Frakkar tóku Hollendinga í kennslustund | Ronaldo skoraði þrisvar framhjá Gunnari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2017 20:52 Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Frakkar rústuðu Hollendingum, 4-0, í A-riðli. Kylian Mbappé, nýjasti liðsmaður Paris Saint-Germain, var á skotskónum sem og þeir Antoine Griezmann og Thomas Lemar sem gerði tvö mörk. Frakkar eru á toppi riðilsins með 16 stig en Hollendingar í 4. sætinu með 10 stig. Það er því ólíklegt að hollenska liðið sé á leið á HM. Búlgaría vann óvæntan sigur á Svíþjóð, 3-2, og gerði sig gildandi í baráttunni um 2. sætið í A-riðli. Nú munar aðeins einu stigi á liðunum. Þá gerði Lúxemborg sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Hvíta-Rússlandi á heimavelli.Cristiano Ronaldo er ekki búinn að skora nema 14 mörk í undankeppni HM.vísir/gettyStaðan í B-riðli breyttist ekkert við úrslit kvöldsins. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Portúgal vann Færeyjar, 5-1, í Porto. FH-ingurinn Gunnar Nielsen, Grindvíkingurinn Rene Joesen og Jónas Tór Næs og Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmenn ÍBV, komu allir við sögu hjá færeyska liðinu sem er í 4. sæti riðilsins. Portúgalar eru í 2. sæti með 18 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann Andorra 3-0. Þá vann Ungverjaland Lettland með þremur mörkum gegn einu. Hægri bakvörðurinn Thomas Munier skoraði þrennu þegar Belgía slátraði Gíbraltar, 9-0, í H-riðli. Romelu Lukaku skoraði sömuleiðis þrennu fyrir Belga sem eru með sex stiga forskot á toppi riðilsins. Grikkland, sem er í 2. sæti riðilsins, gerði markalaust jafntefli við Eistland. Þetta var fjórða jafntefli Grikkja í röð. Kýpur vann svo góðan 3-2 sigur á Bosníu á heimavelli. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Frakkar rústuðu Hollendingum, 4-0, í A-riðli. Kylian Mbappé, nýjasti liðsmaður Paris Saint-Germain, var á skotskónum sem og þeir Antoine Griezmann og Thomas Lemar sem gerði tvö mörk. Frakkar eru á toppi riðilsins með 16 stig en Hollendingar í 4. sætinu með 10 stig. Það er því ólíklegt að hollenska liðið sé á leið á HM. Búlgaría vann óvæntan sigur á Svíþjóð, 3-2, og gerði sig gildandi í baráttunni um 2. sætið í A-riðli. Nú munar aðeins einu stigi á liðunum. Þá gerði Lúxemborg sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Hvíta-Rússlandi á heimavelli.Cristiano Ronaldo er ekki búinn að skora nema 14 mörk í undankeppni HM.vísir/gettyStaðan í B-riðli breyttist ekkert við úrslit kvöldsins. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Portúgal vann Færeyjar, 5-1, í Porto. FH-ingurinn Gunnar Nielsen, Grindvíkingurinn Rene Joesen og Jónas Tór Næs og Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmenn ÍBV, komu allir við sögu hjá færeyska liðinu sem er í 4. sæti riðilsins. Portúgalar eru í 2. sæti með 18 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann Andorra 3-0. Þá vann Ungverjaland Lettland með þremur mörkum gegn einu. Hægri bakvörðurinn Thomas Munier skoraði þrennu þegar Belgía slátraði Gíbraltar, 9-0, í H-riðli. Romelu Lukaku skoraði sömuleiðis þrennu fyrir Belga sem eru með sex stiga forskot á toppi riðilsins. Grikkland, sem er í 2. sæti riðilsins, gerði markalaust jafntefli við Eistland. Þetta var fjórða jafntefli Grikkja í röð. Kýpur vann svo góðan 3-2 sigur á Bosníu á heimavelli.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira