Spurt er um stöðugleika Kristrún Frostadóttir og Ásta S. Fjeldsted skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Íslendingar eru háðir viðskiptum við önnur lönd. Það er takmörkunum háð hvað við getum framleitt og hvers konar þjónustu við getum boðið upp á sem eyland. Þess vegna er gengið þjóðinni svo hugleikið, það hreyfir við öllum innfluttum kostnaði og verðmæti útfluttra vara. Sögulega hefur gengi krónunnar verið mjög óstöðugt. Til marks um það var meðalgengi hennar gagnvart okkar helstu viðskiptamyntum 100 sumarið 2007. Í byrjun sumars 2009 var það 200. Fyrir ári síðan, 160. Nú síðast í júní, 130. Í síðustu viku, 140. Örmyntin tekur við sér Eftir að höftum var lyft fyrr á árinu hafa vikulegar og daglegar hreyfingar gengisins snaraukist í báðar áttir. Tveggja mánaða flökt á krónunni er í dag sjöfalt meira en það var síðustu mánuðina í höftum. Rekstraráætlanir milli vikna bregðast og verð í hillum breytist örar. Örmyntin hefur tekið við sér á ný eftir tæp 9 ár í höftum. Það er erfitt að segja til um hvort er betra – hátt eða lágt gengi. Það fer eftir aðstæðum þeirra sem eiga við gjaldmiðilinn. Flöktið er þó engum í hag, því engar áætlanir standast, hvorki til skamms né langs tíma. Þetta bæði flækir fyrirtækjarekstur og hefur áhrif á almenning. Fyrirtæki geta ekki aukið framleiðni í svo ófyrirsjáanlegu umhverfi og gengisbreytingar hafa mikil áhrif á verðbólgu sem aftur hefur áhrif á kjör heimila og efnahag. Með eða án krónu? Umræðan á komandi misserum þarf að snúa að því hvernig tryggja megi stöðugleika í peningamálum, með eða án krónu. Verkefnisstjórn um endurskoðun peningastefnu skilar t.a.m. skýrslu í lok árs um hvernig bæta megi fyrirkomulag peningamála hérlendis. Í því samhengi leikur gengi krónunnar stórt hlutverk. Viðskiptaráð skorast ekki undan þátttöku í slíkri umræðu og deilir hér spurningum sem eru þess verðar að ræða í vetur: Getur Seðlabankinn náð markmiði um stöðugt verðlag þegar mæld verðbólga hreyfist að miklu leyti með gengi krónunnar, sem flýtur nú frjáls og hreyfist að jafnaði of mikið? Er vaxtamunur við útlönd áhyggjuefni? Er þá betra að fylgja vaxtaákvörðunum erlendis og minnka muninn? Hvað þýðir það fyrir sjálfstæði peningastefnunnar? Er þá vilji fyrir því að taka upp annan gjaldmiðil? Eru vextir rétta tólið yfir höfuð? Ef stjórnmálamenn segja Seðlabankanum að lækka vexti hvað segir það um traust þeirra á peningastefnunni og bankanum? Er þá bæði núverandi stefnu illa sinnt og stefnan sjálf röng? Gætu þeir treyst öðrum betur fyrir? Einhverjum hér heima? Einhverjum í Frankfurt? Er eðlilegt að stærri fyrirtæki reki sig nú þegar í evrukerfinu en þau smærri geti það ekki? Hvort er raunhæfara, innganga í myntbandalag eða önnur og betri leið með krónunni en áður hefur verið farin? Kemur stöðugleikinn kannski með breyttri atvinnuuppbyggingu, fleiri stoðum í hagkerfinu? Getum við fjölgað stoðunum með flöktandi krónu? Ræðum allar hliðar málsins Svörin við þessum spurningum eru ekki einföld en í þeim gæti falist lykillinn að farsælli stefnu í peningamálum á Íslandi. Í þessu samhengi má minnast orða Gylfa Zoega hagfræðiprófessors, sem fyrr í sumar vitnaði til aldagamallar umræðuhefðar á Íslandi þar sem í fyrsta lagi væri „einungis unnt að líta á aðra hlið máls“ og í öðru lagi væri „ekki gerður greinarmunur á hugmyndinni og þeim sem hana setur fram“. Umræðan snúist oftar en ekki um að viðkomandi sé með skrítnar eða óraunsæjar hugmyndir, frekar en að hugmyndin sé rædd, bæði kostir hennar og gallar. Það er ekkert skrítið og óraunsætt að vilja breytingar á innlendum peningamálum með krónuna, og ekkert skrítið og óraunsætt að vilja skipta um gjaldmiðil. Þetta eru tvær hliðar á sama máli. Kostir og gallar fylgja hvorri hlið, sem og óvissa. Viðskiptaráð vill ræða allar hliðar málsins, og taka upplýsta ákvörðun um breytingar að því loknu. Höfundar greinar eru framkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Kristrún Frostadóttir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru háðir viðskiptum við önnur lönd. Það er takmörkunum háð hvað við getum framleitt og hvers konar þjónustu við getum boðið upp á sem eyland. Þess vegna er gengið þjóðinni svo hugleikið, það hreyfir við öllum innfluttum kostnaði og verðmæti útfluttra vara. Sögulega hefur gengi krónunnar verið mjög óstöðugt. Til marks um það var meðalgengi hennar gagnvart okkar helstu viðskiptamyntum 100 sumarið 2007. Í byrjun sumars 2009 var það 200. Fyrir ári síðan, 160. Nú síðast í júní, 130. Í síðustu viku, 140. Örmyntin tekur við sér Eftir að höftum var lyft fyrr á árinu hafa vikulegar og daglegar hreyfingar gengisins snaraukist í báðar áttir. Tveggja mánaða flökt á krónunni er í dag sjöfalt meira en það var síðustu mánuðina í höftum. Rekstraráætlanir milli vikna bregðast og verð í hillum breytist örar. Örmyntin hefur tekið við sér á ný eftir tæp 9 ár í höftum. Það er erfitt að segja til um hvort er betra – hátt eða lágt gengi. Það fer eftir aðstæðum þeirra sem eiga við gjaldmiðilinn. Flöktið er þó engum í hag, því engar áætlanir standast, hvorki til skamms né langs tíma. Þetta bæði flækir fyrirtækjarekstur og hefur áhrif á almenning. Fyrirtæki geta ekki aukið framleiðni í svo ófyrirsjáanlegu umhverfi og gengisbreytingar hafa mikil áhrif á verðbólgu sem aftur hefur áhrif á kjör heimila og efnahag. Með eða án krónu? Umræðan á komandi misserum þarf að snúa að því hvernig tryggja megi stöðugleika í peningamálum, með eða án krónu. Verkefnisstjórn um endurskoðun peningastefnu skilar t.a.m. skýrslu í lok árs um hvernig bæta megi fyrirkomulag peningamála hérlendis. Í því samhengi leikur gengi krónunnar stórt hlutverk. Viðskiptaráð skorast ekki undan þátttöku í slíkri umræðu og deilir hér spurningum sem eru þess verðar að ræða í vetur: Getur Seðlabankinn náð markmiði um stöðugt verðlag þegar mæld verðbólga hreyfist að miklu leyti með gengi krónunnar, sem flýtur nú frjáls og hreyfist að jafnaði of mikið? Er vaxtamunur við útlönd áhyggjuefni? Er þá betra að fylgja vaxtaákvörðunum erlendis og minnka muninn? Hvað þýðir það fyrir sjálfstæði peningastefnunnar? Er þá vilji fyrir því að taka upp annan gjaldmiðil? Eru vextir rétta tólið yfir höfuð? Ef stjórnmálamenn segja Seðlabankanum að lækka vexti hvað segir það um traust þeirra á peningastefnunni og bankanum? Er þá bæði núverandi stefnu illa sinnt og stefnan sjálf röng? Gætu þeir treyst öðrum betur fyrir? Einhverjum hér heima? Einhverjum í Frankfurt? Er eðlilegt að stærri fyrirtæki reki sig nú þegar í evrukerfinu en þau smærri geti það ekki? Hvort er raunhæfara, innganga í myntbandalag eða önnur og betri leið með krónunni en áður hefur verið farin? Kemur stöðugleikinn kannski með breyttri atvinnuuppbyggingu, fleiri stoðum í hagkerfinu? Getum við fjölgað stoðunum með flöktandi krónu? Ræðum allar hliðar málsins Svörin við þessum spurningum eru ekki einföld en í þeim gæti falist lykillinn að farsælli stefnu í peningamálum á Íslandi. Í þessu samhengi má minnast orða Gylfa Zoega hagfræðiprófessors, sem fyrr í sumar vitnaði til aldagamallar umræðuhefðar á Íslandi þar sem í fyrsta lagi væri „einungis unnt að líta á aðra hlið máls“ og í öðru lagi væri „ekki gerður greinarmunur á hugmyndinni og þeim sem hana setur fram“. Umræðan snúist oftar en ekki um að viðkomandi sé með skrítnar eða óraunsæjar hugmyndir, frekar en að hugmyndin sé rædd, bæði kostir hennar og gallar. Það er ekkert skrítið og óraunsætt að vilja breytingar á innlendum peningamálum með krónuna, og ekkert skrítið og óraunsætt að vilja skipta um gjaldmiðil. Þetta eru tvær hliðar á sama máli. Kostir og gallar fylgja hvorri hlið, sem og óvissa. Viðskiptaráð vill ræða allar hliðar málsins, og taka upplýsta ákvörðun um breytingar að því loknu. Höfundar greinar eru framkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun