Madsen heldur sig við fyrri skýringar á láti Kim Wall Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2017 23:30 Sænska blaðakonan Kim Wall var stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen á fimmtudagskvöldinu 10. ágúst síðastliðinn. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen heldur sig við þær skýringar að slys um borð í kafbátnum UC3 Nautilus hafi orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, þrátt fyrir að sundurlimað lík hennar hafi fundist. Þetta segir Betina Hald Engmark, verjandi Madsen. Hún segir að skjólstæðingur sinn fylgist grannt með gangi rannsóknar málsins úr fangelsinu. Hann neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall en hefur játað að hafa varpað líki hennar fyrir borð.Líkt og greint hefur verið frá staðfesti danska lögreglan í dag að líkið sem fannst sundurlimað við strendur Amager sé af Wall. Málmstykki var bundið á líkið til þess að tryggja að það myndi sökkva til botns. Einnig voru áverkar á líkinu sem þykja sýna að stungin hafi verið göt á líkið til þess að koma í veg fyrir að það myndi fljóta eða reka á land, auk þess sem að blóð úr Wall fannst í kafbátnum sem sökkt var viljandi skömmu eftir hvarf Wall. Eva Smith Asmussen, prófessor í lögfræði sagði í samtali við TV2 í dag að það hlutverk bíði nú saksóknara að færa sönnur á það að Madsen hafi orðið valdur að dauða Wall. Segir Asmussen að þrátt fyrir að sundurlimað lík Wall hafi fundist og að ýmislegt hafi verið gert til þess að koma í veg fyrir að það myndi finnast sé ekki hægt að útiloka að Madsen sé að segja sannleikann. „Oftar en ekki er það sá sem bútar lík í sundar sem er valdur að dauða einstaklingsins. Það er hins vegar ekki hægt að útiloka að slys hafi átt sér stað og hann hafi einfaldlega farið á taugum haldandi að enginn myndi trúa sér.“ Dánarorsök Wall eru enn ókunn en Madsen situr í gæsluvarðhaldi til 5. september næstkomandi. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller segir það vera venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. 23. ágúst 2017 11:07 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen heldur sig við þær skýringar að slys um borð í kafbátnum UC3 Nautilus hafi orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, þrátt fyrir að sundurlimað lík hennar hafi fundist. Þetta segir Betina Hald Engmark, verjandi Madsen. Hún segir að skjólstæðingur sinn fylgist grannt með gangi rannsóknar málsins úr fangelsinu. Hann neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall en hefur játað að hafa varpað líki hennar fyrir borð.Líkt og greint hefur verið frá staðfesti danska lögreglan í dag að líkið sem fannst sundurlimað við strendur Amager sé af Wall. Málmstykki var bundið á líkið til þess að tryggja að það myndi sökkva til botns. Einnig voru áverkar á líkinu sem þykja sýna að stungin hafi verið göt á líkið til þess að koma í veg fyrir að það myndi fljóta eða reka á land, auk þess sem að blóð úr Wall fannst í kafbátnum sem sökkt var viljandi skömmu eftir hvarf Wall. Eva Smith Asmussen, prófessor í lögfræði sagði í samtali við TV2 í dag að það hlutverk bíði nú saksóknara að færa sönnur á það að Madsen hafi orðið valdur að dauða Wall. Segir Asmussen að þrátt fyrir að sundurlimað lík Wall hafi fundist og að ýmislegt hafi verið gert til þess að koma í veg fyrir að það myndi finnast sé ekki hægt að útiloka að Madsen sé að segja sannleikann. „Oftar en ekki er það sá sem bútar lík í sundar sem er valdur að dauða einstaklingsins. Það er hins vegar ekki hægt að útiloka að slys hafi átt sér stað og hann hafi einfaldlega farið á taugum haldandi að enginn myndi trúa sér.“ Dánarorsök Wall eru enn ókunn en Madsen situr í gæsluvarðhaldi til 5. september næstkomandi.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller segir það vera venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. 23. ágúst 2017 11:07 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02
Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35
Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20
Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller segir það vera venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. 23. ágúst 2017 11:07