Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. vísir/ernir Ekki voru sæti fyrir alla sem vildu á íbúafundi um málefni United Silicon sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þungt hljóð var í fundargestum sem voru á þriðja hundrað. Á fundinum var samþykkt ályktun um að biðla til almannavarna að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í bænum. „Fólki var mikið niðri fyrir. Margir lýstu auknum veikindum eftir að verksmiðjan kom og aðrir bentu á að ekki væri óhætt lengur að hleypa börnum út að leika,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, en hann flutti tölu á fundinum. „Það var kona sem kom upp í pontu og bað fólk um að standa upp ef það hafði fundið fyrir einkennum. Þá reis þriðjungur salarins.“ Fólk lýsti meðal annars áhyggjum yfir því að fyrirhugað er að fleiri ofnar verði settir í gang. Aðeins logar á einum ofni í verksmiðju United Silicon en þeir gætu orðið allt að fjórir. Þá er fyrirhugað að aðrir fjórir verði í verksmiðju Thorsil sem áætlað er að opna á sama stað árið 2020. „Næsta skref er að hrinda af stað alþjóðlegri söfnun fyrir Félag andstæðinga stóriðju í Helguvík,“ segir Einar Már Atlason, formaður félagsins, en það stóð fyrir fundinum. „Síðan tekur við málsókn. Við hættum ekki fyrr en verksmiðjunni hefur verið lokað og að engin frekari stóriðja verði sett upp í Helguvík,“ segir Einar Már að lokum. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Ekki voru sæti fyrir alla sem vildu á íbúafundi um málefni United Silicon sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þungt hljóð var í fundargestum sem voru á þriðja hundrað. Á fundinum var samþykkt ályktun um að biðla til almannavarna að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í bænum. „Fólki var mikið niðri fyrir. Margir lýstu auknum veikindum eftir að verksmiðjan kom og aðrir bentu á að ekki væri óhætt lengur að hleypa börnum út að leika,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, en hann flutti tölu á fundinum. „Það var kona sem kom upp í pontu og bað fólk um að standa upp ef það hafði fundið fyrir einkennum. Þá reis þriðjungur salarins.“ Fólk lýsti meðal annars áhyggjum yfir því að fyrirhugað er að fleiri ofnar verði settir í gang. Aðeins logar á einum ofni í verksmiðju United Silicon en þeir gætu orðið allt að fjórir. Þá er fyrirhugað að aðrir fjórir verði í verksmiðju Thorsil sem áætlað er að opna á sama stað árið 2020. „Næsta skref er að hrinda af stað alþjóðlegri söfnun fyrir Félag andstæðinga stóriðju í Helguvík,“ segir Einar Már Atlason, formaður félagsins, en það stóð fyrir fundinum. „Síðan tekur við málsókn. Við hættum ekki fyrr en verksmiðjunni hefur verið lokað og að engin frekari stóriðja verði sett upp í Helguvík,“ segir Einar Már að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00