragast saman um 35% að það er rosalega erfitt að lifa þá,“ segir Þóra Sif.Þóra Sif Kópsdóttir er sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi.Sakar hún afurðastöðvar um að velta sínum vanda yfir á bændur. Hvetur Þóra þær til nýsköpunar. „Núna með tilkomu Costo þá sér fólk í fyrsta skipti lambahakk og allt aðrar aðferðir við skurð á lambinu. Maður sér að neytendur eru glaðir með það. Maður spyr bara hvað afurðastöðvarnar voru að gera í öll þessi ár?“Hagsmunir þjóðarinnar að hafa landbúnaðHún telur jafnframt að landbúnaðarráðherra eigi að beita sér fyrir auknum útflutningi lambakjöts en það hefur Þorgerður Katrín ekki viljað gera. „Þetta eru náttúrulega hagsmunir þjóðarinnar að það sé landbúnaður í landinu. Við ættum nú að vera með landbúnaðarráherra á bak við okkur að hjálpa okkur en við höfum ekkert orðið vör við að hún sé að hjálpa okkur,“ segir Þóra Sif.
Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira